Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 14
Ræða Gylfa Þ.... Framhald at 1. níffo aöstæður, sem ekki gátu staðið til frambúðar. Þá ræddi Gylfi Þ. Gíslason gjald eyrisstöðu þjóðarinnar, en gjald- eyrisvarasjóðurinn nemur nú 2000 miiijónum króna. Svarar það til fjögurra mánaða innflutnings og þykir hvarvetna sterk gjaldeyris- etaða. Vegna þessarar bættu að- stöðu hefur verið kleift að auka erlendar hagkvæmar lántökur hjá alþjóðastofnunum til langs tíma án þess að greiðslubyrðinni væri íþyngt um of. — Það þarf mikla glámskyggni, eða virðingarleysi fyrir sannleikanum. til að stað- hæfa að hér sé allt á afturfótun- um, sagði Gylfi, eða að allt s’tefni hér í öfuga átt. Hann minnti á, að skugga bæri samt á þessa hagstæðu þróun, skugga verðbólgunnar. Það er mjög miður farið, að ekki skuli hafa tekizt að stöðva verðbólg- una. Það er enn eitt brýnasta verkefni íslenzkra efnahagsmála, og ríkisstjórnin er sem fyrr reiðu- búin til samstarfs við launþega- samtök og vinnuveitendasamtök um heiís hugar ráðstafanir í því skyni. En verðbólgan hefur livorki stefnt afkomu útflutningsatvinnu- veganna né gengi krónunnar í hættn. sagði hann. Síðan fór ráðherrann nokkr- um orðum um þróunina í við- skiptamálum og minnti á þá breyt- ingu, sem orðið hefði síðan nýir ávextir ekki sáust í verzlunum nema rétt fyrir jól, og menn urðu að standa í biðröðum til að kaupa nær ailar nauðsynjar. Hann sagði að sú kjarabót yrði ekki reikn- uð í peningum, sem verzlunar- frelsið hefði haft í för með sér. Hér hefur það tvennt gerzt, sagði hann, að tekjur manna hafa auk- izt og skilyrðin til að ráðstafa tekjum til hagsbóta og ánægju- auka hafa batnað. Þá vék ráðherrann að einu vanda máli íslenzkra efnahagsmála, of- framleiðslu landbúnaðarafurða. Hann kvaðst fyrir nokkrum árum hafa gert vandamál landbúnaðar- ins að umræðuefni á Alþingi, en þá sætt harkalegum árásum fyrir skilningsleysi á gildi landbúnað- arins og jafnvel fjandskap í garð bænda, en nú hefði þó komið í Ijós, að hann hefði síður en svo verið of svartsýnn, því þessi mál væru nú komin í alvarlega sjálf- heldu. Offramleiðsla væri orðin svo mikil að flytja þyrfti út 10% heildarframleiðslunnar. Útflutn- ingsbætur væru komnar upp í 220 milljónir og orðnar óeðlilega þungur baggi á skattgreiðendum. 1200 sm'álestir af smjöri hefðu safnazt fyrir í landinu. Fram- leiðslukostnaður þessara birgða væri 200 milljónir króna, en ef þær væru seljanlegar erlendis mundi sennilega hægt að fá fyrir þær um 40 milljónir króna. — Auðvitað verður ekki í einni svipan ráðin bót á jafn umfangs- miklu og alvarlegu viðfangsefni og hér er um að ræða. En nauð- synlegt er að taka þetta mikla vandamál föstum tökum og gera vandaða áætlun um lausn þess á nokkrum árum, sagði ráðherrann. Undir Iok ræðu sinnar spurði Gylfi: Á ríkisstjórnin vantraust skilið fyrir að hafa breytt greiðslu- halla í greiðsluafgang, fyrir að hafa stjórnað gjaldeyrismálum þannig, að gjaldeyrisvarasjóður- inn nemur nú 2000 millj. króna? Á hún vantraust skilið fyrir að ís- lenzkur iðnaður er að verða fjöl- hrevttari, fyrirhuguð er bygging stórorkuvers og ný stóriðja? Á hún vantraust skilið fyrir að hafa sert gjaldeyrisviðskiptin frjáls og fvriv að gengi krónunnar er nú stöðugt? Á hún vantraust skilið fvrir meiri umbætur í almanna- trvggingamálum, en áður liafa bekkzt og stórfelldari framkvæmd- iv og umbætur í skólamálum en nokkurn tíma áður hafa verið fvamkvæmdar? 