Alþýðublaðið - 07.01.1966, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 07.01.1966, Qupperneq 5
KASTLJÓS Bandarískir hermenn bera lík fallis félags frá vígvellinum. Gert aS sárum stjórnarhermanns. Á UNDANFÖRNUM tveim vikum hafa Banda ríkjamenn gert ákafar tilraimir til að finna leiðir til .samkomulags í Vietnam-deilunni. Þá hefur ver ið gert hlé á loítárásum á Norður-Vietnam og í gær fór Sjelepin, einn valdamesti maður Sovétríkjanna, til Hanoi. Á næstu dögum má vænta frétta af nið urstöðum þessara friðarumleiíana. Eftirfarandi grein fjallar um friðarsókn Bandaríkjamanna og er eftir fréttaritara Guardians í Washington. AÐ því er 'áreiðanleg, opiniber iheimild í Washington staðhæfir, hefur stiórmn í Hanoi ekki gert eina einustu tilraun til að koma á friði í Vietnamstríðinu á und- anförnum fimm árum. Að tala um „fri3aru'mleitanir“ af hálfu Ho Ghi Minhs sé að misskilja hrapallesja hið raunverulega á- stand. Það eina sem stjórnin í Hanoi hafi nokkru sinni sagt um m'öguleika á friðsamleigri lausn sé að ítreka stefnu sína í fjórum liðum og þriðji liður GOLDBEKG HARRIMAN stefnu þessarar sé undirrót stríðs þess, sem nú geisar. Þriðji liður stefnunnar, sem forsáetisráðherra Norður-Vietnam, Pham Van Dong, igreindi frá 8. apríl sl.. gerir ráð fyrir því, að Suður-Vietnammenn skuli sjálfir leysa vandamál sín í samræmi við stefnu þjóðfrelsisfylkingarinn- ar Ohinnar pólitísku greinar Viet comg). í Washington er þetta talið jafngilda því, að Suður-Viet nam skuli ofurselt kommúnist- um og að bandarískar og suður vietnamiskar hersveitir skuli gef ast skilyrðislaust upp fyrir Viet eon.g. Og þetta gæti meirihluti bandarísku þjóðarinnar aldrei sætt sig við. Ekki fyrr en Hanoi féllist á að breyta þessum skilyrðum sín um fyrir þátttöku í samningavið- ræðum er líklelgt að Washinigton haldi láifram að neita því, að Norð . ur-Vietnamroenn hafi á nokkurn hátt gefið til kynn,a að þeir séu reiðubúnir að fallast á raunveru legar friðarviðræður * EINKAHEIMSÓKN. í þessari túlkun á málstað sín um virðast opinherar, bandarísk ar heimildir hins vegar reyna að rugla menn í ríminu með því að fá þál til að rugla saman sámn ingsaðstöðu Norfður-Vietnam- 1 mann.a — kröfunni sem felst í hinum fjórum punktum þeit'ra — og vilja þeirra eða tregðu til að setjast að samningaborði. Skil vrði Hanoistiórnarinnar fyrir þátt töku í samningaviðræðum hafa verið óljós, Bandarískir em.bætt ismenn halda því ekki frarn, að þeir viti með vissu hver þau eru. Meintar yfirlýsingar Hanoi í r;-r"r '-i’-i. hafa virzt iá- kvæöari en opinhcrar yfirlýsing ar. Þrír vinstrisinnaðir Banda- ríkjamenn undir forystu Lynds, prófessorg í sögu við Yale-há- skóla, eru farnir til Hanoi á eig in vegum (ef til vill á ólöglegan hiiitt) til þess að ganga úr skuigga um a.if=+öðn Norður-Vietnam til samr.insaviðræðna. Opinberar heimildir í Banda- ríikjunum halda því fram. gagn stætt því sem ráðamenn í Hanoi segja, að Bandarí'kin og banda- menn þeirra og hlutlaus ríki hafa óteljandi sinnum gert tilraunir til að koma á friSi en alltaf án. áramgurs. Og heimildamennirnir setja fram 14 punkta, sem Banda- ríkjamenn hafa lýst yfir mörg um sinnum og þeir segja að sýni' vilja Bandaríkjamanna til að þinda enda á styrjöldina þegar í stað með skilyrðislausum samn- ingaviðræðum: 1. Genifarsamningarnir frá 1954 f<cr mel' . Vg 4-1*....- .... - » ../J.ÖÍU lU'iL'b.í | grundvöllur að friði í Suðaustur- Asíu. 2. Bandaríkjamcnn mundu fagna ráðstefnu um málefni Suð austur-Asíu eða eirh.vern hluta hennar. 3. Bandaríkjamenn eru fúsir til að taka iþátt í síkilyrðislausum samningaviðræðum. 