Alþýðublaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ:
Helgi Hjörvar, rithöfundur
EITT þeirra einkenna, er mest
skilja nútímann frá fyrri öldum,
er hin margvíslega útvarpstækni,
sem hefur brúað bilið miili landa,
milli héraða, milli einstaklinga.
Útvarp náði almennri útbreiðslu
árin eftir fyrri heimsófriðinn, en
sjónvarp tók sinn fjörkipp eftir
síðari ófriðinn, hefði líklega kom-
ið áratug fyrr, ef friður hefði
haldizt.
Áhrif útvarps og sjónvarps hafa
orðið svo margvísleg, að þeim
verður ekki lýst í stuttu máli.
Þessi tæki hafa skapað svo til
hverjum einstakling tækifæri til
að setja sig í samband við um-
hverfi sitt, livenær sem hann vill,
heyra kunnuglegar raddir, hlýða á
fréttir og annað efni. Langar
eyður í lífi manna er nú unnt
að fylla margvíslegu efni, sem
menn geta valið sjálfir. Um leið
hafa foringjar og aðrir áhrifamenn
fengið ný tæki til að ná til heilla
þjóða og hafa áhrif á þær. Tón-
list hefur orðið almannaeign. Að
sjálfsögðu er mikið um tímasóun í
útvarpi og sjónvarpi, en Dante
er þó kominn inn í veitingastof-
ur Ítalíu og Ibsen inn á afdala
heimili í Noregi. Heilar þjóðir
fylgjast með stórviðburðum sam-
tiðarinnar um leið og þeir eiga
Bér stað.
Allt hefur þetta gerzt á sína
vísu hér úti á íslandi. Útvarpið
hafði því meiri þýðingu, sem
landið er strjálbýlt og samgöngur
oft erfiðar, svo að enn getur ekk-
ert tæki jafnazt á við það til að
tengja þjóðina saman. íslenzkur
lestur á góðu efni sex daga vik-
unnar hefur vegið á móti erlendri
bíómynd Iiinn sjöunda. Og nú
fengu stjórnmálamenn að ávarpa
heila þjóð, sem áður heyrði ekki
eða sá þingmenn sína nema með
nokkurra ára millibili.
Sú breyting, sem útvarpið gerði
á íslenzku þjóðlífi, var ótrúlega
mikil, þótt hún kunni að gleym-
ast fljótt. En því er þessi þróun
rifjuð upp nú, að í dag fer fram
útför ’Helga Hjörvars rithöfundar,
sem var einn af frumherjum út-
varps á íslandi og einn þeirra,
sem mest mótuðu dagskrá hins tal-
aða orðs.
Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína
við frumstæð skilyrði og sendi í
fyrstu aðeins út stutta dagskrá
hvert kvöld. En það markaði sér
þegár í upphafi stefnu, sem hefur
verið haldið síðan: að flytja
menntandi, íslenzkt efni og hina
beztu tónlist. Siðan hefur dagski-á-
in verið lengd og fjölbreytni
hennar hefur aukizt, en kjarni
kvölddagskrárinnar er hinn sami.
Otðsending
frá Húsmæðraskéla Reykjavíkur.
Væntanlegir nemendur dagskólans mæti í
skólanum miðvikudaginn 5. janúar kl. 2 s.d.
Skólastjóri.
Kópavogur
Alþýðublaðið vantar blaðburðarbarn
á Digranesveg.
SÍMI 40 753.
Alfrýðublaðið
Blaðburðarbörn vantar í eftirtalin hverfi:
Stórholt
Gnoðavog
Kleppsholt
Laugaveg efri
Asgarður
Laufásvegur
Lindargötu
Hverfisgötu I og II
Laufásveg
Laugaveg neðri
Bergþórugata.
Alþýðublaðið sími 14900.
Enn lifa dagskrárliðir, sem stofn-
að var til á fyrstu árunum: Er-
indin um daginn og veginn, vrt-
varpssagan, kvöldvökurnar, lestúr
fornrita.
