Alþýðublaðið - 22.02.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.02.1966, Blaðsíða 9
harðnað og ástæðan til þess að við horfin hafa harðnað, er sú, að Bandaríkjamenn telja mótaðilann ekki hafa áhuga á samningaviðræð um. Er þá tröllaukið styrkleikapróf Bandaríkjamanna og Kínverja hugsanlegt eins og málum er nú komið? Hoger Hilsman Jr., sér- fræðingur í Asíumálefnum og fv. aðstoðarutanríkisráðherra, sem nú er prófessor við Columbía-háskóla staðhæfir að fyrirsjáanlegt sé að Bandaríkjamenn og Kínverjar rek ist á ef dæma eigi eftir stefnu þeirri sem þeir fylgja nú, og hljóti þetta að leiða til styrjaldar á einn eða annan hátt. Hann tel ur, að Kínverjar séu haldnir svo miklum metnaði, að þeir kunni að knýja fram styrkleikapróf. Hann heldur því síður en svo uppi ein liliða gagnrýni á stefnu Bandaríkja stjórnar í Asíumálum. Gavin hershöfðingi ||RIÐJA vitnið, sem nefndin *kallaði fyrir, Maxvvell Tayior hershöfðingi, fv. forseti banda- ríska herráðsins og fv. sendiherra í Suður-Vietnam, lýsti sig andvíg an kyrrstöðustefnu Gavins, sem bann taldi að auka myndi baráttu hug Vietcong og draga úr baráttu iþreki bandarísku hermannanna, sem stæðu vel að vígi um þessar mundir í viðureigninni við Viet cong en yrðu að gegna niðurlægj andi hlutvei'ki ef kyrrstöðustefn unni yrði framfylgt og mundi það iama baráttuþrek þeirra. Hann taldi ósennilegt, að Kínverjar drægjust inn í deiluna, jafnvel þótt 600.000 bandarískir hermenn yrðu sendir til Suður-Vietnam, enda ættu þeir við efnahagsörðug ■ leika að stríða og vegna deilunn ar við Rússa gætu þeir ekki veikt varnir landsins. Taylor hershöfðingi reyndi í framburði sínum að eyða þeim ugg„ sem bæði Kennan og Gavin eru haldnir, að stefna sú, sem nú er f.vlgt, kunni að verða til þess, að Bandaríkin dragist inn í víð tæka og kostnaðarsama iandsstyrj öld á meginlandi Asíu. Einn þeirra, sem lengi hafa varað ein dregið við þessum möguleikum, er fréttaskýrandinn Walter Lipp mann, sem telur að Johnson for seti hafi orðið að láta í minni pokann fyrir Ky marskálki, for sætisráðhertra Suður-Vietnam, á Honolulu-ráðstefnunni fyrir skemmstu. Lippmann telur að svo virðist sem bandaríska stjórnin leggi ekki eins mikla áherzlu á möguleikana á samningaviðræðum og áður. í þess stað hafi stjórnin rígbundið sig við þau sjónarmið, að sigra beri hersveitir fjandmannanna og end urreisa byggðir landsins um leið og hersveitir Vietcong eru hraktar þaðan. ÍKVÖRÐUNINA um endurupp Mtöku loftárásanna og hinn yf irlýsta stuðning við Ky-stjórnina á ráðstefnunni í Honolulu má því ef til vill túlka sem svo, að afstaða Bandaríkjastjórnar sé rígbundin. Engin ástæða er til að ætla, að Johnson stjórnin fari út í öfgar og að stóraukinn vígbúnaður sé' á næsta leiti. En stefna sú, sem nú er fylgt, sýnir að viðhorfin hafa UINS vegar er hann þeirrar ,fskoðunar að framtíðarstefna Bandaríkjanna verði að vera sú að hörfa frá Asíu og fá löndunum í álfunni smám saman það verk efni að viðhalda valdajafnvæginu gagnvart Kína. Hann sér fyrir sér Indland og Japan sem hornsteina öryggiskerfis gegn Kinverjum í framtíðinni. I-Ivað Suðaustur-Asíu snertir leggur hann til að hún verði gerð hiutlaus. Hann hugsar sér, að Laos, Kambódía og Suður Vietnam verði látin mynda hlut laus svæði á landamærum Kína. Um leið og hann gerir ráð fyrir nauðsyn liernaðaraðstoðar við Suð ur-Vietnam um langa framtíð svo að þar megi halda velli hvetur hann eindregið til þess, að gerðar verði ákveðnar tilraunir til þess að bæta sambúðina við Kínverja Hilsman telur þátttöku Kínverja í afvopnunarviðræðunum í Genf, afnám hamla á ferðum bandarísk ra borgara til Kína og endurskoð un stefnunnar á sviði verzlunar við Kína kunnj að hafa heillavænleg áhrif. Hilsman telur með öðrum orð um ,að þörf sé á nýrri bandarískri stefnu gagnvart Kína. Margir Bandaríkjamenn eru honum sam mála, en í svipinn eru þessar radd ir ekki háværar. FULBRIGHT Herrabuxur Nýkomnar dökkgráar herrabuxur úr TERLANKA (hliðstætt terylene). Mjög gott snið. — Vandað efni. Margar stærðir. Verð kr. 595,- Miklatorgi — Lækjargötu 4. Ryðfrí búsáhöld MIKIÐ ÚRVAL — GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ. Smiöjubúðm við Háteigsveg — Sími 21222. Ársháfið félags SnæfeSlinga og HnappdæEinga í Reykjavík verður haldin á Hótel Borg laugardaginn 27. febrúar kl. 7.00 s.d. — Góð skemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðar verða afthentir að Hótel Borg isuðurdyr) miðvikudag, firnmtudag o@ fö'studag frá kl. 5 — 7 s.d. Borðpantanir á sama tíma. Skemmtinefndin. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á 230 rúmdýnum úr lystadún, gúmfrauði eða hliðstæðum efnum, fyrir borgarsjúkra- húsið í Fossvogi. Úthoðsskilmálar eru aflhentir í skrifstofu vorri Vonar- stræti u. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Skrifstofustúlkur óskast Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða stúlk- ur til starfa á skrifstofum félagsins í Lækj- argötu 2 í Reykjavík, strax eða á vori kom- anda. Hér er um sumarstörf að ræða, en fast- ráðning kemur til greina að hausti. Nokk- ur kunnátta í ensku og dönsku nauðsynleg, einnig vélritunarkunnátta. Umsóknareyðublöðum, er fást á skrifstof- um vorum, sé skilað til starfsmannahalds félagsins fyrir 1. marz n.k. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. febrúar 1966 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.