Alþýðublaðið - 17.02.1966, Síða 4
ÍMitflÆGiMMS)
RHstj6r«r: Gylfl GriSndat (4b.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstjómarfull-
trúl: ElBur GuSnaaon. — Slmar: 14900-14903 - Auglýslngaaíml: 1490«.
ABsetur AlþýBuhúslð vlB Hverflsgötu, Heykjavtk. — PrentsmlBja AlþýBu
ÖUBslns. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklO.
títgefandl Alþýöuflokkurlnll.
' Beefhoven
FLUTNINGUR níundu sinfóníu Beethovens er
mikill menningarviðburður á islen2íkan mælikvarða,
og er það gleðiefni, hversu mikil aðsókn hefur verið
að tónleikunum. Mun láta nærri, að um 5.000
{ manns heyri þetta fræga verk, og þarf varla að
; efast um, að sá hópur hefði orðið enn fjölmenn-
! iari, ef kostur hefði verið að endurtaka verkið oftar.
• Uefur Beetboven því skotið jafnvel vinsælustu bítl-
: um aftur fyrir sig.
Þessi anildi áihugi á háklassisku tónverki -er
ekki tilviljun. Hið gífurlega átak þjóðarinnar í
skólamálum á undanförnum áratugum kemur nú
fram í stórauknqm áhuga unga fólltsins á þeim
þáttum lista og menningar, sem beztir eru. Þar að
auki hefur Ríkisútvarpið átt ríkan þátt í að bæta
tónlistarsmekk þjóðarinnar og færa henni þann-
ig eina beztu gjöf, sem hún getur hlotið.
Það er mikið ánægjuefni, að til skuli vera í
röðum þjóðarinnar maður eins og Róbert Abra-
ham Ottóson, ,sem hefur kunnáttu, listrænar gáfur
og persónuleika til að færa upp slíkt verk. Þ'að
er ekki á margra færi að aga tvö hundruð íslend-
inga til flutnings slíks verks og takast svo vel sem
raun ber vitni. Hafi íslendingar ekki hingað til
gert sér ljóst, hvern liðsmann þeir þarna eiga, get-
ur engum blandazt um það hugur eftir flutning
níundu sinfóníunnar.
Útvarp frá Alþíngi
ÚTVARPSUMRÆÐUR frá Alþingi eru úreltar
og verður að setja um þær nýjar reglur. Fréttaflutn
ingur allur frá Alþingi þarf að gefa sem sannasta
mynd af þingstörfum, og sjónvarpið á framundan
mi'kið hlutverk á þessu sviði.
Þetta var kjarninn í frumvarpi, sem Benedikt
Gröndal hefur flutt, en þar gerir hann tillögur um
;<nýjar reglur varðandi útvarpsumræður, fréttaflutn-
íng frá þingi og sjónvarp þaðan. Hefur málinu ver-
ið mjög vel tekin af talsmönnum hinna flokkanna,
ekki sízt af forsætisráðherra, dr. Bjarna Benedikts
syni.
' Útvarpshlustenc^ur mundu án efa kunna að
•meta breytingar á útvarpsumræðum. Þeim finnst
flestum, að ræður séu yfirleitt of langar, umræð-
ur í heild of langar, iog þingmenn of hneigðir til
að tala eins og þeir væru á gamaldags þingmála-
,fundum.
>
Flokkarnir ættu uú, eins og um var talað á
{úngi á þriðjudag, ,að setja ínefnd til að fjalla um
þessi mál og semja nýjar og betri reglur.
4 17. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
m
oooooooooooooooooooooooooooooooo-
ir Stöðumælum fjölgar.
ic Og stöðugjaldið hækkar um helming.
+ 20 mínútur í stað 15.
„Hún hokin sat á kletti."
oooooooooooooooooooooooooooooooo
STÖÐUMÆLUM Á AÐ fjölffa
mikið í Reykjavík á þessu ári. Það
er eng-inn vafi á því að stöðuinael
arnir eru ein bezta endurbótin
sem gerð hefur verið í samgöngu
máliun Reykjavíkur. Með þeim
komst á skipuleg regla tun bif-
reiðastöður og almenningur neydd
ir til að taka tilit til annan-a, en
tillitið til annaria er forsenda
þess að umferðarmálin komist í lag
Það er yfirleitt tillitsleysið, sem
veldur mestum vandræðunum.
UM LEIÐ og þessi aukning á
stöðumælunum á að fara fram, er
í ráði að hækka stöðumælagjaldið
um undrað prósent, eða úp einni
krónu í tvær krónur. Þetta er
mjög mikil hækkun. Það má vera
að króna sé of lágt gjald, og of
lágt má það ekki vera. Þá er það
líklegt, að ekki sé hægt að hafa
þarna neinn milliveg og vegna
tæknilegra atriða verði að fara
upp í tvær krónur. En aðra lausn
hefði líka verið hægt að finna.
MÉR ER SAGT, að hægt sé að
stilla mælana á tíma þannig að
lengja tímann, til dæmis um fimm
mínútur. Þetta hefði átt að gpra
að í staðinn fyrir fimmtán mínút
ur kæmu tuttugu mínútur og í
staðinn fyriin 'hálftíma, kæmu
fjörutíu mínútur. Korterið er of
stutt. Fólk, sem fer í banka, eða
venjulegar verzlanir. verður stund
um að faxa úr röð sinni til þess
að hlaupa út og borga aftur í
mælinn, Ef þessi lenging á tím
anum hefði verið gerð, þá var ekk
er athugavert við það, að hækka
gjaldið um helming eins óg nú hef,
ur verið ákveðið.
ÉG HEF ÁÐUR minnst á þáttinn
Sýslurnar svara. Mór hefur þótt
Framhald á 15. síðu.