Þegar hefja átti dagslcrárgerð
fyrir íslenzkt útvarp, var Helgi
Hjörvar kallaður til, en liann var
þá þekktur af ritstörfum og reynd-
ur kennari. Hann varð fyrsti for-
maður útvarpsráðs, en gerðist síð-
an skrifstofustjóri ráðsins og í
rauninni dagskrárstjóri, þótt hann
bæri ekki þann titil. Hafði harin
ekki aðeins mikil áhrif á þróun
dagski'árinnar, heldur reyndist
sjálfur einn bezti litvarpsmaður,
sem þjóðin hefur eignazt. Mest j
varð frægð hans af lestri útvarps-
sagna, sem hann hafði sjálfur þýtt
af vandvirkni og umhyggju fyrir
íslenzku máli. Slepptu fáir, sem
hlustað gátu, því tækifæri að sitja
við tækin, er Helgi las sögur eins
og Gróður jarðar eftir Hamsun,
Kristínu Lafranzdóttur eftir Und-
set eða Bör Börsson eftir Falk-
berget. Helgi kom víðar við i
dagskránni og reið á vaðið með
nýjungar. Hann lýsti atburðum á
stálþráð, og þótti nýstárlegt, þótt
nú sé segulbandstæki á öðru
hverju heimili. Hann las og lýsti
og talaði frá eigin brjósti, ávallt
á vönduðu, íslenzku máli, sem
hann flutti skýrt og fagurlega.
Var það eitt af mestu áhugamál-
um hans, að útvarpið yrði tæki til
verndar tungunni.
Erlendis heyrir útvarp víða
undir ráðuneyti pósts- og síma-
mála og sérlærðir embættismenn
stjórna því. En íslenzka þjóðin
skipaði sínu útvarpi frá upphafi í
verkahring menntamálaráðuneytis
og valdi hóp listamanna til að
stýra því og undirbúa efni þess.
Þar eru í hópi brautryðjenda rit-
höfundar, tónskáld og leikarar.
Þarf engum að koma á óvart, þótt
ekki væri alltaf guðsfriður í stoín-
uninni, en andleg framleiðsla er
nú einu sinni því marki brennd,
að hún blómgast í gusti en dofnar
í lognmollu. Verk þeirra manna,
sem sköpuðu reisn Ríkisútvarps-
ins munu lengi verða í minnum
höfð. Það er mat þeirra, sem bezt
þekkja til, að útvarpsdagskrá hér
á landi sé og hafi lengi verið ö-
trúlega fjölbreytt og góð miðað
við nágrannalönd okkar, þrátt
fyrir fámennið.
★
Helgi Hjörvar fæddist 20. ágúst
1888 í Drápuhlíð í Helgafellssveit.
Foreldrar hans voru Salómon
bóndi Sigurðsson og fyrri kona
hans, Guðrún Sigurðardóttir.
Löngu síðar sýndi Helgi ást sína
og þekkingu á æskuhéraði sínu
með því að rita lýsingu Snæfells-
og Hnappadalssýsiu í Árbók
Ferðaíélagsins, ágætt verk, sem
enn í dag er unun að lesa. Þar
fylgist allt að: Hin tignarlega nátt-
úra, glæsileg fornaldarsaga, þjóð-
líf síðustu kynslóðar.
