Alþýðublaðið - 23.03.1966, Side 10

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Side 10
ÞAÐ mátti lesa í Stakstein- um Morgunblaðsins fyrir nokkr- 1 um dögum, að nú væri velferð- 1 arríkið á Norðurlöndum orðið of mikið, enda væru jafnaðar- menn þar teknir að tapa kosn- . ingum. -,i Þetta er merkilegur, pólitísk- t. ur lærdómur, sem gefur til i kynna, hvað undir býr hjá mörg ,1 um sjálfstæðismönnum. Þótt }r þeir þori ekki annað en styðja J, mál eins og lífeyrissjóð fyrir :'r'. alla landsmenn, sem er trygg- ö ingamál upp á marga milljarða, eru þeir í hjarta sínu á móti .: öllum slíkum sósíalisma. Og ,1. hvað verður, þegar hinir yngri t* goldwatersinnar taka við stjórn Ij f Sjálfstæðisflokknum eftir ij nokkur ár? n" Það er mikill misskilningur, cj, að velferðarríki sé komið of li, langt á Norðurlöndum. Þjóðfé- lagsleg vandamál eru þar mörg rj og mikil, iausung á æskufólki, sænginni lyft af kynferðislífi, drykkjuvandamál alvarleg og svo framvegis. En þessi sömu vandamál eru fyrir hendi í öll- um nútímaríkjum, þar sem lífs- kjör hafa náð vissu marki. — Tökum til dæmis Bandaríkin. Þau hafa sömu félagslegu vandamálin og Svíar, en fátækt- ina að auki. Er ekki meginbar- átta .Tohnsons forseta gegn fá- tæktinni — í ríkasta landi heims? í Svíþjóð hefur enginn flokkur stungið upp á baráttu gegn fátækt um langt árabil. Hitt er rétt hjá Morgunblað- inu, að jafnaðarmenn — höf- undar velferðarríkisins — hafa tapað í kosningum í Noregi og Danmörku nýlega. Sennilega stafar það öllu frekar af hinu, hve þeir höfðu verið lengi við völd. Það er eitt af beztu ein- kennum lýðræðis, að fólkið get- ur skipt um stjórnendur og ger- ir það öðru hverju. Er öllu merkara, hversu lengi Norður- landamenn hafa kosið sér stjórn ir jafnaðarmanna. Bendir það ekki til, að fólki í þessum iönd- um finnist velferðarríkið of mikið. Vinnuvélar til leigu. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fl. LEIGAN S.F. Simi 23480. SMURI BRAUÐ Snittur Opið frá kl. 9-23,30 Brauðstofan Vesturgötu 25. Sími 16012 Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiitur endurskoðandi. Flókagötu 65. — Súni 17903. * BILLiNN Rent an Icecar Fæst í næstu búð HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA r Framky.sjóður Í Framh. úr opnu. ajthugasemdum, sem gerðir höfðu vbrið -og bentj á m.a. að Fram kjvæmdasjóðurinn mundi hafa sér staka sjö manna stjórn, sem tæki ájkvarðanir um lánveitingar og hjá Tjenni væri því valdið, og væri ökki með réttu hægt að segja að ýerið 'væri að auka vald Seðlabank áns þótt hann annaðist bókhald og daglega afgreiðslu fyrir sjóð ijin. Málinu var að umræðum lokn lim vísað til 2. umræðu og fjárhags nefndar. , Víkingaskip Framhald af 6. síðu leika til að fá þessi borð, segir Hartvig Nielsen. Þess vegna varð skipið nm það bil einu tonni þyngra en fyrirmyndin. Nú á dögum er tréð sagað í sundur í stað þess að fletta því eins og víkingarnir gerðu. En hvað snertir nýja skipið, þá munum við sjálfir fletta eikarstofninum — ná kvæmlega eins og víkingarnir gerðu það. Skýringin á þeim ávinningi, sem fæst við það, er sú, að út frá miðju hvers trés ganga merggeisl- ar, sem gæða það hinum mikla styrk þess. Á okkar tímum er tréð sagað í sundur og þá um leið geisl- arnir eða æðarnar, og það veikir viðinn allmjög og því þarf að nota þyngri efni. Víkingarnir voru hugkvæmari. Komið hefur í ljós, að þeir hafa næstum alltaf notað flett borð. Og ég er þess alveg fullviss, að þetta hefur átt sinn þátt í hinni miklu útþenslu á tímum víkinganna. Þannig urðu skip þeirra létt og hraðskreið, svó að engin önn skip höfðu við þeim. Með smíði hins nýja víkinj skips viljum við leitast við sanna kenninguna um hæfni v inganna sem skipasmiða. O o Fiugfélög Framhald af 6. síðu kröfur Rossows, með því fororði, að eingöngu viljaleysi til að hljóð- einangra húsið skyldi metið til iækkunar á bótaupphæðinni, sem enn hefur elcki verið ákvörðuð. Þessi ákvörðun hefur vakið mikla athygli í Frakklandi, og nú þegar hafa íbúar í nágrenni við flugvelli í Bastia, Corsica og Páris höfðað mál gegn Air France. Á örskömmum tíma hefur félaginu verið stefnt til greiðslu skaðabóta, sem nema tugmilljónum króna. En um Einar Rossow er það að segja, að talið er líklegt að hann fái all- mikinn hluta þeirra 17 milljóna króna, sem hann krafðist — en auk þess hefur honum tekizt að selja tvær íbúðir í viðbót — heyrn- arlausum mönnum! Myndin er af Guðrúnu Ásmundsdóttir í hlutverki sínu. Nk. fimmtudagskvöld bjKrjar ) Leikfélag Reykjavíkur aftur að j sýna Þjófa lík og falar konur eft ir ítalska farsameistarann Dario Fo. Þetta bráðskemmtilega verk var frumsýnt um þetta leyti árs í fyrra og sýnt þá 27 sinnum fyr ir fullu húsi allt til loka leikárs ins. Þjófar lík og falar konur hlaut sem kunnugt er frábærar viðtök ur gagnrýnenda og leikhúsgesta og hefur sjaldan verið spurt jafn mikið um nokkra sýningu, hvort hún væri væntanleg aftur. Það mun ekki hafa verið hægt fram að þessu, vegna þess, að Gísli Hall dórsson, sem leikur aðalhlutverkið var erlendis í haust. Hann hlaut sem kunnugt er Silfurlampann fyr ir leik sinn í Þjófunum. Dario Fo var lítt kunnur hér á landi, þegar Leikfélag Reykja víkur kynnti hann í fyrra. Hann hafði þó verið leikinn víða í Evr ópu og í heimalandi sínu er eng inn leikritahöfundur honum vin sælli. Síðan í fyrra hefur frægð hans borizt víðar, núna er til dæmis verið að kynna hann í enskumælandi löndum. Salt CEREBOSí HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. ||0 23. marz 1966 - ALÞÝÐUBIAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.