Alþýðublaðið - 05.02.1966, Blaðsíða 5
RUNI OG
OPIÐ BRÉF
til bænda á svæðinu frá norðan-
verðu ísafjarðardjúpi um Norður-
land og Norðausturland til Fjarð-
arheiðar og Breiðdalsheiðar.
GÓÐIR BÆNDUR !
Ekki mun þörf á að vekja at-
hygli yðar á, að fyrir Alþingi ligg-
lir nú frumvarp til laga um sinu-
brennur og meðferð elds á víða-
vangi, því að þótt þér búið fjarri
Sölum Alþingis, eruð þér svo trúir
íslenzkri bændamenningu, að þér
látið yður ekkert það óviðkom-
andi, sem varðar málefni þjóðar-
innar.
Tilgangur bréfs þessa er í fyrsta
lagi að leita álits yðar á efni 6.
gr. nefnds frumvarps, þar sem
lagt er til, að höfuðreglan um
sinubruna verði sú, að sina sé
ekki brennd eftir 1. maí ár hvert,
en ef veðrátta hamli í byggðar-
lögum yðar að mati hreppsstjóra,
megi veita leyfi til brennslu á sinu
til 15. maí.
Þér, sem ár hvert eigið þess
kost öðrum frekar að njóta radda
vorsins, munuð unna fuglalífinu,
og ekki munu aðrir skilja betur
en þér aðstöðu og lífskjör varp-
fuglanna, vegna þess að þeir, eins
og þér, eiga alla sína afkomu
undir veðurfarinu og hvað kjör-
lendi þeirra hefur þeim upp á
bjóða, og því leyfum vér oss í
fyilsta trausti að bera upp við
yður þá spurningu, hvort þér
teljið sinubrennslu slíka nauð-
syn, að óhjákvæmilegt sé, að hún
verði leyfð á tímabilinu frá 1.
til 15. maí, ef snjóalög banni, að
unnt sé að brenna sinu fyrir þann
tíma?
Getur það ekki skaðað gróður
að sina sé brennd svo síðla vors?
Og hvort teljið þér ekki, að
brennsla, sem fram fer í fjórðu
viku sumars, þegar allar tegund-
Ræða loftfsrða-
vandamól Evrópu
Tæknileg loftferðavandamál
Evrópu verða tekin til meðferðar
á fundi í Genf sem kvaddur verð-
ur saman af Albjóðaflugmála-
Stofnuninni (ICAO). Hinn 1. febr.
koma samon fnút'T'ar um 35
ianda í Evrópu og á Miðjarðar-
hafssvæðinu til að ræða meðal
annars um útbúnað flugvalla,
samræmingu flutningaþjónust-
unnar, veðurfræðileg vandamál
og öryggi einkaflugmanna.
Á þessu sviði á Evrópa við sér-
stök vandamál að stríða vegna
hinnar miklu flugumferðar,
hinna mörgu flugvalla, hinna
mörgu landa, liinna slæmu veður-
skilyrða og hinna miklu hernað-
arframkvæmda í lofti. Samkvæmt
áætlunum sem Alþjóðaflugmála-
Framhald á 10. síðu.
ir varpfugla —: um 50 talsins —
eru komnar í kjörlendi sín, muni
hafa truflandi og jafnvel eyðandi
áhrif á fuglalífið?
Vér höfum undanfarin ár bar-
izt fyrir að mynda almennings-
áilt sem snúizt gegn því, að sinu-
brunar verði leyfðir eftir 1. maí,
án tillits til Iándshluta, og bæði
Búrtaðarféiag íslands og Stéttar-
félag bænda liafa gert samþykktir,
sem falið liafa í sér tilmæli um,
að eftir 1. maí verði sina alls
ekki brennd. Vér höfum og aftur
og aftur komizt að raun um, að
almenningur hefur fyllzt gremju,
þegar hann hefur séð sinu
brennda eftir þann tíma, og hafa
margir snúið sér til sýslumanna
og kært þá, sem að brennunum
hafa staðið. Þeir hafa svo orðið
steinhissa, þegar þeir hafa verið
fræddir. á. því, að engin lög væru
til, sem börtnuðu sinubruna eftir
1. maí.
En er það ekki ákveðinn og al-
mennur vilji íslenzks sveitafólks,
að sá dagur verði lögfestur til
viðmiðunar banni við brennslu á
sinu um land allt, án tillits til
þess, hvernig vora kunni?
í öðru lagi viljum vér með
þessu bréfi leita vitneskju um
hvort það stríði ekki gegn rétt-
lætis- og sómatilfinningu ís-
lenzkra bænda og annars sveita-
fólks, að handhöfum veiðiréttar
verði heimilað í lögum um fugla
veiðár og fuglafriðun að smala
grágæsum á stöðuvötnum og sjáv-
arlónum til deyðingar, meðan þær
eru: í sárurh og geta ekki neytt
vængjanna til undankomu.
Ennfremur viljum vér leyfa
oss að spyrja: Er það ekki reynsla
íslenzkra bænda víða um land, að
á friðunartíma fugla séu allmikil
brögð að því, að ýmsir aðkomu-
menn, sem fara um viðavang, hafi
með sér byssur og skjóti fugla?
Og ef svo er, mundi þá ekki frek-
ar ástæða til að stöðva þetta fram
ferði, heidur en auka það, beint
og óbeint, með frávikum frá lög-
unum um fuglaveiðar og fugla-
friðun?
