Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 9
hefur það tjón, sem af þessu hefur leitt verið ómælt. Ber því vissu- lega að fagna þeirri staðreynd, að nú undanfarin nokkur ár liefur ýmislegt gerzt, sem bendir til, að þrátt fyrir mismunandi stjórnmála- skoðanir, sé vaxandí skilningur á því innan verkalýðshreyfingar- innar, að sundruð eru félögin van- máttug, en sameinuð geta þau fengið ki'öfum sínum framgengt. Klofningurinn er, og hefur verið, ógæfa ísl. verkalýðshreyfing- ar og ber mjög. að fagna hinni vaxandi samstöðu í kjaramálum, sem einkennt hefur undanfarin misseri. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur lengst af verið stærsta verka- mannafélag á landinu. Innan vé- banda þesS eru nú um 3300 með- limir. Félagið hefur oftar en ekki verið brimbrjótur annarra félaga, sem síðan hafa átakalaust fengið í samninga sína ýmis ákvæði, sem Dagsbrúnarmenn fyrst fengu eftir löng og ströng verkföll. í dag er dagvinnukaup Dags- brúnarmannsins lægst kr. 41,04 í dagvinnu, en. hæst kr. 55,09 mönn um er skipt í ótal flokka, eftir því hvaða störf þeir vinna. Dagsbrún hefur nú opna skrifstofu, þar sem oftast starfa 4 karlmenn og ein vélritunarstúlka. Þangað leita Dags brúnarmenn í ýmsum erindum og til að fá leiðréttingu mála sinna, séu þeir misrétti beittir. Skrif- stofa félagsins er í glæsilegum húsakynnum að Lindargötu 9, sem eru sameign Dagsbrúnar og Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Hinum eiginlegu verkamönnum fækkar nú óðum. Sérgreining og sérhæfing hefup einnig haldið inn reið sína inn á vinnusvið verka- mannsins eins og svo fjölmörg önnur svið. Dagsbrún var upphaf- lega félag verkamanna sem unnu á eyrinni áður en höfnin kom. Nú eru innan vébanda félagsins menn við mörg og ólík störf um allan bæ, þótt sterkur kjarni sé enn við höfnina. Þaðí breytist margt á skemmri tima en sextíu árum. Það er ólíku saman að jafna, aðstöðu verka- manna í dag og, var fyrir sextíu árum. Það er eins og svart og hvítt. Margt af því sem einu sinni þurfti að heyja baráttu fyrir, er nú talið sjálfsagt og eðlilegt og ekki lengur ágreiningsefni og rétt- indi verkafólks hafa í mörgu til- liti verið tryggð. En á tímamótum hæfir ekki einungis að horfa til baka, helaur einnig fram á við. í kjarabarátt- unni er ekkert endanlegt mark. Baráttan fyrir bættum launum og betri lifskjörum mun alltaf halda áfi'am. í þeirri baráttu skiptir miklu, að vel sé á málum haldið og annarleg sjónarmið ekki látin ráða. íslenzk verkalýðshreyfing má ekki við því að eyða kröftum sínum irmbyrðis sundrung og deilur. Er vel, ef skilningur er nú loks fyrir alvöru að vakna á gildi samtakamáttar vei'kalýðs- hreyfingarinnar í heíld. í lokin færum við svo Dags- brúnarmönnum öllum árnaðarósk- ir í tilefni þessara tímamóta í sögu félagsins, og látum í ljós þá von, að vegur félágsins mégi verða sem mestur og þar megi ævinlega veljast til forystu hinir hæfustu menn. E. G. (Stuðzt við greinar eftir VSV og Eðvarð Sigurðsson). OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC OO.OOOOOO’OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOO <>oooooooooooo<ooooooooooooooc>oooooooooooooooooooooooooooooo<c>oooooooo 0 0 0 0 DAGS- BRÖNAR- MENN AÐ STARFI Á MORGUN eru liðin sextíu ár frá því að V erkamannaf élagið Dagsbrún í Reykjavík var stofnað. í tilefni af því brá Ijósmynd- ari blaðsins sér í smá ferðalag um bæinn og tók myndir af Dags- brúnarmönnum við störf sín hér og þar um borgina. Á Klöpp við Skúlagötu var einn af félagsmönn- um Dagsbrúnar að af greiða benzín á' bíla, á öðrum stað í bæn- uin hitti hann verka- menn sem starfa að sorphreinsun á vegum Reykjavíkurborgar og loks bar hann að garði, þar sem tveir menn unnu kaldsamt starf í nepjunni í gær. (Myndir J.V.) ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. janúar 1066 ®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.