Alþýðublaðið - 23.03.1966, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Qupperneq 1
Miðvikudagur ?3. marz 1968 - 46. árg. - 68. tbi. - VERÐ: 5 KR. 20 árekstrar Mesti kosningasigur sem um getur í Finnlandi: WWMWWWWUWWWMWMWMMWWWMWWWW Einmánuður heilsar okkur ‘ heldur kuldalega í ár, enda hefur hann löngum reynzt íslendingum þungur i skauti. AfSfaranótt sunnudags fór að kyngja niður snjó um land allt og hafa vegir víða lokast eða eru mjög þung- færir. Á mánudag sl. var góuþrællinn og gekk þá á með hriðarbyljum og í gær hófst einmánuður. Hafði þá stytt að mestu upp á Suð- vesturlandi og kólnað. — í Reykjavík var talsverður snjór á götum og áttu bif- reiðastjórar erfitt með að komast lei'ðar sinnar vegna hálku. Mikið var um á- rekstra af þessum sökum. Börnin virtust þau einu sem kunnu að meta veður- lagið og snjóinn og mátti hvarvetna sjá þau að leik á skíðum, sleðum og svo að uppáhaldsleik þeirra, til hrellingar öðrum bæjarbú- um — snjókastinu. JAFNAÐARMENN TAKA NÚ VIÐ STJÖRNARFORYSTU NNI halda þessir - tvelr flokkar' velli og vinstri' flokkárnir fá hreinan meirihluta á nýkjörhu ■þingjí, . 105 ' þíngsæti gegn' 95 þingsætum -borgaraflokkanna. Á síðasta 'þingi höf ðu borgara- flokkarnir 113 þingsæti en vinstri flokkamir 87. Búizt ér við, að hið breýtta ástand á rikisþin'ginu leiði til þess að jafnaðarmenn taki við stjórnarforystunni í fyrsta sinn síðan 1958. En leiðtogi flokksins Rafael Paasio, hefur tekið fram, að hrein vinstrisfjóm sé ékki tíma'bær og því er óvíst hvaða flokkar verði með jafnaðarmönn um í ríkisstjóra. Fréttaritarar í Helsinki telja, að úrslit kosninganna séu að sumu leyti mótmæli gegn bændaveld- inu svokallaða, það er margra ára stjórnarforystu Miðflokksins og drottnunaraðstöðu hans í finnskum stjómmálum. Þó telja margir, að Miðflokkurinn fái full trúa í næstu stjórn, og að þar með verði hin rauð-græna sam- steypustjóm jafnaðarmanna og Miðflokksins endurvakin. Þessir tveir flokkar voru saman í ríkis stjóm mestallan siðasta áratug, og eftir kosningar hafa þeir hrein Framhald á 15. giðu Óíyktarsprengju varpað á Wilsooi kondon, 22.3. Ntb-Reuter Ólyktarsprergju var kastað í annað auga Wilsons forsætisráð- herra Breta á kosningafundi í London í gærkveldi. Talið er að litlu glasi, sem hent var í ráðherrann hafi verið ammóniak, en Wilson slasaðist ekki alvarlega. Læknir, sem skoð aði augað strax á eftir sagði það hólgið, en kvað ráðherrann mundi verða búinn að ná sér eft ir tvo daga. Útvarpsumræöur í 3 eöa 4 kvöid ÚTVARPSUMRÆÐA um van- trauststillögu framsóknar- og al- þýðubandalagsmanna fer fram á Alþingi á föstudagskvöld. Sam- kvæmt lögum eiga umræður um vantrauststillögu að ganga fyrir Öðrum málum, eins og nú verður. Tala flokkarnir þrjár úmræður (25, 15 og 15 mínútur) í þessari Reykjavík. — ÓTJ. TUTTUGU árekstrar höfðu orffið | í Reykjavík í gær, er Alþýðublaðið hafði samband við lögregluvarð-1 stofuna um sex-leytið. Ekki urðu \ teljandi slys í neinum þeirra, en \ hins vegar oft töluverðar skemmd- ir á farartækjunum. Hálka var mikil eins og þeir fundu, sem