Alþýðublaðið - 22.02.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.02.1966, Blaðsíða 11
Haukar sigruðu KR í I. deild 23:19 ✓ Fram vann Armann auðveldlega TVEIR leikir voru háðir í I. deild íslandsmótsins í handknatt- leik á sunnudag. Haukar sigruðu KR í allspennandi leik með 23 mörkum gegn 19 og Fram hafði yfirburði í lelknum við Ármann, vann með 40 mörkum gegn 25. Haukar — KR 23:19 (14:9) Viðureign Hauka og KR var skemmtil., sérstaklega í fyrri hálf leik. KR-ingum gekk betur í upp- hafi, Karl Jóhannsson var sérstak- lega markheppinn. Um miðjan hálfleikinn jöfnuðu Haukar 6:6 og síðustu mínútur hálfleiksins, þegar Haukar gættu sín betur á Karli, tókst þeim að skapa sér fimm marka forskot fyrir hlé, 14:9. Síðari hálfleikur var jafnari, Haukar breikkuðu að vísu bilið fyrstu mínútur hálfleiksins, kom- ust í 17:10. KR-ingar minnkuðu aftur á móti bilið jafnt og þétt og 10 mínútum fyrir leikslok, var munurinn aðeins 2 mörk 19:17. Haukar voru harðari í lokin og unnu verðskuldaðan sigur 23:19. Lið Hauka er jafnt og skemmti legt en beztir eru Matthías, Stef- án Jónsson, Viðar og markvörður- inn, Logi Kristjánsson, sem varði ágætlega. Karl Jóhannsson var langbezti maður KR-liðsins og án hans er KR ekki upp á marga fiska. Dómari var Gestur Sigurgeirs- son og dæmdi vel. Frain — Ármann 40:25 (22:14) Það var mikið markaregn í við- ureign Fram og Ármanns, alls 65 mörk á 60 mínútum! Ármenningar byrjuðu vel, skoruðu tvö fyrstu Framhald á 14. síðu. I gær lauk keppni í nor- rænni tvíkeppni á HM í Osló. Sigurvegari varð Georg Thoma, V-Þýzkalandi 443,04, þriðji Alois Kaelin, Sviss, 440,73. Enginn Norðurlanda- búa var meðal sex beztu. Að lokinni keppni í íjórum greinum hafa Norðmenn hlot ið 2 gull, Finnar 1, Sovét i, V-Þýzkaland 1. Norðmehn hafa einnig forystu l stiga- k'eppninni með 23 stig, Finn- land 19 og Sovét 17. mMMMtMMMMMMHMmW NORÐMENN SIGURSÆLIR HEIMSMEISTARAKEPPNIN í norrænum skíðagreinum (göngu og stökki) hélt áfram í Osló um helgina. I blaðinu á sunnudag skýrðum við frá úrslitum í 10 km. göngu kvenna, en á sunnudag var keppt í 15 km. göngu kœrla og skíðastökki, minni stökkbraut. Einnig hófst keppni í tvíkeppni (göngu og stökki). Norðmenn voru sigursælir á sunnudag, Gjermund Eggen varð heimsmeistari í 15 km. göngu og hafði forystu mestalla leiðina. Tími hans var 47 min. 56,2 sek. Ole Ellefsæter, Noregi varð annar á 48:11,3 klst. þriðji Odd Martin- sen, Noregi, 48:11,7 klst. fjórði Bjarne Andersson, Svíþjóð, 48: 22.8 klst. fimmti Kalevi Laurila, Finnland, 48:23,8 klst. og sjötti Eero Mantyranta, Finnlandi, 48: 29.8 klst. Fyrsti Rússinn var Ve- Verkerk, Hollandi heims- meistari í skautahlaupi Gunnlaugur 16 mörk á sunnudag. HOLLENDINGURINN Cees Verk- erk varð heimsmeislari í skauta- hlaupi 1966, en mótið var haldið i Gautaborg um helgina. Verkerk hlaut 182,770 stig og sigraði einn- ig í þrem einstaklingsgreinum mótsins. Annár varð landi hans Ard Schenk með 183,498 stig, en hann varð Evrópumeistari fyrir noklcrum vikum. Þriðji varð Jonny Nilsson, Svíþjóð, 184,733 