1 lokin sagði hann. Ef eitthvert vantraust væri nú tímabært, eftir 6—7 ára stjórnarandstöðu Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags, þá væri það vantraust á stjórnar- andstöðuna fyrir neikvæða afstöðu hennar, fyrlr skort hennar á skiln- ingi á því sem nauðsynlegt hefur verið til að efla framfarir á hag- sæld og menningu á íslandi, fyrir vöntun hennar á vilja til að taka þátt í mesta uppbyggingarstarfi, sem unnið hefur verið á íslandi síðan land byggðist. Laxness. . . Framhald af 3. síðu. inn sat við hlið hvíslarans fram arlega á sviðinu til hliðar og skrifaði sínar athugasemdir í handritið. — Töluverðar breytingar hafa orðið á leikritinu síðan far- ið var að æfa, og sjálfsagt á enn eftir að breyta. Prjóna- stofan Sólin kom fyrst út í bók áður en ég hafði séð hana á sviði, en þegar það kemur á svið verður að umskapa margt og breyta. — Efni leikritsins er það sama og í útgáfunni, það eru replikur sem þarf að breyta. Sumar eru alveg teknar út og aðrar settar í staðinn. Öðrum er breytt svo þær falli betur að sviðsetningunni. Það er betra að eiga við Dúfnaveizluna sem þeir eru að æfa í Iðnó. Ég var varla.búinn að skrifa það leik- rit, þegar æfingar hófust. Verð- ur það leikrit að miklu leyti til á sjálfu leiksviðinu. og svo- leiðis er bezt að skrifa leikrit. Líklega eina rétta aðferðin. Eins og kunnugt er standa yfir hjá Leikfélagi Reykjavík- ur æfingar á Dúfnaveizlunni. Er þar sömu sögu að segja og í Þjóðleikhúsinu, að höfundur- inn er viðstaddur æfingar og gerir breytingar eftir því sem þurfa þykir. Halldór Laxness er spurður livort ekki sé erfitt að vera á þönum milli leikhúsa og fylgj- ast með uppsetningu á sitt oooooooooooooooooooooooo 7.00 12.00 1300 14.30 16.00 16.05 17.00 17.35 18.00 18.20 18.30 útvarpið Laugardagur 26. marz Morgunútvarp. Hádegisútvarp. Óskalög sjúklinga Kristín Anna Þórarinsdóttir kynnir lögin. 4 vikulokin, þáttur undir stjórn Jónasar Jónassonar. Veðurfregnir — Umferðarmál. iÞetta vil eg heyra Ragnar Borg forstjóri velur sér hljómplöt ur. Fréttir. Fónninn gengur Ragnheiður Heiðreksdóttir kynni-r nýjustu dægurlögin. Tómstundaþáttur toarna og uniglinga Jón Pálsson fly.tur. Útvarpssaga toarnanna: „Tamar og Tóta“ eftir Berit Brænne Sigurður Gunnarsson kennari les (3). Veðm-fregnir. Söngvar í léttum tón. 18J55 THkynningar. 1930 Fréttir 20.00 Leikrit Leikfélags Akureyrar: „Swedenhielmsfjöldskyldan" eftir Hjalmar Bergman Þýðandi: Séra Gunnar Árnason. Leikstjóri: Ragnhildur Steingrímsdóttir Hljóðritunin fór fram nyrðra. Persónur og leikendur: Rold Swedenhielm eldri, verkfræðingur Guðmundur Gunnarsson Rolf Swendenhielm yngri, verkfræðingur Jón Kristinsson Júlía Körner f. Swedenhielm, leikkona Þóra Aðalsteinsdóttir Bo Swendenhielm liðsforingi Hjálmar Jóhannesson Astrid, unnusta Bos Sunna Borg Marta Boman, ntógkona Swedenhielms Þórhalla Þorsteinsdóttir Petersen blaðamaður Árni Valur Viggósson Eiriksson Jón Ingimarsson Þvottakona Vilhelmína Sigurðardóttir 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Passíusálmar (40). 