Alþýðublaðið - 05.02.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.02.1966, Blaðsíða 4
Sitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- ' trói: Eiöur GuBnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. Aösetur: AiJíýSuhúsiS viB Hvérfisgötu, Reykjavík. — PrentsmiBja Alþýðu- blaBsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakiB. Ctgefandl: Aibýöuflokkurinn. 1 ÁRÁS Á AKRANES ÞJÓÐVILJINN virðist ekki eiga annað áhuga- 1 mál þessa daga en að níða niður íslenzkan sjávar- i útveg og teljo þjóðinni trú um, að hann sé á vonar j völ vegna stefnu ríkisstjórnarinnar. Er þetta því ] furðulegra, sem heildarafli íslendinga hefur aldrei ] verið meiri og verðmæti aflans 'aldrei meira en síð astliðið ár. í gær gevði Þjóðviljinn furðulega árás á Akra- nes og Akurnesinga. Segir blaðið, að það sé „hnign andi útgerðarbær", sem sé að „veslast upp“ og fólk flytji þaðan í Iirönnum! Alþýðublaðið verður að láta í Ijós undrun yfir þessari óverðskulduðu árás á Akranes. Þar hefur verið mikil vinna og framleiðsla í sjávarutvegi og iðnaði, og íbúum hefur fjölgað hvert einasta ár, minnst um 70 manns á ári, oftast meira. Akranes er vaxandi og blómlegur bær og Akurnesingar eiga sízt allra skilið slíkar árásir sem þá, er Þjóðviljinn hefur gert. Þróu'n útgerðarmála hefur verið hin sama á Akra nesi sem annars staðar á Suðvesturlandi. Stórir og glæsilegir bátar hafa verið keyptir og þeir hafa leyst af hólmi litla og gamla báta. Síldveiði hefur verið mikil og margvísleg vinna við hana, en í Faxaflóa hefur undanfarin ár verið fiskiþurrð, sem hefur vald ] ið, því, að dregið liefur úr vinnu í frystihúsum. Al- jþýðublaðið getur fullyrt við Þjóðviljann, að Emil ] Jónsson og Benedikt Gröndal eiga ekki sök á þessu j aflaleysi. Þjóðviljinn talar um „traustan“ rekstur þriggja frystihúsa á Akranesi Hins vegar ivita Akumesing ar vel, að Fiskiver og Heimaskagi hafa átt við mikla fjárhjagserfiðlleika a|ð etja síðustu 10—15 ár, og þessir erfiðleikar voru sízt minni, þegar Lúð vík Jósefsson var sjávarútvegsmálaráðherra en þeir hafa verið síðan. Fiskiver starfaði meðan dugmikils forstjóra naut tvið, en hefur hætt störfum eftir að hann féll frá Arás Þjóðviljans á Akranes er liður í herferð blaðsins gegn fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um aukinn iðnað í landinu. Liggur í orðum blaðsins, að iðnaðurinn hafi tekið fólk frá fiski á Akranesi. Er því rétt að spyrja Þjóðviljann, hvort hann telji, að sementsverksmiðjan hefði ekki átt að rísa á Akra nesi? Telur Þjóðviljinn, að þessi verksmiðja hafi ekki orðið Alcurnesingum til góðs? jÞjóðviljinn reynir að notfæra sér aflaleysi á þoijskveiðum til að skapa úlfúð milli þeirrar grein- jfff útgerðar og annarra. Þetta er ódrengilega að ver- fð jog getur engum komið að haldi. Ríkisstjórnin hefur reynt að rétta hlut bolfiskveiða eftir mætti Og mun halda þeim tilraunum áfram, hvað sem Þjóð viljinn segir. r 4 5. febróar 196S - ALÞÝÐUBLAÐI0 m OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO; ic Hvers vegna rannsókn. Allt frá handlöngurum til arkitekta. if Rannsóknin stendur yfir. iz Óhrein hús og eyðilögS föt. Y oooooooooooooooooooooooooooooooo- KKISTINN SKKIFAR: „Byggr- ingameistarar hafa farið fram á það, að rannsókn verði gerð á byg-gingakostnaði í Reykjavík. Ég skil ekki í öðru en að allir taki undir þessa ósk byggingameistara, enda gæti þá ef til vill fengizt skýring á því, hvers vegna miklu dýrara er að byggja íbúðir af sömu stærð