Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.03.1966, Blaðsíða 8
Hér á landi er Volkswagen tvímælalaust vinsælasti, eftirsóttasti og mest seldi bill- inn, enda er hann vandaður og sígildur bíll, en ekkerf tízkufyrirbæri. Volkswagen er því örugg fjórfesting og í hærra end- ursöluverði en nokkur annar bíll. Volkswagen 1300 er með 50 Vélin er loftkæld — Aukin afköst um 8.5 hö., ekki með yfirstillingu, heldur hefur slagrúmið verið aukið. Vélin er „f!öt“ 4ra-strokka — komið fyrir tveim- ur og tveimur, gegnt hver öðrum í ló- réttu plani. — Hljóðari og þýðari gang- ur, minna vélarslit og þvi meiri ending. Hún er sterk, örugg og endingargóð. Gírkassinn er al-samstilltur, 4ra hraða. Gírskiptibúnaður vel staðsettur. Auð- veldur og hárnókvæmur í notkun, þann- ig að orka vélarinnar nýtist að fullu. Gírkassinn er ein af ástæðunum fyrir því hve auðvelt og ánægjulegt er að aka Volkswagen. Komið, skoðið og reynið Volkswagen HEILDVERZLUNIK HEKLA hf VOLKSWACEN Sími 21240 Laugavegi 170-17 2 Auglýsingasíml ALÞYÐUBLAÐSINS er 14900 Nýlega var lialdin í Haag: alþjóðleg samkeppni um beztu fréttamyndir ársins 19G5. Sýningin og samkeppnin var sú 10 í röðinni. A samkeppninni voru 2700 myndir frá 695 fréttaljósmyndurum frá 49 löndum. Dómnefndin úthlutaði 18 fyrstu og öðrum verðlaunum. Fyrstu verðlaun hlr.ut mynd eftir japanska ljósmyndarann Kyoichi Sawada, en hún sýnir suður-víetnamska fjölskyldu flýja hörmung ur stríðsins. Myndirnar hér á síðunni eru nokkrar af þeim, sem fengu verðlaun í samkeppnnini. Þriðju verðlaun hlaut þessi mynd þýzka ljósmynd irans ííertzog. Myndina skírir hann „Faðir og fjölskylda“. KASTLJÓS Verður vestur-þýzku herráði komið á fót? í opinberum yfirlýsingum um á rásir dé Gaulle Frakklandsfor- seta á NATO segja vestur-þýzka stjórnin og stjórnarandstaðan, að „uggur sé ástæðulaus". En á bak við tjöldin játa formælendur beggja aðila að hrindi de Gaulle fyrirætlunum sínum í framkvæmd komist Þýzkalajndsmálið í alvar lega hættu. Það er sifellt lögð áherzla á, að stefna de Gaulles bitni fyrst og fremst á vestur-þýzka sam- bandslýðveldinu. Hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar hennar gætu orðið á þá lund, að Bonn- stjórnin gerði það að kröfu sinni að Vestur-Þjóðverjar fengju að koma á fót sínu eigin herráði. Hingað til hafa Vestur-Þjóðverjar ekki haft yfirráð yfir hersveitum sínum heldur hafa þær heyrt und ir yfirstjórn NATO. Vestur- Þýzka land hefur verið eina aðildarríki NATO sem þannig hefur verið háttað um. Sagt er enn fremur, að ef virð ing Vestur-Þjóðverja á alþjóða vettvangi eigi ekki að bíða hnekki í framtíðinni verði að binda endi á dvöl franskra hersveita í Vest ur-Þýzkalandi, það er að segja ef de Gaulle neitar að fallast á að þessar hersveitir heyri áfram undir yfirstjórn NATO. Franska herliðið í Vestur-Þýzka landi er þannig skipað: Tvö blönd uð herfylki skriðdreka- og fót- gönguliðssveitir í Trier og Frei burg, alls 40.000 menn; 10.000 flug liðar í aðalbækistöðvunum Lahn í Baden og varalið 15.000 manna. Þar við bætist franska Berlínar herdeildin. Frakkar hafa þannig fleiri hermenn í Þýzkalandi en t.d. Bretar eða alls um 55.000 menn. Frönsku hersveitirnar dveljast í Þýzkalandi á grundvelli Þýzka- landssáttmálans frá 1954 og ann arra samninga eins og hersveita samningsins og NATO-samnings ins. Sama máli gildir með brezku og bandarísku hersveitirnar. Her sveitir bandamanna, sem upphaf lega komu til Þýzkalands sem her námslið, dveljast nú í íandinu sem varnarlið (,,Schutztruppen“). + HLÁLEGT ÁSTAND. Eina leiðin út úr ógöngunum væri sú, að frönsku hersveitirnar yrðu settar imdir vestur-þýzka yf irstjórn. En þetta hefði líka það í för með sér að sambandslýðveld ið yrði að koma á fót sínu eigin herráði. Hvað Bonnstjórnina snertir er ástand það sem nú ríkir hlálegt þar sem það voru Frakkar sem kröfðust þess. í viðræðunum um endurvígbúnað Þýzkalands á árun um 1950—55, að bandamenn hefðu á hendi alla yfirstjórn yfir Þýzka hernum. Nú er aftur á móti senni legt að afstaða Frakklandsforseta verði þess valdandi að Þjóðvefjar fái .á ný óskoruð yfirráð yfir- her afla sínum, en það var einmitt 8 26, marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.