Alþýðublaðið - 17.02.1966, Page 11
t=RitstiórÍ~Örn Eidsson
Bréf sent íþróttasíðunni
Hvers vegna er léleg að-
sókn að körfuknattleik
í grein G. P. á Íþróttasíðunni i
í dag undrast hann hve fáir áhorf-
endur sæki körfuknattleikana,
sem undanfarið hafa farið fram '
í Laugardalnum. G. P. reiknar út
hve margir hafi æft og leikið
körfuknattleik hér og spyr: Hvar
er þetta fólk? (að það skuli ekki
koma að horfa á leikana.
í mörg ár tók ég þátt í hand-
knattleik, síðan árafjölda í körfu-
knattleik, ævinlega þó eingöngu
til Þcss að bregða á Jeik eftir hress-
andi fimleikastund, og hafði mikla
ánægju af.
Þegar aldurin færðist yfir hætti
ég spriklinu sjálfur, en horfi nú
á flesta stórleiki í handknattleik,
sem bjóðast og skemmti mér oft
konunglega.
En svo er það með blessaðan
körfukattleikinn! Ég horfði í |
liaust á eina 2—3 í Keflavík og
býst við ég láti það duga. Og af
liverju? Vegna þess að mér finnst
allur leikurinn snúast um dómar-
ana tvo. Þeir eru auðvitað sí-
flautandi, en í stað þess að koma
leiknum hið fyrsta í gang aftur,
eru þeir með eilífar vangaveltur
og skeggræður innbyrðis, og þurfa
jafn vel að stika út gólfið æ ofan
tWWMMMWMWIWIWMMW
Ný stjarna
í Ástralíu
Ástralía hefur eignast nýja
stjörnu, John Coyle, hann er
'24 ára gamall. Áður en kcppn
istímahil það sem nú stendur
yfir i Ástralíu hófst voru
beztu tímar Coyles sem hér
sepir: 1500 m. 3:54,9 mín.
ensk míla, 4:06,1 mín., 2
enskar mílur, 8:54,0 mín.,
3 enskar mílur, 13:46,4 mín.
og 5000 m. 14:13,8 mín., 3000
m. hindrunarhlaup, 9:03,6
■min., maraþonhlaup, 2:26.
05„0 klst.
18. janúar s.l. tók Coyle
þátt í 5000 m. hlaupi í borg
inni Geelong. Clarke var
einnig meðal keppenda, en
Coyle kom vægast sagt á
óvart með því að verða ann-
ar á hinum frábæra tíma,
13:38,0 mín. Það, er 13. bezti
tími, sem náðst hefur á vega
lengdinni frá uphafi. Bob
Schul, USA hefur einnig náð
þessum tíma.
Tveim dögum síðar tók
Coyle þátt í 3000 m. hlaupi
ásamt Clarke og nú varð
keppnin enn jafnari.. Clarke
sigraöi á 7:53,6 mín., en Co-
yle hljóp á 7:53,8 mín.
MMMMMMVMMMMMMHMM
í æ (sem raunar ætti að vera búið
að framkvæma áður en leikurinn
hefst).
Sem sagt eilífar tafir svo langar,
að spennan í leiknum verður alls
engin , en það er einmitt hún sem
áhorfendur sækjast eftir.
v'ramJiald a XS. síðu
Körfubolti
í kvöld
íslandsmótið í körfuknattleik
heldur áfram í kvöld, fimmtudag
inn 17. febrúar. Þá fara fram
tveifi leikir í fyrstu deild. Fyrri
leikurinn verður milli ÍKF og ÍR
KF-menn hafa sýnt mikinn bar
áttuvilja og dugnað í þeim. leikj
um ,sem þeir hafa leikið, en í ÍR
liðið vantar einn bezta leikmann
inn, Birgi Jakobsson, sem meidd
kt á fæti og getur þar af leiðandi
ekki leikið með að þessu sinni.
síðari leikurinn er milli hinna
gömlu keppinauta KR og Ármanns
Alltaf hefur verið hörð keppni
milli þessara tveggja liða og get
ur brugðið til beggja vona nú sem
fyrr.
Úrslit þessara leikja hafa mik
ið að segja, þar sem þrjú lið eru
enn taplaus í mótinu eða Ármann
(4st.\ ÍR (2st.) og KR (2st.). Eftir
þes'-a leiki ættu því línurnar að
fara að skýrast í fyrri umferð, en
gaman verður að sjá hverju fram
vindur, því sjaldan hafa fyrstu
deildar liðin verið eins jöfn að
styrkleika og nú Keppnin liefst
kl. 8,15 að Hálogalandi.
Pólland vann
Noreg 16-14
Pólverjar sigruðu Noreg með
16 mörkum gegn 14 í landsleik í
Osló í gærkvöldi. Staðan í hléi
var 10-8 fyrir Pólland. NTB-frétta
stofan segir að sigur Pólverja
hafi verið verðskuldaður. Pólland
byrjaði síðari hálfleik vel og
kom:t í 14-9. Síðan lagfærðu Norð
menn stöðuna í 14-11 Pólverjar
komust í 16h11, en Norðmenn
skoruðu þrjú síðustu mörk leiks
ins. Klozek skoraði flest mörk Pói
verja, 5 talsins. Weglarz og Miele
sczuzuk skoruðu þrjú mörk hvor.
Per Graver skoraði flest mörk
Norðmanna, eða 5, en Inge Han-
'■en og Thorstein Hansen 4 hvor
og Joan Reinertsen 1.
Myndirnar á Íþróttasíð-
unni í dag eru frá Hamra-
gilsmóti og Stórsvigsmóti
Ármanns sem fram fór um
helgina: ,
1. Björn Þór Ólafsson, Ól-
afsfirði.
2. Óðinn Árnason farar-
stjóri Akureyringanna ásámt
tvíburasonum sínum Ingva
(t.v.) og Árna (t.h.) Árni
varð sigurvegari í stórsvigi
og nr. 3 í svigi. Ingvi varð nr.
3 í stórsvigi.
3. Árdis Þórðardóttir Siglu
firði, sigurvegari á báðum
mótunum. í kvennaflokki.
4. Eysteinn Þórðarson ÍR ,
sigurvegari á báðum mótun-
um í karlaflokki,
5. Frá vinstri: Karólína
Guðmundsdóttir, Akureyri,
Marta B. Guðmundsdáttir,
KR, Guðrún Siglaugsdótlir,
Akureyri, Guðrún Björnss-
dóttir, Ármanni, Hrafnhildur
Helgadóttir, Ármanni Árdís
Þórðardóttir, Siglufirði.
6. Keppendur frá Akureyri.
og Reykjavík í drengjaflokki.
MIIHMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM' MIHMMMMMMMMMMMMMMMMMMMtMI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. febrúar 1966