Alþýðublaðið - 06.01.1966, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.01.1966, Síða 1
Fimmtudagur G. janúar 1966 — 46. árg. - 3. tbi. — VERÐ 5 KR. Hröktust á fjðllum uppi næturlangt Reykjavík, — GO. Fjórir menn, tveir úr Norðfirði og1 tveir úr Helgustaðahreppi í Reyðarfirði, lentu í hrakningum á fjöllum uppi milli Hellisfjarðar og Norðfjarðar. Norðfirðtng'amir tveir komust tíðindalítið til byggða en urðu þó að skilja kindur eftir á fjallinu, en Reyðfirðingarnir villtust og grófu sig í fönn á há fjallinu og áttu þar illa vist og kalda. Fundust þeir í gærmorgun, hraktir nokkuð og blautir, en hress ir og kátir og var farið með þá til Skuggahlíðar í Norðfirði, þar sem þeir voru enn i gær að jafna sig eftir volkið og bíða færis að kom ast heim. Samkvæmt frásögn Steinþórs Þórðarsonar bónda í Skuggahlið' í Norðfirði fóru tveir menn, Guð Framhald á 15. siðu. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOOi HAPPDRÆITI ALÞÝÐUBLAÐSINS DREGIÐ VAR í happdrættinu 24. des. seinni dráttur 1965. Yinningar komu á eftirtalin númer: ★ 22699 Volkswagen-bifreið. ★ 25024 Volkswagen-bifreið. ★ 11384 Landrover-bifreið. Vinninganna sé vitjað á skrifstofu happdrættisins Hverfisg. 4. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOf Tillögur Alþýðuflokksins i bargarstjóm: ooooooooooo s s s N S s í breytingartiliögum sínum við fjárhagsáætlun borgarinn ar leggur borgarfulltrúi A1 þýðuflokksins, Óskar Hall grímsson til, að dregið verði ^ úr ýmsum rekstutfcútgjöld um borgarinnar og framlag til ráðhússins lækkað, ep þess í stað verði framlög til íbúðabygginga, skólabygg inga, barnaheimila og leik valla stórhækkuð . SÍÐARI UMRÆÐA um fjárliagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1966 fer fram á fundi borgarstjórnar í kvöld. Óskar Hall- grímsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins flyt ur allmargar breytingartillögur við áætlunina, sem allar miða að því, að draga úr reksturs- útgjöldum borgarinnar, en auka framlög til hverskyns félagslegra þarfa, íbúðabygginga, skóla, barnaheimila, dagheimila og leikvalla. Einn'ig mun koma til afgreiðslu á þessum fundi borgarstjórnar sú tillaga Óskars, að Reykjavíkurborg geri framkvæmdaáætlun til fjögurra ára. Fundur borgarstjórnar þar sem fjárhagsáætlun verður tekin til endanlegrar afgreiðslu hefst kl. fimm. í dag og ef að líkum lætur mun hann standa fram undir morgun. Óskar Hallgrímsson, borgarfull trúj Alþýðuílokksins hefur flutt allmargar breytingartiilögur við fjárhagsáætlunina. Hann leggur til, að áætlunin um tekjur vérði leiðrétt þannig, að tekjur af húsa gjöldum hækki um eina milljón, framlag úr jöfnunarsjóði um eina milljón og aðstöðugjöld um sjö milljónir. Tillögur Óskars um breytingar á gjaldaliðum áætlunarinnar eru í aðalatriðum þær, að hann legg ur til að kostnaður verði lækkað Ur við niðurjöfnun útsvara við gerð borgarx-eiknings og fjárhags áætlunar, launakostnaður verði lækkaður á ýmsum boi”garskrif stofum, kostnaður við gatnahreins un verði lækkaður um eina millj ón, hækkað verði um 400 þúsund Framhald á 15. síífu. FRAMLÖG TiL FÉLAGS LEGRA ÞARFA HÆKKI Borgin láti gera framkvæmdaáætlun

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.