Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir síáastliána nótt SAIGON: Rúmlega 17 þús. manns tóku þátt í mótmæla- aögerðum gegn suður-vietnamisku stjórninni í bæjunum Hué og Da Nang í norðurhluta Suður-Vietnam í gær og kröfðust þess að efnt yrði til Kosninga og ný stjórn yrði mynduð. í Saigon setti þjóðhöfðingi l-andsins þjóðþing sem saman er komið til að ræða ijiyndun borgaralegrar stjórnar, en andstæðingar stjórnarinnar í Ea Nang og búddatrúarmenn eru andvígir þjóðþinginu. PARÍS: — Bandaríska stjórnin skýrði frönsku, stjórninni svo frá í gær, að bandaríski herinn æski þess að Frakkar skiluðu aftur kjarnaoddum þeim, sem franska herliðinu í V-Þýzkalandi 'hafa verið látmr í té, fyrir 1. júlí. Samtímis sagði Dean Rusk Utanríkisráðherra í viðtali við „Paris-Match”, að de Gaulle for- seti hefði stefnt meginreglunni um friðhelgi milliríkjasamninga í hættu með ákvörðunum sínum. BEIRA: Gríska olíuflutningaskipið „Joanna V” skipti um íána í höfninni 1 Beira í gær, og velta menn því fyrir sér hvort jþetta sé fyriruoði þess að skipið losi olíufarm sinn til Rhodesíu. Gmboðsmaður skipsins sagði í Aþenu, að næsta ráðstöfun hans yrði þess eðlis, að Bretar gætu ekki aftrað því að að olíufarmur- inn bærist til Rhodesíu. DJAKARTA: — Indónesíustjórn skýrði í gær frá áætlun um baráttu gegn efnahagsöngþveitinu í landinu. Skorað er á jþjóðina að sýna sparsemi 02 varað við því að látið verði til skarar Bkríða gegn hvers konar spillingu. Gerðar verði ráðstafanir til að stöðva veröbólguna og auka framleiðsluna í landbúnaði. í iðnaði verði þau fyrirtæki látin sitja í fyrirrúmi, sem framleiða ' wauðsynjavörur. LONDON: John Heenan kardinála, erkibiskupi af West- 'tninster, hefur verið neitað um ferðaleyfi til Póllands þar sem '♦iarin ætlaði að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 1000 ára afmælis ;|cristnitökunnar í Póllandi. Pólska stjórnin liefur áður komið í -jeg fyrir að Páll páfi verði við liátíðarhöldin. Fleiri kardinálum og 120 biskupum hefur verið neitað um vegabréfsáritun, enda hafa deilur ríks og kirkju harðnað til muna að undanförnu. ! PITTSBURG: — Yfirgnæfandi meirihluti 53 þús. kola- flhámuverkamanna í Bandaríkjunum, sem gerðu verkfall á annan I páskum, inættu ekki til vinnu í gær enda þótt verkalýðssam- jfcar.d þeirra hafi skipað þeim að hefja aftur vinnu. Samkomulag liefur ekki tekizt við vinnuveitendur um nýjan launasamning. ÓSLÓ: — Hans Kristian Engen, sendiherra Noregs í Was- ■bihgton, lézt á skírdag í Lillehammer 53 ára að aldri. Hann var í páskaleyfi í Noregi. LONDON: —< Hinn kunni rithöfundur Evelyn Waugh lézt á páskadag. ■ ______ Síldarleitarsk mun kosta 40 Reykjavík — EG. Sjávarútvegsmálaráðherra, Egg- ert G. Þorsteinsson (A) mælti í gær fyrir frumvarpi frá ríkisstjórn inni um heimild til smíði nýs síld arleitarskips og um síldargjald, en frumvarpið' gerir ráð fyrir, jað smíð’að verði alit að 500 brúttó rúmlesta skip og verði f jár til smíði þess aflað með sérstöku gjaldi, er nemi 0,3% af fobverði útflutts síldarmjöls og síldarlýsis, en 0,2 % af fobverði annarrar útfluttrar síldar og síldarafurða. í upphafi ræðu sinnar, sagði Eggert að nauðisynlegt og sjálf sagt væri að leggja í talsverðan kostnað við rannsóknir á hafinu umhverfis ísland og nú ættum imvHUMuwHmMuvmw Bændahðilar- gjaldið fram- lengt til 1969 Reykjavík, — EG. Langt var fram á þingi í gær frumvarp tii laga um hálft prósent viðbótargjald af söluvörum landbúnaðar ins, er renna skal til Bænda hallarinnar við Hagatorg. Þetta gjald hefur verið í gildi undanfarið, en frum- varpið gerir ráð fyrir fram lengingu þess frá 1966 — 1969 að báðum árum meðtöld mu. Það kemur fram í athuga semdum við frumvarpið að 2,8 milljónir króna vantar til að Bændaliöllin geti innt af hendi nauðsynlegar | greiðslur á yfirstandandi ári. £ MWMWWMWWWWWW Braggi við Biistaðarveg brann til kaldra kola aðfararnótt skírdags. Enginn bjó i bragganum, en ótt- ast var, að ef til vill hefðu einhevrjir verið þar inni er eldurinn kom upp en ekkert kom þó fram, sem Cvnti til þess í rústunum. Myndin er af eldsvoðanum. £ 13. