Alþýðublaðið - 06.04.1966, Qupperneq 14
Skipulag
Framhald af 1. afBd
góða samvinnu við öll borgaryfir-
völd í Reykjavík og kvað hana
varla hafa getað verið betrL
Prófessor Bredsdorff sagði, að
ekipulag miðbæjarins hefði verið
einna erfiðasti þáttur þessa heild-
arskipulags fyrir Reykjavikur-
borg, en það hefði þó auðveld-
að Iausn þess verulega, að gert
er ráð fyrir nýjum miðbæjar-
kjarna sunnan Miklubrautar. —
Prófessorinn skýrði blaðamönn-
um frá því, að líklega hefðu um
30 manns unnið að þessi verki í
Ðanmörku síðastliðin fimm ár, en
eumir þó aðeins af og til.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
!ét svo ummælt við blaðamenn,
að þegar væri í rauninni byrjað
að vinna eftir þessu skipulagi.
Fyrsti áfanginn væri að ljúka við
gerð Miklubrautarinnar. Næsti
áfangi I gatnagerðarmálum verða
evo Lækjargata og Kalkofnsvegur
og þá Hafnarstræti og Hverfis-
gata og síðan Skúlagata og Geirs
gata.
Borgarstjóri lét einnig svo um-
mælt, að nauðsyn væri að auka
samstarf sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu eins og nánar er
vikið að hér á eftir. Hann sagði
einnig, að mjög væri í athugun
hjá Reykjavíkurborg að koma upp
eérstakri stofnun er hefði með
óætlanagerð að gera og sem einn-
tg fylgdist með forsendum skipu-
lagsins og endurnýjaði nauðsynleg
gögn í þessu sambandi.
Bók sú, sem nú hefur verið gef-
tn út um Aðalskipulag Reykja-
víkurborgar 1962—1983 er mikil
«ð vöxtum og stór um sig. Bókin
er 265 blaðsíður að stærð, henni
tfylgja laus kort og í henni eru
tfjölda mörg kort, töflur, línurit,
margvíslegar skýringarmyndir og
nokkrar ljósmyndir frá Reykja-
vík. Að öllum frágangi er bókin
Iiin vandaðasta. Meginmál er sett
t prentsmiðju Jóns Helgasonar
en sjálf er bókin offset-prentuð
og bundin í Kaupmannahöfn. Mun
kostnaður við prentun bókarinnar
nema um einni og hálfri milljón
Guðmundur Guðmundsson, stór
kaupmaður, Kvisthaga 25 Reykja
vík, er 60 ára í dag.
króna. Hún er gefin út i þrjú þús-
und eintaka upplagl og mun verða
dýr, eða 1380 krónur eintakið og
varla við almenningshæfi að kaupa
hana enda varla til þess ætlast.
Bókin er að nokkru leyti hugsuð
með sölu á erlendum markaði í
huga, því megintexti bókarinnar
er prentaður samhliða á ensku og
íslenzku.
Bókin um skipulag borgarinnar
skiptist í 9 meginkafla. Borgar-
stjóri skrifar formálsorð, þá er I.
kafli, Inngangur. II. kafli Forsend-
ur aðalskipulagsins. III. kafli Mark
mið aðalskipulagsins. IV. kafli
Aðalskipulagið. V. kafli Deili-
skipulag miðbæjarins og eldri
hluta Austurbæjarins. VI. kafli
Framkvæmd skipulagsins. VH.
kafli Skipulag á borgarlandinu á
Seltjarnarnesi. VIII. kafli Skipu-
lag á borgarlandinu austan Sel-
tjarnarness og IX. kafli Frumdrátt
ur að svæðisskipulagi höfuðstaðar-
svæðisins. Þá eru fylgiskjöl, kafl-
ar um sameinaða skipulagsmögu-
leika, umferðarkönnunina 1962,
gatnaskipulagið og stefnur í búð-
arhúsabyggingu í Reykjavík og
loks eru orðskýringar. Hver ein-
stakur meginkafli skiptist í all-
marga undirkafla eða greinar eft-
ir því sem við á.
