Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 3
Varúð á vegum, landssam tök gegn umferðarslysum Reykjavík, EG. Á 'Umferð'armálaráðstefnunni á Ilótel Sögn um helgtna var stofn að Iandssamband gregn umferðar slysum. Ekki reyndist þó unnt að ganga endanlega frá stofnun sambandsins þar og’ þá, en fram Hekla snéri frá á Akureyrarhöfn Akureyri. — GS.-GO. RÉTT fyrir hádegi í fyrradag kom Hekla inn á Eyjafjörð og ætl- aði að leggjast að bryggju á Akur- eyri. Hér var þá hið versta veður, moldöskustórhríð og íshröngl á Pollinum. Skipstjórinn vildi ekki hætta sér inn í hrönglið og ófært var með öllu að komast upp að togarabryggjunni á Oddeyri. — Snéri skipið því frá og lá við Hrísey um nóttina. í gærmorgun klukkan átta hafði veðrið svo lægt og skipið komst hæglega að bryggju. Áframhaldandi frosthörkur Reykjavík. — GO. SAMKVÆMT upplýsingum Veð- urstofunnar í Reykjavík var í gær litlit fyrir áframhaldandi frost- hörkur hér á landi. Einkum myndi frostið herða á Norðurlandi — ef drægi úr hríðinni og létti til. Mætti þá búast við yfir 20 stiga frosti víða þar um slóðir. Á umferðarmálaráðstefn- unni á Hótel Sögu um helgina sýndu þeir ökukennararnir Guðmundur G. Pptursson og Geir Þormar nýtt kennslutæki, sem þeir munu nota til að kenna byrjendum jyrstu hand- tökin við akstur. Tæki þetta er þýzkt og hefur öll stjórntæki venjulegrar bifreiðar, svo sem stýri, mæla, gírskiptingu og fótstig. Nem- andinn ekur síðan eftir fyrir- mælum af segulbandi og horf ir um léið á skuggamyndir á tjaldi og ekur einnig sam- kvæmt því sem hann þar sér. Geri hann eitthvað rangt í þessum akstri gefur kennslu- tækið það til kynna með hljóði. Þetta tæki kostar um eitt hundrað þúsund krónur með nauðsynlegum búnaði og haf- þeir Guðmundur og Geir feng- ið húsnæði i grennd við Mið- bæinn þar sem kennslutækið verður staðsett og byrjunar- kennsla nemenda mun fara fram á þeirra vegum. Tækið vakti mikla athygli ráðstefnu gesta, sem kom sam- an um að það væri hið mesta þarfaþing. Ýmsir urðu til að reyna aksturshæfni sína þar, með misjöfnum árangri. Hér situr Guðmundur G. Pétursson undir stýri. Þing hefst 7. febrúar BLAÐINU hefur borizt svo- hljóðandi fréttatilkynning frá for- sætisráðuneytinu: Forseti íslands hefur samkv. tillögu forsætisráðherra kvatt Al- þingi til framhaldsfundar mánu- daginn 7. febrúar 1966 kl. 14,00. í gærmorgun var kalt um allt land. Frost hvergi minna en 10 stig, en hvergi meira en 20 stig i byggð. í Reykjavík var rúmlega 16 stiga frost í gærmorgun og klukk- an 2 í gærdag var það 12 stig. Á Hellu og víðar austan fjalls var 20 stiga frost í gærmorgun og í Búðardal vestra. Á Hveravöllum var frostið 21 gráða. Á Norðurausturlandi var vonzku veður, 8 vindstig af NNA, bylur og 14 stiga frost víða. tWMMMMWMMMMMWMMMMMMMMMWWWWWWWWW SUNOLAUGARNAR LOKA VEGNA FROSTANNA Reykjavík. — GO. í GÆR bárust sundlaugun- um í Beykjavík tilmæli frá Hitáveitunni þess efnis, að þær lokuðu meðan kuldakastið stæði yfir til þess að spara upphitun- arvatn Revkvíkinga. Voru þá báðar sundlaugarnar lokaðar í gær. Hins vegar var Sundhöll Reykj;ivíkur opin. Mikið vandræðaástand hefur ‘skapast í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna heitavatns- skortsins og hefur fólk orðið að flýja híbýli sín í sumum tilvikum. í gær var útvarpað áskorun frá Hitaveitunni að þeir sem hefðu kynditæki í húsum sín- um notuðu þau meðan á frost- unum stæði. tMMMMMWMMMMMMWMWMWMWMWVmWWMMMMM* Þingmaður flæktur í Ben Barka-málið París. — 24. jan. (ntb-reuter). ÖRFÁVM klukkustundum eftir að franski glæpamaðurinn Figon var jarðsettur í kyrrþei í dag hófst sala á vikuritinu L’Express er hef ur að geyma upplýsingar, sem draga einn af helztu þingmönnum gaullista inn í Ben Barka hneyksl- ið. Blaðið hafði upplýsingar frá Figon. Viðkomandi bauð mér vegabréf og peninga svo að ég gæti komizt úr landi, en eiginlega held ég að hann hafi viljað mig feigan, sagði Figon, einn af aðalmönnum máls- ins, sem leitt hefur til þess að Frakkar hafa hvatt heim sendi- herra sinn í Marrokkó og Marrok- kó sendiherra sinn í Frakklandi. Figon tók sennilega þátt í ráni marrokkanska stjórnarandstöðu- le.iðtogans Ahmed Ben Barka á götu í París 29. október í fyrra. Figon fannst með kúlu í höfði 17. janúar, þegar lögreglan var komin á slóð hans. Gaulistaþingmaður sá, sem L’Express talar um, var í kvöld hjá Louis Zollinger til þess að gefa skýringu. De Gaulle hefur þegar vikið yfirmanni gagnnjósnadeildarinnar úr embætti og fyrirskipað víðtæka hreinsun í leyniþjónustunnl. Sagt er að De aGulle forseti hafi reiðzt vegna þessa máls og sagt á fundi með ráðherrum sínum: Sumir IlP gjarnir menn segja að ég sé alger* fáviti. En við skulum komast til' botns í þessu máli. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO BRIDGEKVÖLD ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur heldur Bridgekvöld í kvöld, þriðjudag, í Alþýðuhúsinu (gengið inn frá Inólfs-- stræti) og hefst það kl. 8 stundvíslega, Guðmu.idur Kr. Sigurðssou stjórnar. Fólk er hvatt ftil að mæta vel og taka' með sér gesti. haldsstofnfundur verður haldinn áður en langrt um líður. Samþykkt var með 18 atkvæð um að stofna samtökin, en aðild að þessari ráðstefnu átti 31 félagy Það vakti mikla athygli á ráð- stefnunni á laugardaginn, er for seti Slysavarnafélags íslands og formaður FÍB Iýstu hvor í sínu lagi yfir því að samtökin, er þeir veittu forstöðu gætu ekki gerzt aðilar að væntanlegum landssamtökum, að minnsta kosti ekki um sinn. Þessi mál leystust þó betur en á horfðist um tíma, því samþykkt var að fresta því að ganga end- anlega frá stofnun samtakanna svo SVFÍ og FÍB og öðfum fleiri gæfist nokíkur tími til að athuga sinn gang og gera tillögur um skipulagsbreytingar á fyrirkomu- lagði samtakanna og fá samþykki féiaga sinna fyrir aðild. Á ráðstefnunni á sunnudag var kosin stjórnarnefnd fyrir samtök in og eiga sæti í henni þeir Haukur Kristjánsson yfirlæknir. formaður, Ágúst Hafberg fram- Framh. á 14. síðu. Nýjung í ökukennslu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. janúar 1966 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.