Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 3
Vestur-þýzk
friðarsókn
BONN, 25. marz (NTB-Reuter).
— Vestur-Þýzkaland hóf í dag
miklai friðarsókn og- skýrði frá
nýrri friðaráaetlun í orðsending
um til flestra ríkja heims
Bonn-stjórnin leggur til að
kjarnorkuvopnum á evrópskri
grund verði fækkað sm'ám sam
an og Bonn-stjórnin og Austur- \
Evrópuríki, þeirra á meðal Sovét
ríkin, geri með sér samninga er i
kveði á um, að ríkin beiti ekki
vopnavaldi.
Orðsendingin er send tii allra
landa, sem Vestur-Þýzkaland hef
ur stjórnmálasamband við, komm
únistaríkjanna í Austur-Evrópu
og Arabaríkjanna. Þau lönd sem
orðsendingin er ekki send, eru
Kína, Kúba, Norður-Víetnam,
Norður-Kórea, Formósa, Aibanía^
Kjarval
Ytri Mongólía og Austur-Þýzka
land.
Ludwig Erhard kanzlari gerði
grein fyrir friðaráætluninni á
'þingi í dag. Vestur-Þjóðverjar
leggja til að öll lönd, sem ekki
ráða yfir kjarnorkuvopnum en
aðild eiga að hernaðarbandalög-
um, afsali sér kjarnorkuvopnum,
sýklavopnum oig gasvopnum og
fallizt á alþjóðaeftirlit með því,
að þau standi við slíkt loforð.
Kjarnorkuveldin skuli fallast á
að fá ekki öðrum löndum um
ráð yfir kjarnorkuvopnum.
Erhard sagði-, að Vest.ur-Þjóð-
verjar hefðu áhuga á að komast
að samkomulagi við Austúr-Ev
rópuríkin um að skipzt verði á
fulltrúum við heræfingar Hann
s?./gðb að þýzka þjóðin teldi
nýja styrjöld, sem eyða mundi
heilum þjóðum, löndum og
heimsálfum, óhugsandi og Vest
ur-Þjóðverjar mundu gera allt
sem í þeirra valdi stæði til að
afstýra slíkum liörmungum.
myndjna
LISTASAFN RÍKISINS
keypti sl. miðvikudag á upp
boði hjá Sigurði Benedikts-
syni niynd eftir Kjarval á 75
þúsund kr. Er það hæsta
verð seni mynd hefur selst
fyrir á uppboði hérlendis.
Listamaðurinn nefnir mynd
ina Bak og fyrir eða Svana-
söngur.
Kjarval átti sjálfur mynd
ina, ogr hefur hann nú ákveð
ið að færa Listasafninu hana
að gjöf. Listráð þáði niynd-
ina með þökkum.
Nefnd mælir
með
Reykjavík, EG
Allsherjarnefnd neðri
doildar, sem undanfarið
hefur haft bjórfrumvarpið
til meðferðar afgreiddi mál
ið frá sér í gær.
í nefndinni eiga sæti sjö
alþingismenn. Fimm þeirra
mæla með því að frumvarp
ið verði samþykkt sem lög,
einn með skilyrði um þjóð
aratkvæði. Einn nefndar
maður er andVígur frum
varpinu, og e'inn var fjar
staddur við afgreiðslv
málsins.
>*>WIWIWIWWtWMMWIWIMIMWWWWWIIWei/WWWItWM>WWWWWWWWIMM«WWIWWtM
EKKIHÆGT AÐ SKRIFA
LEIKRIT VIÐ SKRIFBORÐ
— ÉG ER HÉR til að læra.
Það er ekki hægt að skrifa
leikrit við skrifborð. Þau verða
til í leikhúsinu og ég læri af
leikurunum hvernig á að skrifa
leikrit. —
Alþýðublaðið náði í gær tali
af Halldóri Laxness þar sem
hann fylgdist með æfingu á
leikriti sínu, Prjónas'tofan Sól-
in. Æfingum leikritsins er nú
langt komið, og liefur höfund-
urinn setið flestar æfinganna
og fylgzt með hvernig leikritið
mótast á sviðinu í meðförum
leikara og leikstjóra. Leikstjór-
inn, Baldvin Halldórsson, sat
frammi í sal og hrópaði það-
an athugasemdir og leiðbein-
ingar til leikaranna. Höfundur-
Framhald á 14. síðu.
Frakkar semja tillögu
um flutning herstöðva
PARÍS. 25. marz. (ntb-reuter).
FRANSKA stjórnin vinnur að
samningu tillagna um, hvernig
haga skuli brottflutningi 23 bajj^a
rískra og kanadískra herstöðva í
Frakklandi og aðalstöðva NATO,
SHAPE, slcammt frá París, að því
er heimildir í frönsku stjórninni
hermdu í dag. Tillögurnar munu
byggjast á því grundvallaratriði,
að ráðstafanirnar muni hvorki
veikja öryggi Frakklands né ör-
yggi einhvers hinna 14 banda-
manna Frakka í NATO.
Frá Washington berast þær
fréttir, að bandaríska stjórnin hafi
skýrt frönsku stjórninni svo frá,
að beðið sé eftir áþreifanlegum
tillögum um, hvernig de Gaulle
vilji að hagað skuli brottflutn-
ingi liins sameiginlega herstjórn-
arkerfis NATO. Bandarískir emb-
ættismenn hafa sagt, að orðsend-
ing um þetta eíni hafi verið af-
hent frönsku stjórninni fyrr í dag.
Orðsendingin var svar við grein-
argerð frá de Gaulle 11. marz.
Heimildir Reuters í París herma,
að tillögur Frakka verði ekki born
ar fram fyrr en öll aðildarríki
NATO hafa svarað greinargerð
Frakka um, að þeir muni draga
sig út úr hernaðarsamvinnunni.
Til þessa hafa borizt svör frá.
Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu.
og Vestur-Þýzkalandi.
Tillögur Bandaríkjamanna hafal
af tveimur ástæðum fengið mis-í
jafnar undirtektir í París. — í
fyrsta lagi vegna þess, að svar
Johnsons er, að sögn franskra;
Framhald á 14- síðu.
MUMttWMMMWMWMMMMMMHMMWMMMMMWV.
SUNNUDAGSBLÁÐDD fylgir blaðinu um þessa helgi. í sunnu
dagsblaðina er að þessu sinni m.a. grein um hernám Rínar
landa fyrir þremur áratugum, smásagan Fyrstu launin eftir
ísak Babel, grein um sovézka Nóbelsverðlaunahafanna Lev •
Landau, sem dó fjórum sinnuin árið 1962, en lifir þó enn.
Ennfremur er í blaðinu smásagan Perlukransinn eftir Jónas
Guðlaugsson, grein um pláneturnar Markúríus og Venus og
Gamanmál úr heimi dýranna.
VtMMMMMMMMttMtMUMMMMMMMMttMMMMMtMMMMÍ
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. marz 1966 3