Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 4
Bitstjórar: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedlkt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiöur Guönason. — Simar: 14900 - 14903 — Augtýslngasíml: 14906. Aösetur: Alþíöuhústð vlö Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Alþýöu- blnösins. — Askrlftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 8.00 «10(81(10. Htgefaníli: Alþýðuflokkurinn. Varúð á vegum UM SÍÐASTLIÐNA helgi var haldin í Reykja- vík fjölsótt ráðstefna um umferðaröryggi, þar sem .samþykkt var að stofna land'ssamtök um baráttuna gegn umferðarslysum. Ráðstefnan tókst í alla staði ihið bezta og var þeim til sóma, sem til hennar boð- uðu. Oft hecFur verið á það bent í Alþýðublaðinu sem ög annarsstaðar, að hinn geigvænlegi fjöldi umferð árslysa hér á landi er orðinn alvarlegt þjóðfélags- vandamál, sem snertir alla íbúa landsins. Þetta er mál, sem ekki þýðir lað taka vettlingatökum, heldur .verður að vinna að með festu og dugnaði, ef tak- <ast á að lyfta þeim Grettistökum, sem nú blasa við. Ráðstefnan um umferðaröryggið er fyrsta skref ið á langri og torsóttri braut til að ráða bót á þessum vanda. í upphafi ráðstefnunnar olli það talsverðum von hrigðum, er forvígismenn tveggja fjölmennra sam- faka lýstu sig ekki tilbúna til að taka þátt í stofn- Hun landssambands gegn umferðarslysum að svo Ikomnu máli. Þessi afstaða þeirra breyttist þó síðar á betri veg, er ákveðið var að fresta um skeið að ganga endanlega frá stofnun landssambandsins. Var það vel að svo fór, enda hefði verið mjög Slæmt, ef fjölmenn almannasamtök hefðu kosið ’að átanda þiama utan við, að nokkru Ieyti vegna hræðslu um eigin hag. Varla getur verið erfitt að íinna samtökunum það form, að innan þeirra séu iheppileg tengsl milli þeirra aðildarfélaga, sem einn jg ná til alls landsins. Áður en langt um líður verður haldinn fram- haldsstofnfundur samtakanna Varúð á vegum, og er vonandi, að starfsemi þeirra geti hafizt sem fyrst. Fjárhagslegur giýindvöllur, er þegar að nokkru tryggður með ríflegu framlagi frá íslenzku bifreiða- trygging-afélögunum. / Hundrað dagar 7, ÞAÐ TÍÐKAST nú á dögum að diæma nýjar ríkisstjórnir eftir fyrstu hundrað valdadögum þeirra. Þykir líklegt, að á þeim tíma sjáist, hvort stjórn $é líkleg til stórræða. : ' Nú eru liðnir hundrað dagar, síðan hægristjórn tók við völdum í Noregi af jafnaðarmönnum. Hafði imikið verið talað um, að nú mundi algerlega skipt 'iim kerfi og ný stefna taka við. En hægrimenn í Noregi hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Enn ból- $r ekki á neinum stórbreytingum í norskum stjóm •árháttum, heldur hefur ráðleysi þótt einkenna ráðu ineyti Bortens hingað til. jf 25. janúar M66 - ALÞÝÐU8LAÐIÐ SVEINN BENEDIKTSSON FRÁ AKRANESI MinningarorS: ÞEIR eru margir sem minnast | leikja Skagamanna árið 1951 og j síðar, þegar þeir urðu fyrstir til að heimta íslandsbikarinn úr höndum Reykvíkinga og færa hann til Akraness. Nú er skarð höggvið í þá vösku sveit, er færði Akurnesingum margan sigurinn á íþróttavöllum heima og erlendis og veitti ótöld- um knattspyrnuáhugamönnum margar ánægjustundir. Sveinn Benediktsson, sem á þessum árum lék stöðu vinstri bak varöar lézt 17. janúar sl. og fer útför hans fram í dag frá Foss- vogskirkju. Sveinn var aðeins 40 ára að aldri, þegar hann féll frá. Hann var fæddur á Akranesi 6. sept. 1925 og var næst yngstur 13 barna þeirra hjóna, Guðrúnar Sveins- dóttur og Benedikts Tómassonar frá Skuld, Snemma byrjaði hann sjó- mennsku, eins og faðir hans og bræður, en hin síðari ár vann hann algenga vinnu í landi. Fyrir þremur árum fluttist hann á- 1 samt fjölskyldu sinni til Reykja- víkur og vann sem bifreiðarstjóri hjá ESSO er hann féll frá. Frá unga aldri lagði Sveinn Stund á knattspyrnuæfingar, eins óg svo fjölmargir drengir á Akra- nesi á þeim árum. Hann var snemma liðtækuf í iþróttinni og á sínum yngri árum lék hann með I yngri flokkum knattspyrnufélags- j ins ICÁRA og var alla tíð áhuga- samur félagsmaður í því félagi. Ég vil fyrir hönd KÁRA þakka honum það góða starf, sem hann lagði af mörkum fyrir vexti og við- gangi þess. Það fór aldrei sérstaklega mikið fyrir Sveini á