í bókinni er orðið Seltjarnar-
nes notað yfir allt landssvæðið
milli Elliðaárvogs og Fossvogs,
og er ekki víst að allir séu sáttir
við þá notkun orðsins, en hana
mun mega til sanns vegar færa
samkvæmt gömlum heimildum,
en til þessa hefur orðið Seltjarn-
arnes aðeins verið notað um vest-
asta tanga þessa ness.
Meginmál bókarinnar er samið
af prófessor Bredsdorff og And-
ers Nyvig verkfræðingi, en rit-
stjórn og gerð hins íslenzka texta
hafa beir Einar B. Pálssoft verk-
fræðingur og Páll Líndal borgar-
lögmaður.
í inngangsorðum Geirs Hall-
grímssonar borgarstjóra er greint
frá ályktun borgarstjórnar
Revkjavíkur um skipulagsmál frá
bví i febrúar árið 1960, en í kjöl-
far þeirrar álvktunar var prófess
or Bredsdorff fenginn borgaryf-
irvöldum til ráðuneytis um skipu-
lagsmál
Borgarstjóri vikur að því jafn-
framt, sem unnið verði að fram-
kvæmd aðalskipulags, þurfi að
leysa af hendi mikið starf við gerð
og samræmingu áætlana til langs
tima um hvers konar fjárfestingu
og mannvirkjagerð, en rætt hefur
verið um að koma á fót sérstakri
stofnun meðal tæknistofnana
borgarinnar, sem hefði þetta hlut-
verk með höndum.
Þá minntist borgarstjóri á sam-
starfið við nágrannasveitarfélögin
og segir þar meðal annars: Ekki
skal dregin dul á það, að nauð-
synlegt mun verða að taka upp
hlð fyrsta viðræður og samninga-
umleitanir við nágrannasveitarfé-
lög okkar um sameiningu eða sam-
eiginlega stjórn höfuðborgar-
svæðisins í heild að einhverju
leyti. Við sem búum á þessu svæði
veröum að gera okkur ljóst, að
upp úr aldamótum má vænta þess
að samfelld byggð verði allt frá
Hafnarfirði og upp á Kjalarnes.
Ef þessi höfuðborgarbyggð á að
leysa hlutverk sitt af hendi, bæði
gagnvart íbúunum og landinu í
heild, verður vafalitið að koma á
allfastrl heildarstjórn sameigin-
legra málaþátta. Þess verður varla
vænzt, að óformleg lausleg sam-
vinna, þótt reynzt hafi vel hingað
til, geti ieyst þau vandamál, sem
verður viö að glíma á því mikla
þróunartímabili, sem í hönd fer.
Nauðsynlegt er, að hið bráðasta
verði hafizt handa um að koma
fastara formi á þá samvinnu, sem
nú er hafin og koma henni í það
form, að hlutaðeigandi sveitarfé-
lög og íbúar þeirra megi vel við
una.”
Ýmsar nýjar leiðir hafa verið
farnar í sambandi við þetta heild-
arskipulag, eins og til dæmis könn-
un á notkun landrýmis og hús-
næðis og könnun á umferö.
Skipulagið er eins og fyrr segir
miðað fram til ársins 1983 — og
segir á bls. 27 í bókinnl, að líta
megi á það sem mynd af Reykjavík
það ár. í bókinni er að finna mik-
ið magn af fróðlegum upplýsing-
um um borgina, þróun hennar
fram til þessa og líklega þróun
næstu tuttugu árin.
Það kemur fram í bókinni, að
þær framkvæmdir, sem þar er
gert ráð fyrir hafa í för með sér
geysilegan kostnað. Miðað við
verðlag ársins 1965 skiptist sá
kostnaður sem hér segir:
ÞOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOO ►OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC
útvarpið
Miðvikudagur 6. apríi
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp. «■
13.15 Við vinnuna: Tónleikar.
14.40 Við, sem heima sitjum
Rósa Gestsdóttir les minningar Hortensu
Hollandsdrottniingar (10).
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
17.20 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku.
17.40 Þingfréttir.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Tam'ar og Tóta“
eftir Berit Brænne
Sigurður Gunnarsson kennari les eigin
þýðingu (6).