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ við orðið álitlegan hóp sérfræð inga á þessum sviðum og þeim hefði verið sköpuð allgóð vinnu aðstaða á landi, en það sama væri ekki enn sem komið er hægt að segja um aðstöðuna á sjó, þótt nú ætti að ,vísu að bæta þar mikið úr með smíði nýs og fullkomins hafrannsóknarskips. En það skip eitt er ekkj nóg, sagði ráðherra. Síldarleitin er nú orðin svo mikii væg og umfangsmikil að nauðsyn legt er að sérstakt skip geti ann ast Iiana árið um kring.. Eggert sagði, að Jakob Jakobs son fiskifræðingur hefði farið þess á leit við ráðuneytið, að heimilað yrði að smíða síldafrTeitarskip og hefði Jakobi verið falið að kanna það mál. Eggert kvaiðst hafa skýrt frá þessu á ársfundi LÍÚ í fyrra og þar var samþykkt tillaga um smíði síldarleitarskips og grunnur lagður að þeirri fjár- öflunaraðferð sem frumvarpið ger ir ráð fyrir. Fimm manna nefnd hefur nú verið skipuð til að taka ákvarðanir um kaup og smíði skips ins,í en talið er að með öllum nauð synlegum tækjum muni slíkt síld arleitarskip kosta um 40 milljónir króna. Að ræðu Eggerts lokinni var málinu vísað til 2. umræðu og sjáv arútvegsnefndar. Rvílc. - OTJ. Femt slasaðist er Triumph bif reið valt á töluverðri ferð á Reykja nesbraut aðfaranótt páskadags. í bifreiðinni voru tvær konur og tveir karlmenn, öll úr Reykjavík. Voru þau á leið til Keflavíkur en er kom austur undir Vogaafleggjar ann missti ökumaður st.jórn á bifr- eiðinni með þeim afleiðingum a® hún fór einar þrjár veltur, og kastaðist einn farþeganna út úr henni. Fólkið var flutt á s.iúkrahús ið í Keflavík og þurfti tvennt að vera þar eftir til aðgerðar en hin fengu levfi til að fara heim. Þau sem eftir urðu voru sá sem kastaðist út, og ökumaðurinn sem var kona. Af bifreiðinni er það að segja að hún er talin ónýt og orsök slyssins er talin bilun á stýr isútbúnaði. Þingkjörin nefnd öthugar lækkun kosningaaldurs Reykjavík — EG. Allsherjarnefnd sameinaðs þings hefur skilað áliti um til lögu þriggja Alþýðuflokksmanna um lækkun kosningaaldurs í 18 ár. í nefndarálitinu kemur fram, að nefndin hefur leitað álits æsku lýðssamtaka allra stjórnmála- flokkanna, sem eru hlynnt því að tillagan verði samþykkt. Ung templarar og Samband bindind isfélaga í skólum eru hinsvegar á móti samþykkt tillögunnar. í nefndarálitinu segir síðan: „ Nefndin er sammála um, að rétt sé og eðlilegt að fram fari sér stök athugun á því; hvort ekkl sé tímabært að lækka kosninga aldur frá því sem nú er, en sam komulag hefur orðið um, að til taka ekki sérstaklega 18 ára kosn ingaaldur, þar sem gert er ráð fyrir, að málið verði sérstaklega athugað í þingkjörinni nefnd og er eðlilegt, að hún geri tillögu um aldursmörk að þeirri athugun lok inni. Nefndin telur rétt, að jafn (framt séu endurskoðaðar aðirar aldurstakmarkanir unga fólksins svo sem fjárræðisaldur og hjúskap araldur." Mælir nefndin því með að til lagari verði samþykkt með breyt ingum í ofangreinda átt. Gerðust fóstbræfáur að fornum sið Rvík. — OTJ TVEÍR menÞ v»oru fluttir í Slysavarðstofuna sl. miðvikudag’s kvöld með’ svöðusár sem þeir höfðu veitt sér við að sverjast í fc?t bræðralag. Þeir höfðu þá setið nokkuð að drykkju og fór svo vel á með þeim að þeir ákváðu að gerast fóstbræður að fornmanna sið. Ekki höfðu þeir tök á að ganga undir jarðarmen en hinsvegar vöktu þeir sér blóð svo hraust lega að hver fornkappi hefði ver ið fullsæmdur af. Var svo blóðinu blandað saman hellt út í vín og drukkið. Að því loknu tóku þeir að huga að sárum sínum og vildu stöðva blóðrásina en fengu þá ekkert við ráðið. Þá var ekki um annað að ræða en leita á náð ir Slysavarðstofunnar og þar voru kapparnir saumaðir saman. Voru þeir hinir vígreifustu þrátt fyrir nokkurn blóðmissi. Það tók um þrjá tíma að gera að sárum þeirra,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.