innan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur en annarstað- ar á landinu, jafnvel hérna við bæjardyrnar, í Kópavogi og Hafn arfirði. ÓSK B YGGIN G AMEISTAR- ANNA er áreiðanlega sprottin af því, að þeim hefur verið kennt um verðlagið á íbúðunum. Þarna munu þeir eiga einhverja sök en ekki alla, ástæðan er sú, að það er „hasar“ í byggingamálum — og allir, sem koma sálægt byggingamálunum r«yna að krafsa til sín allt sem þeir mega, allt frá yfirborguðum handlöngurum uppí arkitekta, eða öfugt, eftir því sem menn vilja hafa það, OG ALLT KEMUR þetta niður á þv: fólki, sem er í hú-næðis hraki og reynir að kaupa íbúð. Ég þekki persónulega nokkuð marga sem á undanförnum árum liafa keypt og verið að borga og ég verð að segja það, að margt af þessu fólki hefur lifað hreinu og beinu sultarlífi. Stundum er þetta þv? sjálfu að kenna vegna þess, að það hefur keypt of stóra íbúð en alls ekki alltaf. ÞÁ ER ANNAÐ, að engin áætl un hefur staðizt. Jafnvel skápar og eldhú'únnréttingar hafa kostað Frúlofunarhrlngar Fljót afgrelðsla. Sendum gegn pöstki öf » Guðm. Þorsteinsson rnllsmlSnr Bankastrætl U. helmingi meira þegar verkinu var skilað heldur en talið var líklegt að það kostaði, og vitanlega set ur allt slíkt allar áætlanir úr skorðum. Sagan, sem sögð var um daginn um isprengingamanninn er því ekkert ein dæmi. En af þessu tilefni frá byggingameisturunum langar mig að spyrja: ER ÞESSI RANNSÓKN á hygg ingakostnaði í Reykjavík ekki haf in fyrir nokkru. Opinber nefnd undir forystu Jóns Þorsteinsson ar alþingÞmanns hefur, eftir því sem mér hefur skilizt, fengið það verkefni í hendur, að rann saka hyggingakostnað og ennfrem ur að gangast fyrir byggingum íbúða til isölu og leigu, óg held um 1250 a fáum árum. Þes'ú nefnd hóf starf sitt fyrir nokkru og mun að ýmsu leyíi vera vel á veg kom in. Það verður fróðlegt að sjá skýrslur hennar.“ "-<1 FREYJA SKRIFAR: „Þú minnt ist á það eftir ofviðrið um síð ustu helgi. að ekki hefðj verið vanþörf á því að skola af Lauga veginumu tii þess að hreinsa af honum versta óþverrann. Þetta voru orð í tíma töluð, en ekkert hefun verið gert og veður mað ur nú óþverrrann jafnvel til þess að geta komizt inn í fínustu verzl anirnar og ekki nóg með það. Það má vara sig á að koma við hús in í þrengslunum á gangstéttun um, því að annars eyðileggur mað ur fötin sín. Þetta hefur hent mig og þess vegna skrifa ég þér þess ar línur. Ég get ekki iskilið, að það sé ofverk verzlanaeigenda að þvo utan framhliðar liúsa sinna.“ Hannes á hominu. Auglýsing Um úthlutun lóða undir verzlunarhús í Reykjavík. 25. febrúar n.k. rennur út frestur til að sækja um lóðir undir verzlunarhús. Úthlutað verður tveim lóðum, 1 Breiðholti og tveim lóðum í Fossvogi. Uppdrættir eru til sýnis í Skúlatúni 2, III, hæð alla virka daga frá kl. 10 — 12 og 13 — 15 nema laugardaga frá kl. 10 — 12. Borgarstjórinn í Reykjavík. Óskað eftir nemanda til viðgerðar á gjaldmælum í leigubifreið- um. Æskilegt er að umsækjandi hafi untnið við rennismíði og eða úrsmíði. Áskilið er að umsækjandi hafi gagnfræða- próf eða hliðstæða menntun og sé á aldrin- um 18 til 22 ára. Allar nánari upplýsingar verða gefnar í skrifstofu, Bifreiðastjórafélagsins Frama, Freyjugötu 26, mánudaginn 7. febr. kl. 10 til 12 f.h. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Löggildingarmaður gjaldmæla, Óskar B. Jónsson. SMURT BRAUÐ Snlttur Oplð frá kl. 9—23,30. Brauðstofap Yesturgötu 25. Sfml 16012 .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.