Alþýðublaðið - 23.03.1966, Page 6

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Page 6
Víkmgornir voru framúrskarandi góðir skipasmiðir GLUGGINN í fyrsta skipti á okkar tímum hefur veri'ð hafizt handa um að smíða nákvæma eftirlíkingu af vík- ingaskipi — eingöngu með þeim verkfærura, sem víkingarnir sjálfir höfðu til verksins. Það er danskur yfirkennari, Hart vig Nilsen að nafni, sem með að- stoð fleiri góðra manna hefur tek- ið að sér þetta óvenjulega verk. Takinark þeirra er að sanna, að víkingarnir voru langtum snjall- ari handverksmenn heldur en hing að til hefur verið talið. Líkur eru fyrir j ví, að þeir, fyrir meira en 1000 árum síðan, hafi smíðað far- kosti, sem hefðu í fullu tré við nú tíma seglskip. Það er skoðun Hartvig Nielsen og margra sérfræðinga, að skipa- smiðir okkar tíma gætu margt lært af víkingunum. Hartvig Nielsen vinnur meff áhöldum víkniganna. EIKARSTOFNINN í skólagarðinum, við skóla þann, sem Hartvig Nielsen kennir við, liggur 6 tonna eikarstofn, og þeg- ar vorar tekur, verður honum breytt í líkan af víkingaskipi því, sem er í Bygdþ — safninu hjá Oslo. Vísindasjóður ríkisins hefur lagt fram 12 þús. kr. til verksins, og forstöðumaður skipadeildar Þjóð- minjasafnsins fylgist af áhuga með þessari tilraun. Hartvig Nielsen smíðaði fyrir þremur árum síðan eftirmynd af Ladbyskipinu frá Kerteminde, hinu fræga „Imme Gram”. Naut hann við það aðstoðar skáta frá Jótlandi, enda skipið í eigu dönsku skátahreyfingarinnar. FER VEL í SJÓ Skip þetta varð til þess, að álit margra sérfræðinga á víkingaskip- um breyttist. Fram til þessa tíma höfðu menn talið, að skip eins og „Immre Gram“ færu illa í sjó, og ekki tii þess fallin, að ganga fyrir seglum. En í ljós hafa komið gagnstæðir eiginleikar. Andstætt því sem vi/ hafði verið búizt var sjóhæfni þess einstök. Nýja skipið verður tals vert minna en „Imme Gram“ sem er rúmir 20 metrar á lengd, og hef- ur þóftur fvrir 34 ræðara. Hins vegar verður það, gagn- stætt „Imme Gram”, rétt smíðað. Borðunum, sem nota á, verður flett af stofninum, og fást þannig mun sterkari borð en þau, sem sög- uð eru. MERGGEISliARNIR — Þegar við smíðuðum „Imme Gram”. höfðum við enga mögu- Framhald á 10. síffu. Verffa flugfélögin dæmd til aff greiffa milljónir í skaffabætur? Flugfélögin skaðabótaskyld Mikið hefur verið skrifað um það í erlendum blöðum, hvort hús- eigendur ættu ekki kröfur á flugfé lögin vegna hávaða þess, sem staf- ar af þotum þeirra, þegar þær fljúga rétt yfir eða hjá húsum þeirra í flugtaki og lendingu. Þetta hefur leitt til þess, að franskur húseigandi í Nice hefur stefnt flugfélaginu Air France til greiðslu hárra bóta vegna tjóns þess og óþæginda, sem hávaðinn frá þotum flugfélagsins veldur í- búum húss, sem hann á nálægt flugvellinum. Má búast við því að niðurstaðan eigi eftir að valda mörgum flugfélögum nokkrum á- hyggjum — og útgjöldum. Fá daglega skammt af eiturlyfjum í apóteki í fjölmörgum löndum er eit uríyfjanoikun, sérstaklegra með al unglinga mikiff þjófffélags vandamál. Bretar hafa tekið upp ein kennilega aðferð í sambandi við vandamálið, að eiturlyfja sjúklingar geta fengið vissan eitarlyfjaskammt daglega í gegnum sjúkrasamlag! Um mið nættið gést undarlegt fyrir brigði á Trafalgar Square í Lon don. Þar er stórt apótek, sem hefur opið næturlangt. Síðustu mínúturnar fyrir miðnætti sjást þar fyrir utan margir, sem biða og þegar klukkan slær tólf, flvta þeir sér inn í apótekið. Og hvað eru þeir að sækja sér svona