Alþýðublaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 4
lEDfiStlŒ)
Rltstjðrai: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull-
trúl: Eiður Guðnason. — Símaix 14900 - 14903 — Auglýslngasiml: 14906.
AGaetur: AlþýöuhúsiS við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðalns. — Askrlftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 6.00 elntakið.
lítfiefandl: Alþýðuflokkurinn.
77/ umhugsunar
ÍSLENZKU tryggingafélögin bafa nú riðið á
vaðið og boðoð til r'áðstefnu um umferðarmál. Var
sannarlega tími til kominn, að málsmetandi aðil-
ar á þessum vettvangi tækju höndum saman og
■freistuðu þess, hvort ekki mætti með einhverjum
ráðum draga úr hinum óhugnanlega tíðu slysum.
Þær upplýsingar, sem tryggingafélögin hafa nú
birt almenningi, eru svo ógnvekjandi, að þær ættu
að duga til að hrista svolítið upp í vegfarendum
•bæði akandi og gangandi og er vonandi að fyrir-
huguð ráðstefna félaganna megi hafa heillavænleg
áhrif í þá átt.
Það kemur fram í upplýsingum félaganna, að
heildartjón af slysum og árekstrum á ári sé 250 til
til 300 milljónir króna. Fyrir þá upphæð eina mætti
'kaupa 20—25 ný 250 lesta fiskiskip af fullkomn-
ustu gerð. Auk þess er svo hið mannlega tjón, sem
verður, og aldrei er hægt að meta til fjár.
Geigvænleg er sú staðreynd, að hér á landi
mun þriðji hver bíll hafa verið aðili að slysi eða
árekstri á einu ári, en hliðstæð tala í Svíþjóð er
10. hver bíll og í Danmörku 6. hver bíll. Varla vilj
um við íslendingar viðurkenna, að við séum mikið
verri ökumenn en graxuiar okkar, en það er því
miður einmitt það, sem þessar tölur segja.
Sannieikurinn er sá, að tillitsieysi og rudda-
skapur eru svo óhugnanlega almenn fyrirbrigði í
umferðinni hér að til vandræða horfir, og er þar
enginn öðrum ibetri. Þessu þarf að kippa í lag,
en það verður því miður ekki gert með einni ráð-
stefnu því hér þarf að koma til allsherjar hugar-
farsbreyting hjá öllum vegfarendum. Verður vænt
anleg ráðstefna vonandi aðeins fyrsta ^krefið af
anörgum til þess að sú hugarfarsbreyting geti átt
sér istað.
Greiðar samgöngur eru undirstaða nútíma þjóð
f^laga. Hjá því verður aldrei komizt að umferðin
faki nokkura toll, en fómir okkar íslendinga á alt
&ri umferðarinnar eru nú of margar og of stórar.
I þessum efnum er áreiðanlega hægt að vinna stór
virki til að bæta núverandi ástand. En það stórvirki
er ekki hægt að vinna nema með samvinnu allra.
Umferðarmálin snerta alla landsmenn jafnt unga
sem gamla og það er skylda hvers og eins og gera
það sem í hans valdi stendur til að bæta ástandið.
í byrjun þessa nýja árs ættum við öll að
etrengja þess heit, að taka okkur nú á í þessum
efijium, draga úr fómartolli umferðarinnar, sýna
fcuýteisi og tillitssemi og vera þess minnug að að-
eáns með því að hver og eirm leggi sinn skerf af
flhörkum er þess að vænta að ófremdarástandinu
Ijnjni
4 4. jan. 1%6 - ALÞÝfiUBLAÐIO
Flugfreyjur
Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða
flugfreyjur í þjónustu sína, sem
hefji störf á vori komanda á tíma-
bilinu apríl — júní.
Umsækjendur þurfa að vera fullra
19 ára að aldri.
Góð þekking á einu Norðurlanda-
málinu og ensku nauðsynleg.
Umsækjendur þurfa að geta sótt
kvöldnámskeið í febrúar — marz.