4. Eða skilyrðislausum umræð um. 5. Hinir fjórir punktar Hanoi stjórnarinnar geta verið á dag s'krá ráðstefnunnar. 6. Fjögurra liða áætlun Hanoi getur verið á dagskrá ráðstefn unnar. 7. Bandaríkin sækjast ekki eftir | neinum herstöð'vum í Suðaustur-1 Asfu. 8. Og ekki heldur eftir áfram- 'haldandi dvöl bandarisks herliðs í Suður-Vietnam. 9. Bandaríkjamenn eru hlynntir því, að efnt verði til frjálsra kosninga Suður-Vietnam. 10. . Sameininigu Vieitnam ætti að koma á í samræmi við vilja þjóðanna, sem í hlut eiga. 11. Þjóðir Suðaustur-Asíu gætu verið hlutlausar eða utan valda hlak'ka ef þær vilja. 12. Bandaríkjamenn vildu gjarnan verja fé til éfna'hagslegr- ar og þjóðfélagslegrar upphygg ingar Suðaustur-Asíu og væru fúsir til að leggja a£ mörkum að minnsta kosti eina þúsund milljón dollara í þessu skyni. 13. Það ætti ekki að verða neinuro vandkvæðum bundið að skýra sjónarmið Vietcong á ihugs anlegri ráðstefnu. 14. Gera mætti hlé á loftárás um á Norður-Vietnam ef Hanoi- sýndi ótvírætt hvaða ráðstafanir yrðu gerðar á móti. * BEÐíÐ EFTIR SVARI. Embættismenn í Washingtcn hafa verið þögulir um lilé það, sem verið hefur á loftárásuhu’u á Norður-Vietnam síðan á að- fangadag, og hefur það nú þegsr staðið helmingi lengur en fimm daga hlé það, sem gert var á loftárásunum í maí. Ekki er vitað með vissu hvort ihléð heldur áfram öllu lengur ef mótaðilinn gerir ekki: ðin- hverjar ráðstafanir til að drága úr hernaðinum af sinni hálfu. Bandarískar könnunarflugvélar hafa verið sendar yfir Norður- Vietnam til að ganga úr skuigga um hvort einhverjar slíkar ráð- staifanir hafi verið gerðar. Hörf- urnar á því að binda enda á styrjöldina með því að draga úr benni smám saman eru taldar eins góðar og liorfurnar á því a3 leysa deiluna með samningav’ið ræðum. í Washington hefur vevið tek ið mjög kuldalega í tilboð Víet rong um vopnahlé á nýárshátíð Vietnammanna seinna í mánuðin- um, og bent er lá að áskoruninni hafi verið beint til Suður-Viet- nammanna og þess vegna þurfi ekki að svara tilboðinu. Svo virðist sem Dean Rusk ut- anríkisráðherra hafi að nokkru leyti dregið úr trúanleika afstöðu Bandaríkjamanna til samningavið ræðna eins og 'hún er sett fram í hinum 14 punktum í yfirlýsingu 'sem hann !gaf nýlega. Þetta er að minnsta kosti álit Walter Lipp manns. í grein. sem hann skrif aði nýlega minnir hann á, að Rusk hafi lýst því yfir, að Banda ríkjamenn múhdu ekki yfirgefa Suður-Vietnaxn fyrr en traust stjórn væri komin 'á laggirnar í Saigon og ekki fyrr en sjálf stæði hennar væri hafið yfir. nokkurn vatfa. Hann heldur á- fram: ..Þetta skilyrði fyrir brottflutn ingi herliðs okkar er sama sem að lýsa því yfir, að um fyrirsj'á anlega og ófyrirsjáanlega framííð1 verðum við um kyrrt til þess að; vernda, ala upp og gæta þeirrar stjórnar í Suður-Vietnam, sem ev okkur að skapi. Þess vegna eru.; ekki hinar minnstu horfur á iþvi að sú stiórn sem Rus'k utanríkis1 ráðherra talar um komist á lagg-, irnar ef her okkar hefur ekki,, Saiigon og nokkrar aðrar borgir* á valdi sín-u.“ I. í rauninni hafa fáar eða enigin. hinna fiölmörgu ríkisstjórna Suð ur-Vietnam ,,hentað“ Wasbington, að öllu leviti. Nokkur dæmi um nýja erfiðleika, sem framundan eru í sambiið WashingtonS ogf Saigons hafa komið fram i grein eftir Clayton Fritchey, sem var sérlegur aðstoðarmaður Adlti: Stevensons hjd Sameinuðu þjcð unum. Fritscihey segir, að utanrikis-' ráðuneytið hafi leynt eindregmni, neitun Saigon-stjórnarinnar við þátttöku í skilyrðislausum friðar’ viðræðum. Með hliðsjón af þessu telur Fritcihey — sem gegnir ^ engu opinboru embætti — að WrsJ Framliald á 10. síðii. — 7. jan. 1966 § ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.