stig, fjórði Per Willy GiUtormsen, Nor-. egi 184,990 stig, fimmti Svein Erik Stiansen, Noregi, 185,295 stig. og sjötti Edvard Matusevitsj, Sov- étríkjunum, 185,427 stig. Úrslit í einstökm greinum: 500 m.: Tom Gray, USA, 41,0 sek. (vallarmct) Suzulci, Japan, 41,2 sek., Keller V-Þýskalandi 41,6 sek. 1500 m.: Cees Verkerk, Holl. 2:12,9 mín., Jonny Nilsson, Sví- þjóð, 2.14,5 mín, Svein Erik Stian- sen, Noregi 2:15,0 min. 1500 m.: Verkerk, Holl. 7:42,9 mín., Fred A. Maier, Noregi, 7:43,2 mín., Ard Schenk, Holl. 7:44,0 10.000 m.: Verkerk, Holl. 16:21,6 mín., Jonny Nilsson, Svíþjóð, 16:32,2 mín., Per Willy Guttorm- sen, Noregi, 16:38,4 mín. denin varð áttundi. Hinn 22ja ára gamli Björn Wir- kola varð heimsmeistari í skíðar stökld hlaut alls 234,6 stig og stökk 79,5 m. og 78,0 m. Dieter Neuendorf, Au.-Þýzkalandi varð annar, hlaut 230,8 stig og stökk 79.5 m. og 77,5 m. Þriðji var Paavo Lukkariniemi, Finnlandi með 228,8 stig og stökk 77,5 m. Fjórði varð Jiri Raska, Tékkóslóvakíu með 218.5 stig, fimmti Veit Kuehert, Au.-Þýzkalandi og sjötti Kell Sjö- berg, Svíþjóð, 212,1 stig. Austur Berlín 21. 2. (NTB-Reuter.) Jiirgen May setti heimsmet í míluhlaupi innan húss á sunnu dag, hljóp á 3:58,2 mín. Landi hans S. Hermann átti gamla met ið 3:58,6 mín. Staðaní I. deild Fram 4 4 0 0 8 117:91 Valur 4 3 0 1 6 105:94 FH 3 2 0 1 4 66:61 Haukar 4 2 0 2 4 84:93 KR 4 1 0 3 2 84:93 Ármann 5 0 0 5 0 112:143 í kvöld fara frain tveir leikir í I. deild íslandsmótsins i hand knattleik. Þá leika Haukar og Ár mann og Valur og Fram. Báðir leikirnir geta orðið skemmtilegir. PÁLL EIRÍKSSON, FH sex mörk i Prag Dukla vann FH 23:16 í mjög góðum leik FH og DUKLA PRAG léku síðari leik sinn í Evrópubikarkeppninni á sunnudag í Prag. Dukla sigraði með 23 mörkum gegn 16 og það kom ekki á óvart. Staðan í hléi var 12:6 fyrir Dukla. í fréttum frá Prag segir, að leik urinn hafi verið mjög góður af beggja hálfu, hratt leikinn og skemmtilegur. Tékkarnir áttu betri skyttur og það gerði gæfumuninn. Dómarinn í leiknum var Vojocic frá Júgóslavíu. FH er nú úr leik í Evrópukeppn inni, en þrátt fyrir tapið gegn Dukla, er ekki hægt að segja ann- að en Hafnfirðingar hafi staðið sig með ágætum. Tékkarnir eru nú komnir í undanúrslit og dregið verður um það í París í næstu viku, hvaða lið þeir leika við næst. Áhorfendur að leiknum $. sunnudag voru um 1000. Mörk FH skoruðu Páll Eiríksson 6, Geir Hallsteinsson, Birgir Bjömsson og Guðlaugur Gíslason 2 hver, Einar Sigurðsson, Þoi'- valdur Pálsson, Örn Hallsteinssoa og Auðunn Óskarsson 1 hver. Mörk Dukla skoruðu Razek 6, Benes 5, Trojan og Duda 3 hvor, Konekkly og Mares 2 hvor. > Bendix hraðhreinsun - Bendix hraðhreinsun Höfum opnað FATAHREINSUN AÐ STARMÝRI 2 með Bendix hraðhreinsunarvélum. Hreinsum 4 kg. af fatnaði fyrir 210 kr. 30 kr. fyrir hvert kíló að 4 kílóum. — 20 kr. fyrir hvert kíló þar yfir. Algjörlega lyktarlaust BENDIX hraðhreinsun Starmýri 2. . ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. febrúar 196b ÍS,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.