Tekið skal fram í umsókn hvort
um sumarstarf er að ræða, eða
hvort til greina komi ráðning til
lengri tíma.
Umsóknarfrestur er
til 15. jan. n.k. Um-
sóknareyðublöð
liggja frammi á skrif-
stofum félagsins.
m
m
Auglýst eftir þjóðarmetnaði!
VEÐ HVEE ÁRAMÓT gerum við
upp sakirnar viff sjálfa okkur. Þá
virðumst við sjá betur en á öðr
um túnum, öU þau mistök og all
ar þær vanrækslusyndir, sem okk
ur hefur orðið á á liðnu ári, og
við heitum þvi, að nú skuU þessu
öilu kippt í laff, að á hinu nýja ári
skuli ekkert verða vanrækt, dagarn |
ir ekki fara til ónýtis, og verkefn
unum fylgt samkvæmt áætlun. Það
er víst, að þá sér maður margt
sem maður hefði átt að gera en
ekki gert, og gert margt, sem ekki
hefði átt að gera.
VINUR MINN sagði við mig
einn daginn: „Það er margt var
hugavert í fari okkar íslendinga
um þessar mundir, en versta tákn
ið finnst mér það, að þjóðarmetn
aður virðist vera farinn veg allr
ar veraldar. Að vísu er talað mik
ið um hann við hátíðleg tækifæri
en hann sést varla í verki. Þetta
sést á skattsvikum og smygli
Margt fleira má nefna. Ég er ekki
nema fimmtugur, en ég fullyrði
það, að aldrei virðist þjóðarmetn
aður hafa verið eins sljór og nú.“
GÓÐUR ÁSETNINGUR er alltaf
mikils virði, en svo er það allt
annað mál, að oft vill verða minna
úr efndunum, flestir svikja sjálfa
sig að minna eða meira leyti og
það er kannski ekki um að sak
ast, en verra er, af við svíkjum
meðbræður okkar og allra
verst er þegar við svíkjum sam
félagið. Flestir halda víst, að það
geri ekki svo mikið til, þvi að þá
sé verið að svikja sér f hag, en
það er síður en svo, menn eru
fyrst ogfremst að svíkja sjálfa sig.
ÉG VAR EKKI EINS svartsýnn
og þei-si vinur minn. Ég benti á
ýms tákn þess, að íslendingar
hefðu í ríkum mæli stolt til að
bera, en hitt væri svo allt annað
mál, að það kæmi oft fram í furðu
legum myndum, en það væri eng
in furða, þó að svipur okkar væri
annar en þeirra þjóða, sem hefðu
orðið að fórna miklu til að halda
velli. Við veltum okkur í vellyct
ingum og hefðum gert í aldar
f.iórðung eða meir meðan aðrar
þjóðir voru f sárum.
MÉR FANNST, að þjóðin þyrfti
að fórna til þess að öðlast þjóðar
metnað, sjálfsþótta, sem þegn,
og elsku til landsins og þeirra
andlegu verðmæta sem þjóðin sjálf
hefur skapað og er að skapa. Það
er segin saga og ævagömul reynsla
að, foreldrar elska það barn sitt
heitast, sem þeir þurfa að fórná
mestu. Ég held að sú ást, sem
ekki er fórnfús sé föl og bleik.
Sem sagt: Ég auglýsi eftir meiri
og heitari þjóðarmetnaði við þessi
áramót.
ÞAÐ ÞARF A3> auglýsa
eftir þjóðarmetnaði. Það kvað svo
rammt að því að það var varla
minnzt á hann í ræðuni og ritgerð
um leiðtoganna um áramótin. Hins
vegar har töluvert á þessari til
finningu í annál ársins, hjá út
varp=st.ió''anum, — og satt bezt að
segja, var gott að fá hann lestur
í skammdeginu, við sólhvörfin.
Haimes á horninu.
Auglýsingasímínn 14906
Augfýsið í Alþýðublaðinu