Alþýðublaðið - 06.04.1966, Blaðsíða 2
imsfréttir
sidasflidna nótt
DAXANG: Hættan á átökum milli uppreisnarmanna og her
ftveita stjórnar Nguyen Cao Ky forsætisráðherra rénaði í gær
eftir að forsætisráðherrann hafði rætt við herstjórann í Danang,
Nguyen Van Chuan hershöfðingja. Meðan viðræðurnar fóru fram
höfðust liermenn beggja aðila við á bak við götuvigi.
LONDON: Bretar reyndu í gær að beita áhrifum sínum
til þess að koma í veg fyrir að grískt olíuflutningaskip, „Joanna
V“, rjúfi olíubannið í Rhodesíu. Samtímis því sem olíuflutninga
Bkipið lagðist að bryggju í Beira í portúgölsku nýlendunni
Mozambique með 18.000 lestir af hráolíu eftir að hafa haft
öðvaranir brezkra herskipa að engu bar brezka stjórnin fram
anótmæli við portúgölsku stjórnina og kvaddi portúgalska
eendifulltrúann á sinn fund.
LONDON: George Thomson, 45 ára, var 'í gær skipaður
NATO- og Evrópumálaráðherra í brezku stjórninni. Wilson for-
Sætisráðherra skýrði í gær frá mannaskiptum í 25 ráðherra-
embættum. Patrick Gordon Walker fv. utanríkisráðherra hefur
ekki verið skipaður í stjórnina á ný og verður það að öllum
líklndum ekki gert fyrr en í haust þegar ný endurskipulagn-
ing verður gerð á stjórninni.
'MOSKVU: Um áramótin mun hartnær þriðjungur starfs-
fólks í verksmiðjum í Sovétrikjunum starfa samkvæmt nýju
kerfi, sem gerir ráð fyrir aukagreiðslum fyrir framleiðsluaukn
ingu og gerir ágóðavonina að einu helzta grundvallaratriði efna
hagslegrar velgengni, að því er Aleksei Kosygin forsætisráð-
herra sagði á flokksþinginu í Moskvu í gær. Hann gaf í skyn,
að umbæturnar, sem Veita verksmiðjustjórnum aukið svigrúm,
^ rðu ef til vál framkvæmdar á skemmri tíma en ráðgert hefur
verið.
BRUSSEL: ITtanríkisráðherrar Efnaliagsbandalagslandanna
liafa ákveðið ■ að fulltrúar aðildarríkjanna sex skuli skiptast á
tun að gegna embætti forseta nýrrar sameiginlegar framkvæmda
liejhdar samstaifsstofnana Efnahagsbandalagslns og skal
fitarfstíminn vera tvö ár. Þessi nýja sameiginlega Evrópunefnd
tekur til starfa 1. júlí og tekur við störfum stjórna EBE, Euratom
og Kola- og stálsamsteypunnar. Vestur-Þjóðverjar leggja til að
jirófessor Ilallstein verði fyrsti forseti nefndarinnar, en Frakk
nr cru honura andvígir vegna þeirrar stefnu hans að auka völd
framkvæmdauefndar EBE á kostnað ríkisstjórna aðildarland-
anria.
LONDON: Rhödesíustjórn bannaði í gær brezka útvarpinu,
BBC, að starfa í Rhodesíu og kemur ákvörðunin í kjölfar brott
vísunar fjölda erlendra fréttaritara.
GENF: Sovézki fulltrúinn í afvopnunarráðstefnunni í Gefn,
Roschin, sagði í gær, að Bandaríkjamenn hefðu í hyggju að út
breiða kjarnorkuvopn innan NATO á sama tíma og þeir vildu
banha útbreiðslu slíkra vopna utan bandalagsins.
Góður tífli í
Óltítsvík
Ólafsvík. — OÁ-OÓ.
ÞETTA ER TRELL^-
BORG SAFE-T-RIDE
Ávalabrúnir eyðir á-
hrifum ójafns vegar
á stjórnhæfni bifreið-
ar yðar.
TRELLEBORG
er sænkt gæðamerki
Söluumboð víða um
land.
í’rá blaðainannafundi, sem haldinn var í gær í sambandi við aðalskipulag Ueykjavíkur. Talið frá
--iinstri: Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Anders Nyvig, verkfræðingur, prófessor Bredsdorff og
Gústaf É. Pálsson, borgarverkfræðingur.
TÍÐARFAR hefur verið stirt
hér í vetur og gæftir lélegar,
nema undanfarna daga hafa þær
verið góðar og afli vertíðarbáta
sæmilegur.
Úm mánaðamótin síðustu höfðu
borizt hér á land 5405 tonn af
fiski, en 16 bátar eru gerðir héð-
an út á vetrarvertið.
Hæsti bátúr er Halldór Jónsson
með 630 tonn, næstur er Stapa-
fell með 582 tonn. Valafell er
með 530, Sveinbjörn Jakobsson
500, Jón Jónsson, Steinunn 490
og Jón á Stapa 410 tonn.
Ágóðavon innleidd í Sovétríkjunum
Á fundi efri deildar Alþingis
í gær fór fram kosning gæzlu
stjóra Söfnunarsjóðs íslands til
næstu fjögurra ára. Aðeins einn
listi kom fram við kosnínguna.
Gæzlustjóri Söfnunarsjóðsins
næstu fjögur ár var kjörinn
Garðar Jónsson, verkstjóri.
MOSKVU, 5. apríl (NTB-Raut-
er). Um áramótin mun hart
nær þriðjungur starfsfólks í verk
smiðjum í Sovétríkjunum starfa
samkvæmt nýju kerfi sem gerir
ráð fyrir aukagreiðslum fyrir
framleiðsluaukningu og gerir á-
góðavonina að einu bezta grund
vallaratriði efnahagslegrar vel-
gengi, að því er Aleksei Ksoygin
forsætisráðherra sagði á flokks-
þinginu í Moskvu í dag. Hann
gaf í skyn, að umbæturnar, sem
gefa verksmiðjustjórnum aukið
svigrúm yrðu ef til vill fram
kvæmdar á skemmri tíma en ráð
gert hefur verið.
TRELIEB0RG
STÚDENTAKÓRINN
SYNGUR Á SKÍRDAG
Stúdentaskórinn heldur söng
skemmtun í Gamla bíó á skír
dag, 7. apríl kl. 3 e.h.
Söngskemmtun þessi er
fyrsta opinbera söngskemmtuni
kórsins. Áformuð er söngför
kórsins til Noregs á vetri kom
anda og þar með þáð heim
boð norska stúdentakórsins.
Á söngskránni eru gömul
og þekkt stúdentalög, auk ann
arra sem aldrei hafa verið
flutt af kór, svo sem nokkur
úr Brennivínsbókinni frá 1894,
auk annars góðgætis, og hug-
ljúfra laga.
Stjórnandi Stúdentakórins er
Jón Þórarinsson, tónskáld.
Aðgöngumiðar verða seldir í
bókaverzlun Lárusar Blöndals
og Eymundssonar, miðvikudag
inín 6. apríl og í Gamla bíó frá
kl. 1,30 — 3 á skírdag
2 6. ápríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