leikvellinum og ég minnist þess ekki, að hann hafi verið valinn í úrvalslið. En eigi að síður var hann mjög traustur leikmaður og hafði einstaklega gott keppnisskap og var því mjög dugandi leikmaður fyrir lið sitt. Sveinn var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur frá Reykjavík og áttu þau þrjú börn. Ég vil fyrir mína hönd og knatt spyrnumanna á Akranesi, þakka honum fyrir margar ánægjustund- ir, jafnt á leikvelli sem utan, á undanförnum árum og ég veit, að minningin um hann verður okkur öllum hvatning til að halda merki knattspyrnunnar á Akranesi hátt á iofti á ókomnum árum, merki sem liann átti svo drjúgan þátt í að reist var á jafn myndarlegan hátt og raun ber vitni. Kónu hans, börnum og barna- börnum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkvcðjur. Helgi Daníelsson. Vinnuvéiar til Ieigu. Leigjum út pússninga-steypu- nrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Vatnsdælur o. m.fi. LEIGAN S.F. Sirnl 23480. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sírni 13-100. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Greosásvegl 18. Slml 30941 ÞAÐ ERTJ HREINUSTU vand- ræði hvað sumir þeirra, sem tala í útvarp hugsa lítið um hljóðnem ann og framburð. Það er jafnvel furðulegt hvað þaulvanir leikhús menn, sem hafa langa þjálfun í raddbeitingu hugsa lítið um þetta Ég fór að hugsa um það, síðastlið ið fimmtudagskvöid. Þegar Njörð ur P. Njarðvík ræddi við leikhús mennina Harald Björnsson og Svein Einarsson. MAHUR GAT TIL FULLS heyrt og skilið það sem stjórnandinn, eini ræðumaðurinn, sem aldrei mun hafa komið á svið, sagði, én það gekk bágar með hina. Við og við virtist leiklistarleiðbeinand inn og leikhússtjórinn Sveinn Ein ar.-son, muna eftir hljóðnemanum og tala skýrlega, en mál Haraldar Björnssonar fór fyrir ofan garð og neðan, og var það mikill skaði því aS Haraldur er allra manna fróðastur um leiklist og ekki sízt Jóhann Sigurjónsson og leikrit hans. ÁHORFANDI SKRIFAR: „Það er víst að bera í hakkafullan lækinn, að tala um bílaárekstra og bílslys, en þó langar mig til að minnast á eitt atriði í því. sambandi og væri gott að fá upplýsingar frá rétt um aðilum um það atriði sem ég geri hér að umtalsefni. m <>-C>0000000000<>00<0‘0000000000000000< ★ Heyrist illa í leiklistarmönnum. Þáttur NjarSar P. Njarðvík. ir Valda vissar bifreiðartegundir fleiri slysum en aðrar?^ ★ Nauðsyn á rannsókn. oooooooooooooooooooooooooooooooo* EG HEFI STERKAN grun um það að vissar bílategundir valdi meiri slysum . á mönnum, þegar bílar keyra hvor á annan, en aðr ar tegundir. Ég held að bílar sem enga eða litla mót'töðu hafa að framan, séu hættulegri en hinir sem hafa vélina frammí, en ekki aftur í. Sumir hinna minni bíla hafa farangursgeymslu framan við ökumanninn og er þá lítið við nám, ef bílar mætastog keyra sam an. Má segja að ökumaðurinn og ef farþegi situr hjá honum fram í, séu nær því berskjaldaðir, ef árekstur verður. ÉG ER ALVEG VISS um að það væri hin fvllsta nauð'-vn að rann saka eftirfarandi atriði.: 1. Hvaða bílategundir (bá átt við fólksbíla) valda mestum árekstrum á Þlandi Sé bá miðað við h'mdraðshluta af beim, sem eru á hifreiðaskrá. 2. Hvaða bílateaundir valda me«t um slvoum sem rekast saman, oe bá b'ka beir sem valda mestum danðaslvsum. Sé bá miðað við fjöda tegunda á bifreiðaskrá. MÆTTI FYRST gera athugan ir á öllu landinu og þá t.d. sér staklega í Reykjavík út af fyrir sig. Þegar 5Ú athugun hefði verið gerð og þá sýndi sig sem ég held fastlega að viðtakalausu bílarnir valdi mestum meiðslum og jafn vel dauðaslysum, þá kæmi til at hugunar, að banna akstur á þeim þar til þeir hafa verið styrktir að framan og þannig færarl um að1 veita viðnám en ella, ef árekst ur verður. ÞÁ HEF ÉG HEYRT að bílar, sem liafa vél aftur í, geti fram leitt kolsýrueitrað loft, sem leit ar inn í farþegaplássið, ef loft ræsting er varhugaverð. Mér finnst að þetta sé nauðsynlegt rannsóká arefni fyrir þá, sem að slysavörrt um vinna. Persónulega hefi ég. sterkan grun um að vissar tegund ir fólksbíla á okkar vondu og bugé óttu vegum séu öðrum bílum hættli legri ef árekstur verður. Hví ekkí að rannsaka slíkt?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.