strax eftir miðnætti? Þeir eru að afhenda lyfseðla sína fyrir kókaíni og morfíni, þeir fá sinn daglega skammt og hverfa svo aftur á braut. Þetta eru forfallnir eiturlyfja sjúkl ingar, sem fá sinn skammt af eitri á hverjum degi. Lyfseðl arnir eru dagsettir og ekki er hægt að nota þá, nema að rétt dagsetning sé, þó svo að aðeins muni 30 sekúndum. Þau eitur lyf sem þannig er dreift, borg ar sjúkrasamlagið. Þetta er liáttur Englendinga á að berj ast við eiturlyfjavandamálið. Og samkvæmt skýrslum hefur árangurinn orðið athyglisverð ur. 342 eiturlyfjasjúklingar hafa komizt á skrá á þennan hátt og stiórnarvöldin álíta að svarti markaðurinn með eitur Ivf hlióti að minnka, þar sem eiturlviasmyglararnir selja eitr ið á okurverði og þar að auki er það óunnið. Þessi háttur Englendinga er mjög ólíkur því sem er í Ameríku.. Þar er gjörsamlega bannað að selja eiturlyf, og þó munu í Bandaríkjunum vera minnst eitt hundrað þúsund eiturlyfjá sjúklingar. Undanfarin ár hef ur þó eiturlyf.ianotkun virzt fara í vöxt í Bretlandi, sam kvæmt skýrslu, sem lögð hefur verið fram, en skýrslan er sam kvæmt niðurstöðum nefndar, sem unnið hefur að rannsókn um á vandamálinu. Þar kom í ljós að þó að tala skráðra eiturlvfia siúklinga sé att vfsu ek>i Há 1V5 siúklingar érjð 19 64, hækkaði hún þó næstum um helming árið 196S’eða-í -342.- Og það sem verra er eiturlyfia siúklinear á aldrinum 20—34 ára urðu 219 árið 1965 en voru ’ aðeins 126 árið áður og ungl ingar innan tvítugs voru 40 skráðir eiturlyfjasjúklingar, en aðeins 3 árið áður. Skýrslur nefndarinnar hafa orðið til þess, að algjör endurskoðun hefur farið fram á vandamál inu. Læknar geta ekki lengur sjálfir skrifað lyfseðla fyrir eit urlyfjum handa sjúklingum sín um, heldur er siúklingunum visað á sérstakar stofnanir, þar sem þeir fá lyfseðla en jafn framt eru þeir undir stöðugu eftirliti lækna og hjúkrunar- fólks, sem starfa í stofnunum þessum. Hvort þessi háttur verð ur hafður á framvegis verður skorið úr eftir næstu kosning ar í Bretlandi, en þá mun eiga að taka eiturlyfjavandamálið til rækilegrar athugunar. Húseigandinn, Einar Rossov, sem lét byggja umrætt fjölbýlis- hús, komst að því, að ískur frá hinum 50 þotum, sem daglega fara um flugvöllinn fældi frá honum líklega leigjendur og þar sem Air France á flestar þoturnar stefndi hann félaginu. í upphafi taldi félag ið sig ekki vera í neinni hættu vegna þessarar stefnu, voru mót bárur þess þær, að rétti aðilinn til að lögsækja væri verzlunarráð Nice, sem ræki flugvöllinn. í öðru lagi hefði stefnandi tekið á sig vísvitandi áhættu, með því að byggja hús sitt aðeins 80 metra frá flugbrautinni, er. síðast en ekki sízt vitnuðu forsvarsmenn félags- ins til alþjóðasamnings um flug frá 1952, sem firrir flugfélögin bótaskyldu, ef tjónið stafar aðeins af flugi flugvéla, sem fylgir al- þjóðareglum. Til allrar óhamingju fyrir Air France hefur Frakkland ekki stað fest þennan samning, og því var sú mótbára úr sögunni. Lögmaður húseiganda byggði hins vegar bóta- kröfu sína á frönsku lagaákvæði frá 1924, sem setur hömlur á flug yfir eignir manna, ef það skerðir eignarétt þeirra. Þennan eigna- rétt taldi lögmaður Rossovs, að flugfélagið hefði svo sannanlega skert, þar sem hávaðinn frá þotum félagsins færi, samkvæmt mæling- um, langt fram yfir það, sem vís- indamenn telja mann þola. Það var því mikið áfall fyrir félagið, þegar rétturinn studdi Framhald á lu. siou. £ 23. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.