Alþýðublaðið - 23.03.1966, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Qupperneq 7
HVAÐA fulltrúar yngstu skáld kynslóðar Bandaríkjanna eru eftirtektarverðastir? Flestir munu nefna J. D. Salinger, Tru man Capote og Edward Albee. Mig langar að bæta Jack Kerou ac og James Purdy við þá upp talningu, vegna sérstöðu þeirra og áhrifa, þó að varla hafi enn leitt til heimsfrægðar. Og svo ennfremur James Baldwin og Shirley Ann Grau. William Faulkner áleit suður ríkin spegla á minnisstæðastan hátt viðhorf og örlög Vestur- heims. Bókmenntirnar virðast sanna þá ályktun. Salinger, A1 bee, Kerouac og Purdy eru vissu lega snjallir rithöfundar, sem allir hafa gerzt djarfir könnuðir sálarlífsins í skáldskap sínum. Þeir eru norðurríkjamenn að ætt og uppruna, en forðast yfir leitt þau vandamál, sem dæmast brýnust í nútímaþjóðfélagi Vest urheims og örlagaríkust framtíð hans og mannkynsins. Allir temja þeir sér afstöðu einfarans. Heild armyndin er fremur viðfangs efni hinna þriggja. Er athyglis vert í því sambandi, að Truman Capote og Shirley Ann Grau mót ast af forvitnilegu samfélagi suð urríkjanna. Þau fæddust bæði í New Orleans, en ólust upp í Alabama. Og þar er sennilega skýringin fengin. Enginn má víst sköpum renna. Truman Capote er sýnu víð kunnari höfundur, enda fimm ár um eldri. Hann kvaddi sér hljóðs með skáldsögunni „Other Voices, Other Rooms“ 1948. Aðrar skáld sögur hans eru „The Grass Harp“ og „Breakfast at Tiff- any‘s“. Sæta þær ærnum tíð- indum. Eigi að síður er Capote snjallastur sem smásagnahöfund ur og bókin „A Tree of Night“ mesta afrek hans hingað til. Um þessar mundir fer ný bók eftir Canote sigurför. Nefnist hún „In Cold Biood“ og fjallar um ó- hugnanlegt og illræmt morðmál. Ritdómarar deila um, hvort hún sé fremur skáldskapur eða blaða mennska. Sá skoðanamunur skipt ir þó litlu máli. Sjálfur kveðst Truman Capote ætla bókinni hlutskinti listrænnar blaða- mennsku. Verður fróðlegt að kynnast beirri íbrótt hans. sem telst raunar ekki ný af nálinni. Þáttasafnið „Local Color" er af sama toea, en þar lýsir þessi víðförii höfundur borgum og stöð um heima og erlendis. Truman Capote er frábær stílsnillingur, en úrslitum iistar hans ræður samt nærfærinn mannrænn boð skapur. Einstaklingurinn stend ur jafnan hjá Capote í tákni heildar. Hánn gerir naumast greinarmun góðs og ills eins og margir aðrir amerískir rithöf undar, sem fjalla Um samfélagið. Hanki reynSr að skilja hvdrt: tveggja og lýsa andstæðunum í ljósi atburða og örlaga. Fyrir honum vakir að túlka gleði og harm suðurríkjanna í raunsönn um skáldskap. Svo er og um Shirley Ann Grau. Skáldsaga hennar „The Hard Blue Sky“ og smásagnasafnið „The Black Prince" reka sama erindi, þó að vinnubrögðin virðist gerólík í fljótu bragði. Þar gætir eink um vandamálsins, sem stafar af sambýli hvítra og blakkra í suð urríkjunum. „The Hard Blue Sky“ gerir því efni slík listræn skil, að lesandinn hlýtur að undrast snilli þessarar ungu og gáfuðu skáldkonu. Þar eru sett á afmarkað svið þau átök, sem gerast, hvarvetna dag hvern að tjaldahaki í þióðfélagi suðurríkj anna. Fréttir herma fæsta