Vér leyfum oss að vænta þess,
að einhverjir yðar, helzt sem
flestir, verði til að láta í Ijós
skoðanir sínar á framangreindum
atriðum, sem allra fyrst eftir að
þér haíið lesið þetta opna bréf.
Bréf um þessi mál má senda
st,jórc( S D J ef bréfritari kýs það
frennir en senda bréf sitt beint
til Alþingis eða til þess alþingis-
manns, sem hann þekkir eða
treystir bezt.
Með vinsemd og virðingu:
t stjórn Sambands dýravernd-
unarfélags íslands.
Þorhjörn Jöhannesson, forni,
Tómas Tóm-assön, varaform.
Hilmar Norðfjörð gjaldk.
Þorst.einn Einarsson ritari.
Gúðm. Gíslason Hagalín,
Ásgeir Ó. Einarsson, Þórður
Þórðarson, meðstjórnendur.
Laugardagsgreln Gylfa Þ. Gíslasonar:
MENNINGAR
SJÓÐURI
ÞAÐ eru gléðitíðindi fyrir
alla þá, sem unna norrænni
samvinnu, að full samstaða
skuli nú hafa náðst um það,
að í síðasta lagi frá 1. janúar
1967 skuli árlegt ráðstöfunar-
fé Menningarsjóðs Norður-
landa verða um 20 millj. ísl.
króna. Svo sem kunnugt er,
var sjóðnum komið á fót á
sl. ári. Tók hann til starfa 1.
janúar sl. og hefur um 4 millj.
kr. til umráða á þessu ári.
Stjórn hans er skipuð af
menntamálaráðherrum Norð-
urlandanna og eiga í henni
sæti embættismenn í ráðuneyt-
unum.
Þessi sjóðsstofnun hefur átt
sér nokkurn aðdraganda. —
Norðurlandaráð hefur oftar en
einu sinni samþykkt áskoranir
á ríkisstjórnirnar að koma
slíkum sjóði á fót, og ríkis-
stjórnirnar hafa rætt málið.
Til skamms tima strönduðu þó
framkvæmdir á því, að í
Norðurlandaráði var það ríkj-
andi skoðun, að ráðið ætti að
eiga þeina aðild að stjórn
sjóðsins. Af hálfu sænsku rík-
isstjórnarinnar sérstaklega var
því hins vegar haldið fram, að
stjórnarvöld gætu ekki afsalað
sér ráðstöfunarrétti yfir sænsk
um fjárveitingum og að eðli
Norðurlandaráðs væri ekki
slíkt, að það ætti að ráðstafa
fé. Á Reykjavíkurfundi Norð-
urlandaráðsins í fyrra var sam-
þykkt áskorun á ríkisstjórn-
irnar um að koma 20 milljón
króna sjóði á fót og freista
þess að ná samkomulagi um
stjórn sjóðsins. Studdi ís-
lenzka ríkisstjórnin þá tillögu
Gylfi Þ. Gíslason.
og hafði samþykkt að eiga að-
ild að slíkri sjóðsstofnun. ís-
lendingar eiga að greiða 1%
heildarframlagsins eða um 200
þús. krónur. Niðurstaðan varð
hins vegar sú, fyrst og fremst
'vegna spurningarinnar um til-
högun sjóðsstjórnarinnar, að
byrjað var með tæpar 4 millj.
kr. heildarfjárveitingu, sem
ísland greiðir tæpar 40 þús.
kr. af, og bráðabirgðastjórn ,
embættismanna, sem ætlað var
að hafa samráð við mcnnta- 1
málanefnd Norðurlandaráðs í
störfum sínum. Nú hefur hins
vegar náðst samkomulag milli .
allra fimm ríkisstjórnanna um, I
að líta beri á fjárveitingar
hvers lands um sig til sjóosins
sem endanlegar, þannig, að
ríkisstjórnirnar afsali sér ráð-
stöfunarrétti yfir þeim í hend-
ur sérstakrar sjóðsstjórnar.
Hins vegar er enn eftir að
taka ákvörðun um, hvernig
þessi stjórn verður skipuð.
Ekki er þó ósennilegt, að í
henni muni eiga sæti fulltrúar
hinna fimm ríkisstjórna og
jafn margir fulltrúar, kjörnir
af Norðurlandaráðinu. En allar
ríkisstjórnirnar hafa sam-
þykkt, að í síðasta lagi 1. jan-
úar 1967 skuli a.m.k. 20 millj.
ísl. kr. verða til rúðstöfunar
fyrir væntanlega sjóðsstjórn.
Hér er ekki aðeins um það
að ræða, að fjárveitingar til
menningarsamstarfs Norður-
landa eru auknar mjög v.eru-
lega, heldur hitt, að í fyrsta
skipti er komið á fót stofnun,
sem hefur eigin fjárráð og
Norðurlandaráð verður vænt-
anlega beinn aðili að. Er hvort
tveggja ánægjuefni fyrir alla
þá, sem hafa áhuga á norrænni
samvinnu og trú á gildi henn-
ar.
Rétt fyrir mánaðamótin síðustu ,vár Jacqueline Kennedy á ferð í Vatikaninu
hejJagleiki, páfinn rétta henni hendina í kveðjuskyni.
Róm. Hér sést hans
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. febrúar