Alþýðublaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.03.1966, Blaðsíða 16
Líklega cr það ekki rétt, sem ég hef heyrt ungt fólk segja, að það láti sér ekki nægja Ríkisútvarpið til kvöld skemmtunar. Þá eru bíóin, kaffihúsin og dansstaðirnir ■ meira við þess hæfi. .. Velvakandi í Mogga. Vantraust á stjórnina. Ja, þessir pólitíkusar. Rétt eins og þeir hafi allir sem einn treyst stjórhinni, þar til nú. Þegar karlinn er að því spurður, hvers vegna hann hafi gifzt kerlingunni, þá svarar hann því alltaf til, að það stafi af því, að hann sé svo örhentur. — Ég þurfti að fá einhvern sem gat ver- ið mín hægri hönd, — en hún brást mér og tók fram fyrir hendurnar á mér .... uriCTAPI IVflCllv fl rtfl\! NÚ ER Jón biskup Vdíalín orð- inn þriggja alda gamall í gröf sinni, þótt skegg hans sé enn rautt og órotið. Gjörvallur klerkdómur landsins mun af þvi tilefni hafa minnzt lians í stólræðum síðast liðinn sunnudag, a.m.k. þar sem ekki var messufall. Og andlega stéttin hefur ekki verið ein um að halda minningu Jóns biskups á lofti, háskólinn og sprenglærðir prófessorar hafa lagt sitt lóð á metaskálarnar, og meira að segja dagblöðin hafa munað eftir hon- um, þrátt fyrir pressuball og ann- að ágæti. Að sjálfsögðu er það vel við hæfi að merkilegra manna sé minnzt á merkisdögum þeirra, og satt að segja hefur stundum verið gert veður út af mönnum, sem áttu það siður skilið en meistari Jón. Einkum er kirkjunni skylt að minnast hans, því að Jóni biskupi Vídalín tókst það, sem fæstum kirkjunnar mönnum á vorum tím- um hefur tekizt: hann var sann- kristinn. Jón Vídalín hefur einkum orðið frægur fyrir ræðusnilld sína og þá bók, er liann setti saman og innihélt predikanir fyrir alla helgi daga ársins. Jónsbók hefur orðið einhver frægust og ástsælust bók meðal íslendinga, að Passíusálm- um og Njáls sögu undanskildum, og einkum fór orð af að Jónsbók væri góð til að verjast ásókn drauga. „Jónspostillu hafðu á hillu; hún ver illu grandi,” segir einlivers staðar, og sést af þessu meðal annars afturför klerkdóms ins, eða hver trúir því, að draug- ar hafi nokkurn tíma hræðzt Pét- urspostillu, sem tók við af Jóns- bók sem húslestrabók, eða rit hinna siðari biskupa? Jón Vídalín hefur löngum hlotið mikið lof fyrir mælsku sína og orðgnótt, og hann var ekkert feiminn við að nefna hlutina sín- um réttu nöfnum. Orð hans voru enginn malandi um „fagnaðar- blómstur á iðavöllum himnanna,” heldur sagði hann mönnum til syndanna, ef því var að skipta, og lét misgjörðarmenn ekki átanda í neinum vafa um það, hvar þeim væri fyrirhugaður stað- ur annars heims. Meistari Jón liefði áreiðanlega aldrei skrifað undir þá kenningu, sem einn virt- ur núlifandi sóknarprestur lét hafa eftir sér í blaði fyrir fáum árum, að hlutverk prestsins væri að gera söfnuðinum til hæfis í einu og öllu, hann ætti að vera þjónn safnaðarins en ekki liús- bóndi hans. Meistari Jón lei-t hins vegar á sig sem þjón Guðs, sem settur væri til að vaka yfir velferð þeirra sálna, er honum var trúað fyrir, og það gerði hann ekki með því að láta undan veikleika þeirra og dekra við trúleysi þeirra, held- ur með hinu, að segja mönnum til syndanna tæpitungulaust. í tilefni afmælis Meistara Jóns var vígð kirkja á fæðingarstað hans, Görðum á Álftanesi. Þar hefur verið kirkjulaust í um það bil hálfa öld, af því að Hafnfirð- ingar nenntu ekki að sækja kirkju út að Görðum. Kirkjuleg yfirvöld, héldu þá, að það mundi skána, ef kirkjan yrði flutt í Hafnarfjörð og var það gert, en reyndin hef- ur þó orðið sú, að Hafnfirðingar hafa heldur ekki nennt að sækja kirkju heima hjá sér. En nú hefur duglegt fólk sem sagt tekið sig til og endurreist kirkju að Görð- um, og var sú kirkja vígð með til- heyrandi seremóníum á sunnudag- inn var. Var þá veður svo hvasst, að hempurnar fuku upp um prest- ana, er þeir gengu til kirkju margir saman í flokk, og þótti það vel viðeigandi á afmælisdegi meistara Jóns, því að af honum stóð jafnan nokkur gustur; logn- molla hefði ekki verið honum að skapi. Enn er hin nývigða Garðakirkja prestlaus, en úr því mun eiga að bæta hið bráðasta. Stjórnarvöldin hafa auglýst brauðið laust til um sóknar, og má því búast við prest- kosningum í Garðasókn með vor- inu, og hefðu menn þó haldið að nægilega væri séð fyrir kosning- um í vor, þar sem bæja- og sveita stjórnakosningarnar eru. — En Garðhreppingar fá sem sagt að kjósa sér prest líka, og er ekki að efa, að margir verði til þess að leggja mannorð sitt í hættu með því að sækjast eftir brauð- inu og taka þátt í tilheyrandi kosningabaráttu. Verður án efa fróðlegt að fylgjast með því sem gerist, en þótt bæjarstjórnarkosn- ingar ■ séu góðar, eru prestkosn- ingar enn betri. Þær eru nefni- lega persónulegar, en það er tvenni ólíkt að fá að kjósa menn og níða niður aðra menn annars vegar og að fá ekki annað en bókstafi til að velja um hins veg- ar. t Hve lengi hafið þér eiginlega verið klæffskeri? Heldurðu aff óhætt treysta þeim innfæddu?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.