þá at burði, þó að raunar sjóði iðulega upo úr risapottinum. James Baldwin er amerískur blökkumaður, en býr og starfar í París. Hann túlkar í skáldskap sínum þá von vitrustu og beztu manna Bandaríkjanna, að sambýl ið verði eining. Afstaða hans í skáldsögunum „Go Tell it on the Mountains" og „Another Coun- try“ er jákvæð. Baldwin unir ekki þeirri dapurlegu tilhugsun William Faulkncr að blökkumennirnir séu um ald ur og ævi dæmdir til ógæfu evu barnanna í þjóðfélagi Bandaríkj anna. Hann trúir því, að þeim gefist birta og ylur jafnréttis og bræðralags. Hann lítur ekki á ameríska blökkumanninn sem út lægan Afríkubúa heldur framtíð arþegn Vesturheims, ætlar hon um menntun og frelsi, lífsnautn og hamingju, lætur sig dreyma það, að vandinn leysist eins og Lincoln vildi, sér þá fögru liug sýn sem maður og skáld. Þvílíkt undur — á sama tíma'og Tru man Capote og Shirley Ann Grau er dimmt fyrir augum. En hvað er að gerast i þjóðfé lagi Bandaríkjanna? Hér skal ekki fjallað um þau viðhorf, sem einkenna norðurríkin, misskipt ingu allsnægtanna í ríkasta landi veraldarinnar, ofurkapp sam- keppninnar, æðj auðhyggjunn- ar á næsta leiti við örvæntingu fátæktarinnar. .Slíkt þarf ekki að vera áhyggjuefni. Jafnaðarstefn an fer sem aðdynjandi sterkviðr is um Vesturheim. Norðurríkin komast ekki hjá þróun hennar næstu áratugi. Valið er milli jafnaðarstefnunnar og einræðis Snirley Ann Gran, sérhagsmunanna. Um suðurríkin gegnir hins vegar öðru máli. Þar ríkir enn sú öld, sem Abraham Lincoln reis gegn. En hvers má húni sín gagnvart nútímanum, sem fer að norðan? Þá kemur manni í hug skilgreining Faulkn ers á suðurríkjunum. Þau eru vissulega heimur út af fyrir sig, þjóð, sem tapaði strjði, land, sem er hulið myrkri í bjartasta sólskini. Hlutskipti blökkumann anna þar suður frá er smánar blettur á Bandaríkjunum, en ekki sök valdhafanna í Washing ton. Vandinn leysist hvergi nema heima fyrir. En er þá nokkúr Von? Sannarlega. í suðurríkjun um tekst á grimmt afturhald og mannrænt frjálslyndi. Slikt virð ist ójafn leikur eins og ráða má af einstökum at.burðum, begar í odda skerst. Eigi að síður er baráttan hafin. Skilningur hvítra á kiörum blakkra telst nvkils virði, Truman Capote oe Shirley Ann Grau hafa miklu hÍBtverki að gejgna í amerískum skóld skao og þinðfélaai Bandaríki- ánna, en fagnaðarefnið er af staða James Baldwins, gagnrún andans, sem er málsvari vonar innar. Bandaríkin standa 1 tákni ver aldnrinnar. Þar kennist. anstríori kúgun og vestrænt frelsi, lieimckt afturhald og víðsýnt friélslvndi. fornöld oe r*ú+fnni Suðurríkin eru sér í lagi vett vanonr bessara andstseðna. SkUdín hevia ekki s'ika bar áttu, en túlka viðhorf hennar og örlög, þau etja ekki saman fylk- ingum, en vekja til umhugsunar og afstöðu. Þess vegna er harla athyglisvert að lesa sögur þeirra ungu rithöfunda, sem hér hafa verið nefndir. Þeir eru samvizka þjóðarinnar, sem byggir Vestur heim, eða réttara sagt kynþátt anna, er þar hlutu bólfestu. Tími hinnar þjóðfélagslegu skáld sögu er því vissulega ekki liðinn í landi örlagaveðurs. Sú skilgrein ing á aðeins við um höfunda sem