22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC' VXXVwvv>ÓOÓOÓÓOO<X>ÓOO<>0 14 26. íriárz 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ hvoru leikritinu í mismunandi túlkun leikstjóra og leikenda. — Nei, maðiu: er svo vanur að vera upptekinn við margt í einu og þetta er interessant. Það er gaman að vera í leik- húsi. — reglulega skemmti- legt. Prjónastofan Sólin verður frumsýnd í næsta mánuði. Alls koma þar fram 20 leik- endur. Stærstu hlutverkin eru í höndum Lárusar Pálssonar, Helgu Valtýsdótur, Rúriks Har- aldssonar, Róberts Arnfinnsson- ar, Jóns Sigurbjörnssonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur. Frakkar . . . Framh. m ois. 6 frummælenda, yfirlýsing um, að stjórn Bandaríkjanna vilji sameig- inlegar varnir svo framarlega sem slík sameining nái til bandamanna Bandarikjamanna en ekki sjálfra þeirra. André Malraux, ráðherra í frönsku stjóminni, hafði þetta í huga í dag er hann sagði í Kairó að spurningin væri sú, hvort NA- TO væri bandalag sem verja ætti Evrópu, eða bandarískt verkfæri. Gaullistablaðið „La Nation” hefur sagt: Það er Bandaríkjamanna að sýna fram á hvor túlkunin er sú rétta. Góð rækjuveiði í fsafjarðardjúpi 17 bátar stunduðu rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi í febrúarmánuði, og varð heildarafli þeirra 139 lest- ir. Er heildaraflinn á þessari ver- tíð þá orðinn 628 Iestir. Á síðustu vertíð var veiðimagnið takmarkað við 600 lestir, en þær takmark- anir hafa nú verið afnumdar, og er nú leyfilegt að fiska, eins og hægt er. Aflamagnið er þó mjög svipað og var á sama tíma í fyrra, en þess ber þá að geta, að erfið tíð hamlaði mjög sjósókn í febrú- ar. Aflahæstu bátarnir í febrúar- mánuði eru Mummi með 11,1 lest, Örn með 10,2 lestir og Dynj- andi með 9,0 lestir, en flestir bát- arnir eru með um 8 lestir í mán- uðinum. 5. Bíldudalsbátar stunduðu rækuj veiðar í Arnarfirði, og varð heild- arafli þeirra í mánuðinum 40,8 lestir. Er heildaraflinn á vertíð- inni þá orðinn 120 lestir. Afla- hæsti báturinn í febrúar var Jör- undur Bjarnason með 9,5 lestir. 4 Hólmavíkurbátar voru á rækjuveiðum í febrúar og varð Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksfélag Kópavogs hef ur opnað kosningaskrifstofu að Auðbrekku 50, Kópavogi. Verður hún opin daglega frá kl. 17,30— 22,00. Símanúmer þar er 4-11-30. Jafnaðarmenn i Kópavogi eru beðnir að hafa sarnband við skrif- stofuna sem fyrst. heildarafli þeirra 19,6 lestir. Hafa þá borizt um 40 lestir af rækju á land á Hólmavík á þessari vertíð. Aflahæstur Hólmavíkurbáta í febrúar var Guðmundur frá Bæ með 14,0 lestir. Kópavogsbúar Afgreiðslu Alþýðublaffsms í Kópavogi annast frú Halla Mjöll Hallgrímsdóttir Ásbraut 19. Símanúmer hennar er 40753. Hún tekur í dag á móti nýj- um áskrifendum í Kópavogi. Sýning Eiríks MIKIL aðsókn hefur verið að sýningu Eiríks Smith í Bogasal Þjóðmijjijasaílhisinsi. Sýndar eru þar 19 olíumyndir og hafa marg ar þeirra selst. Síðasti sýning ardagur er á sunnudag. Ambaseadorar Ákveðið hefur verið að sendi- herra Ungverjalands á íslandi og sendiherra íslands í Ungverja- landi fái ambassadorsnafnbót. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 25. marz 1966. Aðalfundur Kvenfél. Alþýðu flokksins í Hafnarfirði NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Sigrún Gissurard. form. Guðrún Guðmundsd. ritari. Sigríður Erlendsd. gjaldkeri. Sigurborg Oddsdóttir, varaform. Sigríður Magnúsd. meðstj. í. varastjórn voru kjörnar: Guðrún Sigurðardóttir, Valgerður Ólafsd., Ágústa Kristjánsd. Endurskoðendur: Ragnhildur Gísladóttir og Erna Fríða Berg. í tvær nefndir voru kjörnar: Kvenr éttindanef nd: Guðrún Nikulásdóttir, Sigurborg Oddsdóttir — og Sigrún Gissurardóttir. Áfengisvarnarnefnd: Ragnhildur Gísladóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.