Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.01.1966, Blaðsíða 7
HUGMYNDIN FÆDDIST í UPPSKIPUNARBÁTUNUM Það er næsta erfitt fyrir þá, sem Ungir eru að gera sér í hugarlund, hvernig hér var umhorfs fyrir svo eem 30 árum, því breytingar hafa verið örar, þótt litið sé til skemmri tfma. Ennþá erfiðara er þó að leita helmingi lengra aftur í tím- ann, eða sextíu ár. Engu að síður Skulum við hverfa 60 ár aftur í tímann til loka ársins 1905. Hægt og hægt var að verða breyt ing á högum og háttum manna hér á landi. Fólk var að flytjast til sjávarsíðunnar, það fækkaði heldur í sveitunum, innlend verzl- un var að slíta barnsskónum og byrja að eflast. Vélbátar voru að koma til sögunnar og við sjávar- síðuna, þar sem þéttbýli var, mynd aðist ný stétt manna. Verkamenn, sem mest unnu við uppskipun varn ings, sem uppskipunarbátar fluttu úr skipum og verkamenn báru síðan á sjálfum sér í pakkhús kaup manna. Kjör almúgans voru heldur bág á þessum tímum. Hann átti sér enga talsmenn, og menn urðu að þræla myrkranna á milli, þegar einhverja vinnu var að fá til að hafa í sig og á, og gerðu sjaldnast betur en að skrimta. Undir lok ársins 1905 fóru reyk- víkskir verkam. að hugsa til þess að stofna með sér félag. Reyndar hafði verið rætt um þetta í upp- skipunarbátunum af og til allt sum arið, en framkvæmdir drógust þó til áramóta. Ármann Jóhannson einn af stofnendum Dagsbrúnar, komst svo að orði í viðtali við VSV, sem birt var í Alþýðublaðinu fyrir 30 árum: „Ég man eftir því, að einu sinni, er við vorum á leið- inni í land, að verið var að tala um kaupið og sögðu karlarnir þá hver af öðrum, að það væri nauð- synlegt að stofna félag og gera eitthvaö. Það var þörfin, hin knýj andi nauðsyn, sem talaði....Ég þori að fullyrða, að svona tal hafi verið allt sumarið í hverjum upp- skipunarbát og yfirleitt á hverj- um vinnustað, þar sem verkamenn voru samankomnir. Margir voru stórhuga, en ýmsir löttu, eins og gengur og gerizt.” I þessu húsi var undirbúningsfundurinn haldinn. Fyrsti undirbúningsfundur verka mannafélagsins í fíeykjavík var haldinn 28. desember árið 1905 í pakkhúsi Jóns Magnússonar frá við Vesturvallagötu. Á þeim hélt Sigurður Sigurðsson búfræðingur fyrirlestur um verka mannasamtök úti í heimi, en hann hafði numið erlendis og kynnzt þar boðskap jafnaðai'stefn- unnar. Á þessum fundi mættu 36 menn og var þar samþykkt að stofna verkamannafélag í Reykja vík, „einkum í þeim tilgangi að laga vinnutímann, jafna kaupgjald- Hús Dagsbrúnar og Sjómanna félagsins við Lindargötu, ‘./VH '■ýS-’X' Itvt* 4 í/-» ■) f4i-i 6?« Off *ri /i ■ yj/t ./Á%r> r V » V/vZ t “'£/ yO> t //y.4-K i X-< ' ; J< j • /J' 'í W/m§pí /<//■■ .... /> > ■</ ■■,*■> ■ ", t y ) —■ - ' Samkomulagið um félagsstofnunúna. ið og takmarka sunnudagavinn- una.” Kaus þessi fyrsti fundur fimm manna nefnd til að semja félaginu lög og finna því nafn. Strax eftir áramótin, eða 3. jan- úar var svo haldinn annar fundur í Bárubúð. Nefndin hafði að vísu ekki alveg lokið störfum, en lagði þó fram á fundinum stofnskrá fyr- ir væntanlegt félag .Nefndin gerði það einnig að tillögu sinni, að fé- lagið skyldi heita Verkamannajé- lagið Dagsbrún. s í grein um félagið á fimmtugs- afmæli þess sagði núverandi for- maður Dagsbrúnar, Eðvarð Sig- urðsson, m.a.: ...vafalaust end- urspeglar nafngiftin vonirnar, sem sem bundnar voru við þetta nýja félag og hlutverk þess, vonina um að nýr dagur væri að rísa fyrir iítilmagnann í þjóðfélaginu.” Síð- ar segir Eðvarð: „Þúsundum verka manna hefur þetta nafn orðið eink- ar hjartfólgið og andstæðingar al- þýðunnar hafa lært að bera virð- ingu fyrir því — og ekki alltaf óttalausa.” Þessi íundur samþykkti stofn- skrá nefndarinnar og skal hún birt hér til fróðleiks. „Ver sem.r.itum nöfn vor hér undir ákve&um hér meö aö stofna fétag meö oss, er vér nefnum „Verkamannafélagiö Dagsbrún.” Mark og miö þessa félags vor á að vera: 1. Að styrkja og efla hag Og atvinnu félagsmanna. 2. Aö korna á betra skipiilagi aö þvi er alla daglaunaviniiu snertir. 3. Aö takmarka vinnu á öil- um sunnu- og helgidögum. 4. Aö auka menningu og brqð urlegan samhug innan félags- ‘ ins. ; 5. Aö styrkja þá félagsmenn eftir megni sem veröa fyrir slás um eöa öörum óhöppum.” ■ •? Undir þessa stofnskrá ritui’y.i nöfn sín 384 verkamenn og má |f því sjá, að áhugi á félagsstofnuji- inni hefur verið mikill og almenþ- ur. Geta má þess að stofnskrájn hefur varðveitzt og er til í df?g ósködduð. ) fíúmiega 3 vikum síðar var stp þriðji fundurinn haldinn í Báry- búð við Vonarstræti, en í því húsi hafa iíklegast fæðst fleiri iélí/ en nokkm öðru. Á þessum funt^i, en hann sóttu hátt á þriðja hundjr- að verkamenn, var Verkamannji- féiagið Dagsbrún formlega stofh- að. Eru því á morgun liðin nh- J Sjá næstu síöu Cj ALþÝÐ.UBLAÐIO 25.. janúar 3966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.