Alþýðublaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 10
Bækur Framhald úr opnu. nema marklausar tilraunir og má raunar segja hið sama um myndir Kjartans Guðjónssonar í bókinni þó margar séu snotrar. Helmingi minni bók hefði líklega orðið helm- ingi betri. Og kaupendum bókar- inna'r hefði ekki komið það miður. Ávarp forsetans Framhald úr opnu. inginn Hallgrím Pétursson. Endurreisn Bessastaðakirkju er ékki eingöngu gerð vegna staðar- in? né hins fámenna safnaðar, heldur og til að minna á það, að kirkjan á að vera lifandi afl í þjóðlífinu. Vér skulum að lokum sahieinast um þá ósk og í þeirri •von, að kristinn dómur og íslenzlct þjóðerni megi dafna og þróast, hlið við hlið, í landinu um ókom- in ár. Guðs blessun fylgi landi og þjóð á nýbyrjuðu ári. Gleðilegt nýjár! Kast i|és Framhald af 5. síðu. ’deiluna við Peking eða að minnsta kosti að leyna henni hafa alger lega verið unnar fyrir gíg. Aðeins brfáum mánuðum eftir að þeir komust til valda gerðu valdamenn irnir í Peking nýjar og hatram ar árásir á nýju valdhafana í Moskvu og brennimerktu þá sem „slægari og djöfullegri“ og þar með hættulegri en erkiendurskoð unarsinninn Krústjov." ★ KÍNVERJAK DAUFHEYRAST Kínverskir leiðtogar hafa dauf heyrzt við áskorunum Rússa um einingu í herbúðum kommúnista í sambandi við Víetnammálið og áskorunum þeirra um sameiginleg ar aðgerðir til þess að berjast gegn „hinum heimsvaldasinnuðu fjand mönnum þar.“ Valdamennirnir í Moskvu hafa enn fremur verið sakaðir um að hafa svikið Hanoi í hendur Bandaríkjamönnum og á sakanir Kínverja hafa færzt mjög í aukana þar sem álit Kínverja á stjórnmálasviðinu hefur beðið hnekki f Asíu og Afríku eftir mis heppnaðar stjórnmálaaðgerðir þeirra að undanfömu. Rússar hafa að sama skapi bætt aðstöðu sína að undanförnu í Asíu þar sem þeim tókst að fá leið toga Pakistana og Indlands til þess að koma saman til fundar á sovézkri grund í því skyni að freista þess að ná sáttum. Þá hafa bæði Norður—Víetnam og Norður—Kdlrea ekki verið eins þrælslega hlýðin við Peking að undanförnu og áður. ★ ÞJÓÐLEGIR SÉRHAGSMUN IR. Vietnam—stríðið hefur ekki fengið hin tvö stórveldi komúnirta til þess að binda endi á óvinátt una. Stríðið hefur þvert á móti breikkað bilið á milli þeirra og ágreiningurinn hefur aldrei verið meiri. Ef leiðtogar hinna tveggja landa ggta ekki sætzt í því skyni að koma sósíalistískum bandamanni tii hjálpar hvað er þá orðið um kenninguna um „þjóðfrelsisstríð", sem stjórnir beggja landa hafa há tíðlega skuldbundið sig tii að styðja um allan heim? Geta slík ar styrjaldir fengið raunhæfan stuðning þegar Moskva vill bæta sambúðina við Vesturveldin og Peking lýsir því beinlínis yfir, að ekki sé hægt að treysta Moskvu og gerir allt sem unnt er til þess að spilla fyrir aðstoð þeirri, sem Rússar veita Hanoi? Svarið er í stuttu máli á þá lund, að 40 árum eftir rússnecku byltinguna er þjóðernisstefnan — þjóðlegir eiginhagsmunir — þús und sinnum sterkari en hinir marx istísku alþjóðahyggjumenn hafa nokkru sinni gert sér í hugarlund. Glœsilegasta happdrœtti, sem efrrt hefir verid til á 'lsbndi ÓO.OOO MOMER - 30.000 VIMNINGAR VHR 90 MILUÖNIR CREIDDHR í VRHRnCR Got5fuslega endurnýitS sem fyrst til atS forðast biðrat5ir seinustu dagana. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.