18.20 Tónleikar — Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál
Árni Böðvarsson flytur þáttinn
20.05 Efst á baugi
Björgvin Guðmundsson og Björn Jóhanns-
son tala um erlend málefni
20.35 Frímerkið í þjónustu póstsins
Magnús Jocliumsson fyrrverandi póstmeist-
ari flytur erindi.
21.00 Lög unga fólksins
Bergur Guðnason kynnir.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
Lestur Passíusálma (48).
22.20 „Heljarslóðarorusta" eftir Benedikt
Gröndal
Lárus Pálsson leikari les (8).
22.40 Þrjár svítur o.fl. eftir Henry Purcell.
Sinfóníubljómsveitin 1 Bartford leikur;
Fritz Mahle stjórnar.
23.25 Dagskrárlok.
fOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ÓOö VOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Vö oezt
—
KflSll
5000 milljónir: Götur og veglr.
90% heildarkostnaðar).
6600 milljónir: Rafmagnsveita,
hitaveita, vatnsveita og hol-
ræsi.
1200 milljónir: Skólar (50% af
kostnaði), barnaheimili og leik-
vellir.
1200 milljónir: Fullbygging núver-
andi hafnar, Sundahöfn (fyrstu
áfangar) og endurnýjun strætis-
vagna.
1000 milljónir: Vistheimili, sjúkra-
hús, sundhallir, kirkjugarðar,
kirkjubyggingar o. fl.
1000 milljónir: Ráðhús, bókasafn,
leikhús, listasafn, félagsheim-
ili o. fl.
2000 milljónir: Framlög til íbúða-
bygginga, endurbygging eldri
borgarhverfa, kaup húseigna og
jarða.
18 000 milljónir króna er þetta
samtals, sem afla þarf á næstu
árum til þeirrar endurbyggingar
og endurskipulagningar, sem
heildarskipulag Reykjavíkur-
borgar árin 1962—1983 gerir
ráð fyrir. Er þarna reiknað með
um 6,5% aukningu fjárfesting-
Tilkynfiing
um lóöahreinsun í Reykjavík
Samkvæmt 10., 11. og 28. grein heilbrigð-
issamþykktar fyrir Reykjavík, er lóðareig-
endúm skylt að halda lóðum sínum hreinum
og þrifalegum og að sjá um, að lok séu á
sorpílátunum.
Umráðamenn lóða eru hér með áminntir
um að flytja nú þegar brott af lóðum sínum
allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa
lokið því eigi síðar en 14. maí n.k.
Að þessum fresti liðnum verða lóðimar skoð
aðar og þar sem hreinsun er ábótavant,
verður hún framkvæmd á kostnað og
ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar.
Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnu-
lokum, hreinsun eða brottflutningi á rusli,
á sinn kostnað, tilkynni það í síma 12746
eða 13210.
Úrgang og rusl skal flytja í sorpeyðingar-
stöðina á Ártúnshöfða á þeim tíma sem hér
segir:
Alla virka daga frá kl. 7,30 — 23,00
Á helgidögum frá kl. 10,00 — 18,00
Hafa ber samráð við starfsmenn stöðvarinn
ar um losun.
Sérstök athygli skal vakin á því, að óheim-
ilt er að flytja úrgang á aðra staði í borg-
arlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð,
sem gerast brotlegir í því efni.
Reykjavík, 4. apríl 1966.
Skrifstofur Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2.
Hreinsunardeild.
ar tra ari tu ars tu iofca tima-
bilsins. Gert er ráð fyrir, aö fjár
til framkv. verði ekki ein-
göngu aflað úr borgarsjóði eða
með þjónustugjöldum borgar-
fyrirtækja heldur og með lán-
tökum og ef til vlll með öðrum
framlögum.
Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaður
Lögfræðiskrifstofa.
Sambandshúsinu 3. hæð.
Símar: 12343 og 23338.
Sveinn H. Valdimarsson
hæstaréttarlögmaður
Sölhólsgata 4 (Sambandshúsið
3. hæð).
Símar 23338 — 12343
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málaflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 - Sími 11043.
14 6. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