Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN auraundur LÖGREGLA hefur verið til að vernda níu ára gamla stúlku í smáiþorpi á Suður-Ítalíu, en ná- grannar stúlkunnar saka hana um fordæðuskap. Sögurnar um Nicolinu litlu Mustone hófust, þegar hún fór til að dvelja hjá frænda sínum óg frænku, sem búa í litlum hús kofa í Melító. Þegar hún var ný komin til þeirra upphófust hin mestu undur, sem settu úr skorð um heimilishaid gömlu hjónanna, og reyndar ailra þorpstoúa. Hænurnar hættu að verpa eggj- um, vatnið varð ódrekkandi, og kan'ínurnar tóku upp á því að drepa hverjar aðrar. Því næst l^ritiðu húsgögnin að fara á rall, án utanaðkomandi að- stoðar. Krukkur duttu úr hillum, horð tóku að steypa sér kollhnís, og korntuiina — sem tveir menr SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. gátu ekki lyft — valt á hliðina t augsýn hinnar skelfingu lostnu fjölskyldu. ’Regar Nicolina fór heim til for eldra sinna linnti undrunum Frændi hennar hinn 70 ára sramli Antonio Mustone sagði: — Ég hélt ekki í fyrstu, að þetta væri í neinum temgslum við barn ið. En þegar hún kom aftur til okkar. bvriuðu ósköpin á nýjan leik. Ég heid, að það sé andi í húsinu, sem hefur horn í síðu hennar. Biskup staðarins hefur blessað Nicol;nu litiu, og prestur hefur re.vnt að kveða niður drauginn. En áfram héldu lætin. Og í síð ' ustu viku sendu þorpsbúar eftir) „galdramanni”. Hann hreinsaði J 'húsið. innsiglaði það og skipaði draugsa á braut. Legar dvrnar voru opnaðar, var allt á tiá og tundri inni í húsinu. ;M kallaði frændi Nicolinu á lög regluna til aðstoðar. Bændur hafa nú flæmt Nicol- inu af ökrum sínum með hey- kvislum, og börnin grýta hana, þegar þau sjá hana. — Ekl.i hærra. Við höfum hana bara fyrir brjóstmynd fyrst um sinn. g 26. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ v4 Heilsufar bílstjórans er jafn mikilvægt og fullkomiö ásigkomulag bílsins Bjartan og þurran júlídag kom einka'bíll á fleygiferð, og að því er virtist stjórnlaus, niður brekku og ók beint á bíl,' sem kom á móti honum. Samtals létu fimm manns lífið í báðijm bílunum við árekst- urinn. i Þetta er út af fyrir sig ekki svo athyglisvert. En það athyglisverða er, að yfirvöldin tóku sér það fyrir hendur að grafast fyrir um orsök árekstursins. Það er að segja að frágenginni hinni venjulegu lög- regluskýrslu — sem er undirstaða skýrslugerðar um slys — og rann- sökuðu öll tækniatriði svo og heilsufar fórnardýranna. Það kom nefnilega í ljós, að sá sem stjórnaði bílnum, sem slysinu olli, hafði orðið fyrir hjartaáfalli rétt fyrir áreksturinn. Hann var 62 ára og hafði lengi þjáðst'af' kölkun í kransæðum hjartans. Sem sagt, læknisskoðun hefði getað bjargað — ekki einu, heldur — fimm mannslífum. Samkvæmt skýrslum um slys í Bandaríkjunum kemur í ljós, að næstum því 50 þús. manns láta lííið í umferðarslysum árlega. Tölur þær, sem eiga að gefa til kynna dauðaslys í umferðinni í næstu framtíð, eru svo geigvæn- legar, að þingið yfirvegar nú fjölda pryggisreglna, sem gæta verði við smíði bíla. Kröfur þessar virðast sjálfsagðar, en hins vegar sýna bílaframleiðendur þeim lítinn á- huga, þar sem hugtakið öryggi er — ennþá a.m.k. — ekki sölUvara. En rannsóknin á dauða hinna fimm manneskja í júlí s.l. hefur ekki verið til einskis. Slysið hefur nefnilega haft stórkostlegar afleið ingar í för með sér. Umferðaröryggisnefnd ríkisins (Pennsylvaniaj hefur nefnilega fengið það samþykkt, að allir bíl- stjórar ríkisins, sex milljónir að tölu, skuli ganga undir rækilega læknisskoðun fyrir árið 1970. Talið er, a.m.k. 20 þús. bílstjór- ar muni missa ökuréttindi sín, þar sem þeir séu ekki við nógu góða líkamsheilsu til að aka bíl. Umferðaröryggisnefndin heldur því sem sagt fram, að lélegt lijarta Framhald á lu. siou. Vél, sem þarfnasf ekki eldsneytis Vestur-iÞýzkur vélfræðingur hef ur smíðað vél, sem hann fullyrðir að geta gengið án eldsneytis. Uppfinningamaðurinn segir, að ef vélín hans væri sett í bifreið, gerðist ekki þörf fyrir gírkassa. Sjónarvottar, sem hafa séð vél- ina ganga segja, að þeir hafi ekki getað komið auga á neinn aflgjafa. Hinn 52 ára gamli Wilhelm Luel- ing, sem fann upp vélina segir leyndardóminn þann, að seglar séu gerðir hlutlausir, svo að málm ur dragist ekki lengur að þeim, og málmur, sem þegar liefur þegar festst við þá, losnar frá. Hann seg- ir vél sína standa saman af röð segla, sem ýmist séu gerðir óseg- ulmagnaðir eða segulmagnaðir, og knýji þannig vélina áfram. Lueling, sem rannsakað hefur allt varðandi segulmagn frá því, að hann var 17 ára segir: „Ég er viss um, að vélin mín mun ganga dag og nótt í a.m.k. 20 ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.