Alþýðublaðið - 22.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.02.1966, Blaðsíða 8
j' í' Ford Cortina á íslenzkum vegum! CORTINA „66“ er rúmgóður fjölskyldubíll með: Stórt farangursrými. Diskhemla á framhjólum. Loftræstingu með lokaðar rúður. Þess vegna er CORTINA kjörinn FERÐABILL. CORTINA ER METSÖLUBÍLL, sem unnið hefur yfir 200 sigra í alþjóðjegum aksturskeppnum. -AfeTnAA- Loftræsting með lokaðar rúður. UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Munaði I mjóu | □ TVEIR bandarískir flusmenn ! 'fengu heldur betur skrekk þeg ! ar Loekheed Jetstarvél þeirra hrapaði í lóðréttu spinni Vélin hrapaði 13000 fet, en þeir gótu rétt hana við rétt yfir jörðinni með því að gefa mótorunum fuilt benzín, spyrna báðum fót unm í mælaborðið og toga af öllum kröftum í hæðarstýrin. Þegar þeir voru lentir kom í ljós að tveir boltar höfðu losnað af stélinu, skemmt jafnvæigis- stýrið og fest hæðarstýrið niðri. Aðvörun var þegar send frá Locfcheed verksmiðjunum til allra sem eiga Jetstar vélar, en rannsókn leiddi í ljós að hér var um „eðlilegt*' óhapp að ræða en ekki verfcsmið.iugalla. Atvik þetta skeði 24 klst áður en Johnson farseti flaug t'il Huston í Jetstar vél sinni, til þess að óska geimförunum Me Divitt oig White til hamingju með Gemini 4 ferð þeirra. FJÖRUGAR umræður fara um f þessar mundir fram í Bandaríkj unum um markmið og leiðir í Vietnamdeilunni. í utanríkismála nefnd öldungadeildarinnar fara fram sérstakar „yfirheyrslur" undir stjórn formanns hennar, J. W. Fulbrights, sem sjálfur er í liópi þeirra, sem eru vantrúaðir á stefnu Johnsons forseta í deilunni. Þessar umræður hafa greini- lega leitt í ljós, að talsverðar efa semdir gera vart við sig meðal.. háttsettra manna í Bandaríkjun um, bæði meðal stjórnmálamanna diplómata og herforingja. Þessar efasemdir stafa ekki hvað sízt af þeim ugg, að Vietnamdeilan geti hæglega leitt til tröllaukins styrk leikaprófs milli Bandaríkjanna og Kína, en margir gagnrýnendur stjórnarinnar líta svo á að forðast beri slíkt styrkleikapróf á kjarn orkuöld. Efasemdirnar komu áþreifanlega í ljós í sambandi við endurupptöku loftárásanna á Norður-Vietnam. Á þetta var litið sem skref í áttina að útbreiðrlu stríðsins. Enn sem komið er virðist stjórnin hins veg ar vera fastákveðin í að takmarka árásirnar og fyrirskipa ekki loft árásir á hin stóru iðnaðar og íbúð arhverfi umhverfis Hanoi og hafn aborgina Haiphong eins og hægri menn í Bandaríkjunum hafa hvatt til. Johnson forseti heldur þannig jafnvægi milli ,,haukanna“ þ.e. hinna herskáu, og „dúfnanna", sem vilja að fyllstu varúðar sé gætt, en um leið kemst hann að raun um, að hvorugur hópurinn er ánægður. í HINUM opinskáu rannsóknum utanríki; málanefndarinnar á stefnunni í Vietnammálinu hefur margt athyglisvert komið fram. George Kennan, fv. diplómat og séríræðingur í málefnum Austur- Evrópu. liélt því fram, að stjórn in legði of mikla áherziu á hern aðarhliðina. Hann kvaðst ekki telja, að ,,sigur“ væri hugsanleg ur ef með því væri átt við að upp ræta yrði alla andspyrnu gegn suð ur-vietnamisku stjórninni neyða andstæðinginn til að lúta vilja Bandaríkjastjórnar og hrinda í framkvæmd öllum yfirlýstum stefnumiðum. Hann kvaðst ei vera þeirrar skoðunar, að Bandaríkja menn yrðu að hörfa frá Vietnam í bráð. Það taldi James M. Gavin hers höfðingi, annað vitni sem nefnd in kallaði fyrir, ekki heldur en hann lagði áherzlu á nauðsyn þess að Bandaríkiamenn takmörkuðu hernaðinn. Hann er kunnur stuðn ingsmaður hinnar svokölluðu kyrr stöðustefnu og vill að bandarísku herinennirnir búi rammlega um Mg á vissum afmörkuðum svæðum, sem síðan megi byggja upp og gera f.iandmanninum með jjllu ó kleift að ná á sitt vald. Gavin taldi, að þar sem í Ijós h.efði komið að úrslit yrðu ekki knúin fram með vopnavaldi yrði að undirbúa jarðveginn fyrir póli tiska lausn. Ein lielzta röksemd Gavins er sú, að ef Bandaríkja menn auka herráðin í Suður Viet nam neyðist þeir til að fækka hersveitum sínum annars slaðar í heiminum. Með o o móti 3 22. febrúar 1966 - ALÞÝÐliBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.