hættu sér út fyrir dyr og gekk mönnum því stundum erfiðlega að hemla, þegar það átti viff. röð: Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur. Fyrir Alþýðuflokk- inn tala í umræðunum Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þorsteinsson og Benedikt Gröndal. Ríkisstjórnin ræddi við stjórn- arandstöðuflokkana í síðastliðinni viku um afgreiðslu álbræðslumáls- ins. Skímðu ráðherrar þá svo frá, að stjórnin mundi sjálf óska eftir útvarpsumræðum um álmálið, þar eð hún óskaði eftir að leggja mál- ið fyrir þjóðina í heild. Við þessa fregn brá þeim Ey- steini Jónssyni og Lúðvíki Jósefs- syni. Báðu þeir um frest til að at- huga sinn gang, og svöruðu á mánu dag með vantrauststillögunni. — Með þessu eru þeir að tryggja sér, að rætt verði um ál.nálið í útvarpi, áður en öll skjöl í málinu hafa komið fram, og einnig tryggja þeir sér, að fyrsta útvarpsum- ræðan verði ekki um álmálið eitt, heldur almenns eðlis. Svo gæti farið, að nú yrðu út- varpsumræður frá Alþingi fjögur kvöld þær fáu vikur, sem eftir eru til þingloka, en það er von manna á þingi, að því verði slitið rúmum mánuði fyrir bæjarstjón.arkosn- ingar. Vantraustið er ein um- I ræða, álmálið önnur, og avo eru | eftir venjulegar eldhúsumi'æður í | tvö kvöld, sem fyrirskipaöar eru í lögum. Má þó búast við, að flokksforingjarnir telji ólílilegt að þjóðin verði hrifin af svo miklu Framhald á 14. síðu. HELSINKI, 22. marz (NTB). — Finnsku þingkosningarnar á eunnudaginn og mánudaginn hafa gerþreytt stjómmálaástandinu í Finnlandi. Flestir höfðu búizt við . nokkrum breytingum á þingsæta skiptingu flokkanna, en engan grunaði að breytingarnar yrðu eins miklar og raun ber vitni. Fylkisaukning jafnaðarmanna varð svo stórkostlegr. að enginn stjórnmálaflokkur í Finnlandi hef . ur sigrað eins frækilega í þing kosningum. Talningu utankjörstaðaratkvæða er ekki lokið, en samkvæmt hráðabirgðaúrslitum fengu jafnað armenn 56 þingsæti og juku þingmannatölu sína um 50%. Flokkurinn virðist hafa si'grazt á klofningi þeim, sem ríkt hef ur í verkalýðshreyfingunni um árabil. í síðustu kosningum, 1962, olli klofningurinn 'því, að jafnaðarmenn fengu aðeins 38 þingsæti. Kommúnistar misstu fimm þingsæti til klofningsflokks jafn aðarman>’ a. Símoníta. Kommúnist ar hafa nú 42 þingsæti i stað 47 áður, en Símonftar 7 þingsæti í stað tveggja áður. Þessir tveir flokkar buðu fram sameiginlega lista um allt landið, og gerðu kommúnistar ekki ráð fyrir að jþt/ssi 'kc^aingasamvirna leiddi til þess að Símonítar sviptu þá fimm þingsætum. En samanlagt Slys á Eiger Kleine Schneidegg, Sviss. 22. marz. (ntb-afp). Fyrirliði flokks brezkra og bandarískra fjallgöngumanna er reyna að klífa tind Eiger- fjalls í Sviss norðanmegin, John Harlan, beið bana í dag er hann missti fótfestuna og fcll um 1000 metra. Harlan skrikaði fótur, þegar hann var um það bil 500 m. frá tindi fjallsins, sem er 3.- 946 jnetra hátt. Siðan 1935 hafa 28 fjallgöngumenn beðið bana í tilraunum til að klífa upp norðurhlíð Eigerfjalls.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.