Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 9
★ ÞVINGANIR En hinar efnahagslegu þvingan ir, sem blökkumenn eru beittir, eru litlu skárri. Suður-Afríka er auðugt ríki á afrískan mælikvarða. Ilún er auðugasta ríki Afríku. En 40 af hverjum 100 innfædd- um ungbörnum deyja. í bæjunum deyja 20 af hverjum 100 innfædd um ungbörnum. Af nýfæddum börnum hvítu ibúanna deyja að- eins 2,7 í landinu öllu. Hvítur námuverkamaður hefur 144 þús króna árslaun að meðal- tali. Námuverkamaður, sem vinn ur sömu vinnu en hefur annan litarhátt, fær 7,300 krónur í árs- laun. Og hann hefur góð laun mið að við aðstæður. Meííalárslaun blökkumanna eru 4,800 krónur. Afleiðingin er sú, að bömin eru vannærð og deyja. Á hverju ári koma upp 60 þús. berklatilfelli. Hvítur Suður-Afríkumaður getur gert ráð fyrir því eins og íbúar Vestur-Évrópu, að hann nái sjö- tugsaldri. Þeldökkur Suður-Afríku maður hefur lifað lengur en flest ir ef hann nær fertug=aldri. Suður-Afríkumenn svöruðú kröf unum um jafnrétti með ógnar stjórn. Nú er hin stóra spurning sú, hvernig innfæddir íbúar lands ins bregðast við því mótlæti, sem þeir eiga við að stríða. Sem stendur eru hvítu menn- irnir að drepa blökkumennina hægt en bítandi. Munu blökku mennirnir drepa hvítu mennina fljótt og örugglega þegar dagur reikningsskilanna rennur upp? SÖNGUR STÚÐ- ENTAKÓRSINS S'túdentakórinn hélt samsöng í Gamla bíói á skírdag við hinar ágætustu undirtektir, sem voru aö langmestu leyti verðskuldaðar. Kórinn hefur ágætu mannvali á að skipa, þó að hann þurfi sjálf sagt heldur lengri tíma til að „syngja sig saman'^ þ.e.a.s. sum ar raddirnar, eins og t.d. tenór- inn, eru enn dálítið hrjúfar. Efnisskráin var að langmestu leyti gömul stúdentalög og nor ræn lög, sem mikið hafa verið sungin af stúdentakórum á Norð ulrlöndum. Skilaðii kórinn efnis skránni í heild vel, en þó bezt þeim lögum, sem liann hefur sung ið lengst, eins og t.d. stúdenta lagasyrpu söngstjórans Jóns, Þór arinssonar, þar sem frúrnar Eygló Haraldsdóttir og Kolbrún Sæ- mundsdóttir áttu ágætan hlut að máli. Einsöngvarar skiluðu og sín um hlutvarkum með prýði og Gunnar Möller, sem lék á píanó í tveim lögum, átti einnig sinn góða þátt í velheppnaðri söng skemmtun. Það má teljast vonum seinna, að tekizt hefur að koma á fót stúd entakór sem fastri stofnun hér á landi. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til þess á undanf. árum en ekki tekizt fyrr en í fyrra. Hafa þó stúdentar árum sam an lagt fram mjög verulegan skerf til karlakóranna í bænum og margar ágætar raddir í þeirra lióþi. Er vonandi, að áhuginn hald ist og kórnum verði langra líf daga auðið, því að hann hefur alla möguleika á að verða hinn ágæt asti kór með aukinni sefingu. G.G. Natalia Ginsburg: — S'i’o lengi sem hjónabandið er gott, hefur eiginkonan það gott, EN , . . Hjónaskilnaðir þekkjast ekki Á síðustu árurn hafa biöðin Róm tekið upp á því að hafa dai_ legar kvennasíður. Það telst til byltingar í ítalskri blaðamennsku, segir Gabriele Baldini, prófessor í enskri tungu og bókmenntum við háskólann í Róm, í blaðavið- tali, sem hann og kona hans, skáldkonan Natalia