Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 4
ttttítjórar: Cylft Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Rltatjfcmorfutl. trúl: EtOur GuOnason. — Simar: 14000-14003 - Auglýslngaalml: 1400«. ASaetur AlþýOubúsiB vlO Hverflsgötu, Reykjavik. — PrentsmiOja AlþýOu bUÐalna. — Aakrlftargjald kr. 05.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntakiO. Otgefandi AlþýOunokkurinn. Jarðasala ríkislns ÓHEIMILT er að selja ríkisjarðir, nema með sam i þykki Alþingis. Þarf að flytja frumvarp og afgreiða sem lög um hvern landskika, sem ríkið selur sveitafé j lögum eða .einstaklingum. Á hverju þingi koma fram slík frumvörp um | jarðasölu. Þó mun sjaldan eða aldrei hafa verið eins | mikið um það og nú. Verður þó ekki séð, að sérstak ' ar ástæður valdi, nema tilfinning manna fyrir I verðmæti landsins sé vaxandi. Sú var tíðin, að jafnaðarmenn lögðu eindregið i til, að allt land skyldi vera ríkiseign. Mundu bænd ; ur þá fá jarðir leigðar fyrir vægt verð, en þyrftu i ekki að strita við það árum saman að kaupa sér j jarðnæði. Þá væri úr sögunni aðstöðumunurinn milli i sonar ríka bóndans, sem fær jörð í arf, og hins fá- i i tæka. Þá gætu auðmenn í bæjum ekki átt jarðir og ; látið leiguliða sitja þær. Ekki hefui þessi gamla og skynsamlega tiilaga hlotið hljómgrunn. Svo sterk er eignartilfinning manna, að þeir krefjast þess að eiga sitt land. Þó j eru mikil landsvæði í opinberri eigu og ætti frekar j að auka þau en minnka. Þegar starfandi bændur vilja eignast ríkísjarð- ir, sem liggja að löndum þeirra, er oftast rétt að selja j þeim slíka skika, enda hagnýtast þeir þá vel. Hins i vegar er ástæða til að fara mjög gætilega í sölu á ríkisjörðum og hlaupa ekki eftir óskum hvers og eins í þeím efnum. Það mun koma á daginn. þegar landið verður þétthýlla, hvers virði lóðir og S^enwood HRÆRIVÉLfN er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél ★ Kenwood hærivélin er traust- byggð, einföld í notkun og umfram allt afkastamikil og fjölhæf. Með Kenwood verður baksturinn og matreiðslan leikur einn. Kenwood hrærivélin er bezta og fullkomn- asta hjálp húsmóðurinnar í eld- húsinu. ★ Kenwood hrærivélinni fylgir: Stálskál, pískari, hrærari, hnoðari og sleikjari. Verð ki\: 5.900,00. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Laugavegi 170-172 j lendur eru. Andstaða í rúst GERÐARDÓMUR er orð, sem hefur á sér heldur hvimleiðan blæ á íslandi. Þó er slík lausn deilumála notuð í mörgum tilvikum og í sjálfu sér ekki ó- eðlileg leið, ef annað bregzt. í álsamningunum er ákvæði, sem heimilar alþjóð legan gerðardóm, ef deilur um álsamninginn ekki leysast á annan hátt. Þótti stjórnarandstöðunni þetta imikil firn og haf ði stór orð um, hvílík svívirða þetta væri. Var svo langt gengig í fordæmingu þessa á- kvæðis, að sjálfur lagaprófessorinn, Ólafur Jóhann esson, kvaðst vorkenna iðnaðarmálaráðherra að þurfa að skrifa undir slíkan samning. Svo gerðist það í umræðum í efri deild, að Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, gaf þær upplýs- ingar, að sams konar gerðardómsákvæði hefðu í mörg ár verið í samningum okkar um olíukaup frá Sovétríkjunum. Hafa hvorki kommúnistar né fram sóknarmenn nokkru sinni minnzt á. að það væri óeðlilegt eða vansæmandi fyrir íslendinga. Þvert á móti munu þeir hafa talið þá samninga hina ágæt- ustu. En andstaða þeirra gegn gerðardómsákvæði álsamningsins hrundi í rúst. Ö0<XX>00<XKKXXXXXXXXXXXXXXX>0<>GG001 ic Ekkert páskahret - Hiti. + langur vetur og suroarvon. ir Þegar útvarpiö glapti fólkiS. if OngþveitiS fer vaxandi. <><><><><><><><><><><>'><><><><><><>00000000000000 EKKERT PÁSKAHRET. Hiti 8 stig. — Ég heid að mér sé óhætt að íofa Því, aS vorið sé komið. Að vísu verður að taka þessu lof orði með varúð, því að oft hef ég skrifað slík orð, sem ekki hafa staðizt, því miður, en þau ereu sögrð £ gróðum hugr ogr af fullum vilja, — og mörgum hefur trúin yljað og ýmsum bjargað þó að erfitt sé að sanna grildi hennar fyrir alla og í ýmsum greinum. Við þetta verður þó að sitja, VETURINN HEFUR VERIÐ kaldur, leiðinlegur og hretviðra- samur, sjaldan eins stöðug frost og kuldi, en vonin um vorið og sumarið hefur hlýjað samt og dreg ið úr gjóstinum hið innra með okk ur. Bara að við fáum nú gott sum- ar. ÚTVARPH) SAGÐI Á PÁSKA- DAG, að vegurinn til Þingválla værj góður og það varð til þess, að bifreiðalestir lögðu af stað úr borgitlni svo að þær voru næst- um því óslitnar upp úr hádeginu og til klukkan tæplega fimm. En svo um kvöldið var sagt í útvarp inu, að vegurinn væri orðinn ó- fær og vegamálastjómin varaði bifreiðaeigendur við að fara Mos- fellsheiði og bað þá, sem enn væru fyrir austan að fara heldur um Sogsfossa og Ölfus heim til Reykjavíkur. FÓLK Á ERFITT MEÐ að læra. Það er vitað mál, að ísinn er enn djúpt í jörð og það þarf meira en tveggja til þriggja daga hlýj- indi til þess að þýða hann. Vitan lega eyðileggjast vegir á svip- stundu þegar klakinn er að hverfa. Það er fásinna að vera að þjóta út úr borginni þegar svona er ástatt. Þetta átti fólk að vita. En veðrið var bjart og hlýtt og það er orðið svo óralangt síð- an fólk gat farið burt, að það hugs aði ekki lengra og þaut af stað. ÖÐRU MÁLI var að gegna með þá sem fóru á skíði, enda voru þeir margir og mikið að gera I skíðaskálum svo að horfði til vand ræða. Sagt var, að einn daginn hefðu um fimm þúsund komið aff Skíðaskálanum í Hveradölum og þá var bifreiða umferðin svo mik il að engri stjórn var við komiff. Þá urðu margir árekstrar þó aff slys hafi ekkj orðið mörg. Þarna var líka margt manna, sem aðeins fór af forvitni og hafði hvorki skíði né annað til gönguferða, Það fólk átti ekkert erindi. ANNARS ER RÉTT að segja það í þessu sambandi, að bifreiða mergðin er að sprengja allar sam göngur á landi, vegina, áningar- staðina, allt. Mannj er farið að þykja alveg nóg um. Ég hef aldrei séð Suðurlandsbraut í eins ömur legu ástandi og nú undan þessum Framhald á 15. síðu. 4 13. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.