Helgi hlaut kennaramenntun og
tók próf 1910. Gerði hann kennslu
að aðalstárfi sínu næstu tvo ára-
Helgi Hjörvar rithöfundur.
tugi, kenndi við barnaskólann í
Reykjavík, kynnti sér kennslumál
i öðrum löndum, varð loks náms
stjóri og gegndi um skeið störfum
fræðslumálastjóra. Samtímis hóf
hann ritstörf og sendi frá sér
smásagnasafn. Varð hann, áður en
yfir lauk, umsvifamikill rithöfund-
ur og mikill starfsmaður í röðum
listamanna í baráttu þeirra fyrir
aukinni viðurkenningu og betri
i aðstöðu. Loks hóf hann aukastörf
I á skrifstofu Alþingis og leiddl það
j til þess eftir tilkomu útvarpsins, að
! hann tók að sér að semja og lesa
þingfréttir. Bæði í samtökum
kennara og listamanna naut Helgi
míkils trausts, og var kjörinn í
æðstu trúarstöður.
Kona Helga er Rósa Daðadótt-
ir bónda Daðasonar að Vatnshorni
í Haukadal. Þau áttu mörg börn og
mannvænleg, en urðu fyrir þeirri
miklu sorg, að einn sona þeirra
lézt sviplega nokkrum vikum fyr-
ir andlát föður síns.
Við andlát Helga Hjörvar þagn-
ar sú rödd, sem íslenzka þjóðin
hefur líklega þekkt betur og hlýtt
oftar á síðasta mannsaldur en
nokkra aðra. Þetta var rödd, sem
barst inn á heimili landshorna
milli á kyrrlátum stundum, er
heimiRsi'ólk gat tekið sér hvíld frá
störfum, rödd, sem las fornar og
nýjar sögur, sagði börnum ævin-
týri, lýsti þingsetningu eða skíða-
stökki, stýrði umræðum stjórn-
málamanna eða ræddi um daginn
og veginn.
Við andlát Helga hverfur af
sjónarsviðinu svipmikill samtíðar-
maður, sem verður lengi minnis-
stæður..
Benedikt Gröndal.
HELGI IíJÖRVAR er allur.
Með honum er horfinn af jarð-
nesku sjónarsviði sterkur og sér
kennilegur persónuleiki. íslenzk
tunga og íslenzk salga eiga iá bak
að sjá einum af éstmögum sin-
um. Han.n elskaði móðurmálið
af ástríðuihita æskumannsins allt
til hinztu stundar, og sagan var
honum sístreymandi lind unaðar
cg lífsfyllingar.
Hann var prýðilega ritfær, gaf
út tvö smásagna söfn og íslemJc
aði nokkrar útlendar bækur. Ilann.
var málsnjall svo að af bar.
Mun lengi í minnum hafðnr flutn
ingur hans í utvarp, bæði á þing
fréttum og ei'gin þýðingum á er-
lendum skáldverkum. Vissi ég
til þess, að hann hlaut blessun
margra aldaraða, sem heyrnar
deyfa meinaði að njóta annarra,
radda i útvarpi.
Rödd hans og framsögn féil
einkar vel að lestri fornsagna,
og var unun á að hlýða. Svo var
innlifun hans sterk, að það var
sem hann gengi sjálfur í bardaga
með söguhetjum og ætti drjúgan
þátt i, þegar vel skipaðist um,
'sættir fyrir milligöngu göfugra
manin.a.
Ást sína á íslenziku máli sýndi
Helgi Hjörvar meðai annars með
iþví, að hann, ásamt eiginkonu
sinni, stofnaði sjóð til minningar
um son þeh-ra látin.n. Ur þéssujn
sjóði skulu verðlaun veitt fyrir
snjalla meðferð móðurmálsins í
útvarpi.
Helgi Hjörvar var lcngi formað
ur Rithöfundafélags Islands og
heiðursfélagi síðustu árin. Hann
var einnig um árabil í stjórn
Bandalags islenzkra listamanna.
Hann vann af alúð og ósérplæghi
að hagsmunamálum rithöfunda.
Fyrir það eru honum nú að leið
arlokum færðar hjartans þnkkir.
Megi hann umbun hljóta sinna
ævistarfa.
Rithöfundafélag íslands sendir
óstvinum hans innilegar samúð'ar
kveðjur.
Ragnheiður Jónsdóttir. - 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. jan. 1966 J