Ginsburg, áttu nýlega. Það er skrifað um tízkuna og matartilbúning, en einnig er skrifað um alvarlegri hluti. þótt ég taki það fram, að matartilbún ingur er mér mikið alvörumál, segir prófessor Baldini. MEIItA KYNFRÆÐSLA. — Nú er mikið um það rætt í blöðunum, að hve miklu leyti það sé nauðsynlegt að koma á fræðslu itm kynferðism'ál í skólunum og annars staðar, segir Natalia Gins burg — hún er nefnilega ekki fyrir hendi. Konur eiga ekki í neinúm erfiðleikum með að verða sér úti um vinnu á Ítalíu — hina raunverulegu mismunun kynjanna er að finna í hjúskap- arlögunum. — En hjálpa eiginmennirnir ekki konum sínum, ef þær vinna utan héimilis? — Niente, niente, svaraði Nata. lia Ginsburg hlæjandi, og þó, það er ekki allskostar rétt. Syn ir mínir tveir, sem eru nýkvænt ir. fá leyfi til að hjálpa konum sinum, sem einnig vinna úti. Yngsta kynslóðin er að breytast. — Með menntastéttum á Vest urlöndum á sér stað samskonar í þróun, skýtur prófessor Baldini inn í — það er í hinum stétt- undm, sem maður verður var við mismuninn. Lífið á Norður- Ítalíu er t. d. allt annað og nú- tímalegra en í suðurhlutanum, þó að það sé samt ekki eins þróað og í Svíþjóð t.d., þar sem konurnar ráða, eftir því sem ég hef heyrt. SÆNSKT ÁSTAND? Þátttaka konunnar í atvinnu- lífinu á Ítalíu er með nokkuð öðr um hætti en t.d. í Svíþjóð. Það er athyglisvert, að árið 1901 unnu utan heimilis 5,150.000 konur, en árið 1951 voru þær aðeins 4. 914.000 — nýrri tölur eru ekki fyrir hendi, en þetta sýnir þó ákveðna hneigð. Giftu konurnar vinna úti af nauðsyn. og strax og lifskjörin batna, og eiginmennirn ir geta einir séð fyrir heimilinu fjárhagslega, draga konurnar sig út úr atvinnulífinu og helga sig heimilinu eingöngu. VARNARLAUSAR. — En það eru hjúskaparlögin, sem eru í brennipúnktinum,: seg ir prófessor Baldini. — Svo lengi sem hjónabandið gengur snurðularust hefur hin italska kona það, ágætt, segir Natalia Ginsburg. En sé það brösótt, eru kon- urnar varnarlausar. segir mað ur hennar ,— lögin styðja ekki við bak konunnar, Eiginmaðurinn er höfnð fjöl i ramhald á 15. siðu Nýjung frá Stoddard Wilton teppi úr acrilan Þrúðurinn faér sérstaka hitameðferð, sem gerir hann stinnan og fjaðrandi. Kosti-r teppanna eru þessir m.a.: 1) Þau bælast ekki eða sporast, og skuggar mynd- ^ ast ekki á yfirborði. 2. Þau soga ekki í sig vætu, og er því auðvelt að ná blettum úr þeim. 3) Þau halda litnum eftir langvarandi notkun og eru æ sem ný eftir hreinsun. \\l ■ 4) Þau eru öðrum teppum sterkari og endingarbetri ; | og hæfa bæði á lieimilum og í opinberum bygg- ingum. 1; . I? - ■Teppiíi fást í 10 mildum og hlýlegum litum, sem fara j vel við næstum hvaða umhverfi sem er, og í 5 mis- munandi breiddum: 70 em, 90 cm, 275 cm, 365 cm og 450 cm. t Verð og sýnishorn hjá umboðsmönnum: j ÍVSagni Guðmundsson sf. Austurstræti 17. — Simi 1-1676. ÚRSMIÐUR Veltusundi 3. Sími 13014. V atnþétt Höggvarið Óbrjótanleg gangfjöður Sjálfvinda Dagatal Sendum gegn póstkröfu. Magnús Benjamínsson & Co. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. apríl 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.