annaðhvort afsaka ranga afstöðu eða hafa enga skoðun á lífi fólks og högum manna. Svo er ekki um Truman Capote, James Bald win og Shirley Ann Grau. Þau finna til í stormum sinnar tiðar. Landið er þeim heimur og tilver an mannlíf. Þess vegna kemur þeim samfélagið og framtíðin við, ættjörðin og mannkynið. íslendingar hafa gerzt heims borgarar. Þeii- vita mætavel hvað gerist á fjarlægum slóðum, það an sem tíðindi berast. Þeim er er lend þróun engan veginn óvið komandi lengur. Þess vegna gegn ir furðu, þegar reynt er að blekkja íslendinga um hagí sjálfra þeirra. Sumir halda því fram, að hér ríki glapræði, aðr ir gáleysi. Jafnvel heyrist, að Truman Capote velferðarríki sé of mikið á ís landi. Þeir, sem það boða, vilja sérréttindi, misskiptingu auðs og valda, einokun. Þeim gleymist að velferðarríkið er ekki mat arborð, skemmtistaður eða hvílu rúm heldur andlegt ástand ör yggis og farsældar. Velferðarrík ið er löngum kennt við jafnaðar stefnuna. En jafnaðarstefnan er einstaklingsframtakið í æðra veldi samhjálparinnar. Hún svipt ir sérgæðinga - því frelsi að níð ast á öðrum í dýrslegri sam- keppni En er ekki slíkt sjálfsögð og raunar nauðsynleg ráðstöfun, ef firra skal mannkynið grimmd og æði, búa manninum annað og betra hlutskipti en vera tann hjól í vélbákni, sem fleytir kannski geimförum á aðra hnetti en eykur sífellt vandann heima fyrir, reiknar allt út nema til finningar og hugsjónir? Sú spurn ing er kjarni málsins. Þjóðfélag Bandaríkjanna er meingallað, en stjórnarfar þar í landi að ýmsu leyti til fyrirmynd ar og margar vísindalegar fram farir ævintýri .líkastar. Megin kosturinn hlýtur að teljast þró unarviðleitnin og frelsi einstakl ingsins að láta uppi skoðanir í ræðu og riti. Útlendingar gagn rýna oft Bandaríkin og stefnu valdhafa beirra, iðulega af ærnu tilefni. Hæst rís þó jafnan bylgia fordæmingarinnar heima fyrir, ef brestur á álitamálum. Þá kemur öryggi gagnrýnand- ans til sögu. Amerískur rithöf undur barf til dæmis ekki að ótt ast faneelsi, útleað eða aftöku þó að hann gerist ófyrirleitinn í málfbdningi. Þetta frelsi er vitaskuld misnot.að. en hefur eigi að síður ótvírætt gildi. Því er það að bakka, að mannkvn veit, hvert veður er hveriu sinni í stinrnmálum og bióðlffi Banda rikianna. Skot bar greinist um allan beim. Og bar má hevra sérbveria rödd, sem fellir dóm eða lv«ir von. Orð F.inars Benediktssonar í Sólarlaei eiea við um Bandarík in og framtíð þeirra: Þetta jafnbyggða land getur jöfn uð sett, hér er jarðvegur ríkisins nýja. Með allsherjarváld fyrir einka rétt, þar alein fullskipuð meginstétt skal alla til iðjunnar knýja. Hér gæti staðið vagga þess valds, sem veltir harðstjórn hins al- - móttka gialds, en verður sér sjálfu víst til falls á vargöld frelsaðra þýja. . ; Suðurríkin eru skákborðl þessa hrikatafls, sem getur tek ið öld eins og ár, en lýkur fyrr. eða síðar annaðhvort með skelf ingu eða því, að draumur Abra hams Lincolns og von James’ Baldwins rætist. Hclgi Sæmundsson. James Baldwin ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. marz 1966 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.