Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN ____________ Jðck London stal ekki hug- myndum - heldur keypti þær Viljið þér fyliíjast með tizkunni? Ef svo er, þá verðið þér að vera op-art frá toppi til táar. En jafnvel það er ekki nægilegt. Bíllinn verður líka að fljóta með. Það þarf ekki að kosta svo mikið. Bíllinn á myndinni hefur verið límdur inn í tízkuna með sjálflím andi plastikböndum. Sænskar húsmæður eru eftirsóttar 'Kæri Jack Londön, skrifaði Sinclair Lewis, það gladdi mig mjög að fá tilkynninguna frá yð ur, þar sem þér segist gjarnan vilja líta á fleiri hugmyndir að smáscgum. Hjálagt sendi ég yð ur þykkan bunka, og vona, að þér getið notað mikið af þeim. — Kæri Sinclair Lewis, svar aði Jack London, hugmyndir yð ar bárust mér í gærkvöldi, og ég hef nú þegar ákveðið að nota níu þeirra, og sendi yður hér með samkvæmt reikningi yðar ávísun að upphæð 52,50 doll- ara. Sinclair Lewis var árið 1910 ungur og óþekktur rithöfundur 25 ára gamall, en Jack I,ondon, sem pá var 34 ára, hafði þegar aflað sér mikillar frægðar Bréfa skipti þeirra eru nú í fyfsta skipti gerð opinber, þar sem þau oru notuð í úrval bréfa frá Jack London, sem nýlega er komiö út í New York. t>ar með hefur Jack London verið sýkn- aður af gamalli ákæru fyrirrit stuld. !^| CE>egar árið 1906 varð Jack London opinberlega ásakaður fyrir að vera „gróflega þjófótt- ur“. Ákæran byggðist á því, að saga hans „Before Adam“ væri eftirlíking af sögunni „Story of A'b“ eftir lítt þekktan og hæfi leikasnauðari rithöfund, Stan- ley Waterloo. Jack London svar aði því til, að hann hefði sett sinn „Adam“ fram sem „svar“ við „Ab“ Waterloos, af þvi sér hefði fundizt hahn óvícindaleg- ur. • Árið 1931, fimmtán árum éft ir að Jacfc London framdi sjálfs morð, var því haldið fram í bandarísku tímáriti, að hann hefði ekki sjálfur skrifað allar sögur sínar, heldur leigt til þess annan mann, nefnilega Sinclair Lewis. í mikilli sjálfsævisögu Lewis greinir hins vegar sögu- ritarinn, kunnur bókmenntafræð ingur, frá því hvað þeim félög- um raunverulega fór í milli. — í guðs bænum, skrifaðj Jack London, leggið á minnið hverjar af hugmyndum yðar ég hef not- að — svo að þér einn góðan veð urdag farið ekki að vinna úr þeim. Sinclair Lewis Jack London. — Til þess að vera alveg ör- uggur, svaraði Sinclair Lewis, geri ég tvennt: ég eyðilegg upp kastið að hugmyndinni, sem þér hafið keypt, og færi það jafnt framt á skrá. Og ég lít oft á skrána. 'Með því að skrifa bókina „Be- fore Adam“ sem „svar“ við fyr- irliggjandi lakari skáldsögu, út færði Jaek London hina gömlu samvinnureglu, sem var i fullu gildi í menningu vorri þangað til um 1800. Yrkisefni, sem einu ! sinni hafði verið notað, var tal j ið sameiginleg andleg eign mann ; kynsins, sem öllum væri frjálst að fást við. Þannig giátu sög- ur, sem fjölluðu um athyglis- vert efni, verið endursagðar aft ur og aftur, þangað til að einr hver þeirra náði endanlegu farmi í hönidum raunverulegs snillings. 'Sinclair Lewis átti fleiri hug myndir en hann sjálfur hafði not fyrir, og hann hafði einn- ig þörf fyrir peninga, af því að hann vildi gjarnan segja lausu borgaralegu starfi sínu og lifa eingöngu af ritstörfum sín- um. Hér var því góður grund- völlur að samvinnu tveggja and ans manna, sem þjóðfélagið varð að taka gott og gilt. Jack Lond Ojn sfcinti við Sinclair Lewis gegn staðgreiðslu. Þegar hugmyndin að skáldsögu hafði verið keypt, gat þá nokk ur mótmælt því, að andlegur eignarréttur hugmyndarinnar væri hjá J,ack London? Hann gat ekki notað allar hug myndir Sinclair Lewis. Sumar þeirra krö/ðust fleiri staðreynda og smáatriða en hann nennti að safna,. og; aðrar, - sfcrifar hann, eiga ekki .við skapgerð mfna. Þeirra á meðal eru „reglulegar O'Henry hugmyndir“, tekur hann Framhald á 15. sfðo. Svíar hafa reiknað það út, að þjóðfélagið hagnist svo milljörð- Um skipt, ef húsmæðumar fara aftur út í atvinnulífið, þegar yngstú böril þeirra eru orðin sjö ára gömul. Því leggja þeir mikla áherzlu á að veita konunum alla þá hjálp, sem fært er talið til þess að þær geti farið að vinna úti á nýjan leik. Þess vegna er hjónum það í sjálfsvald sett, hvort þau vilja sér- eða sam-sköttun, og í athug- un er að fella úr gildi lögin um samsköttun hjóna. Einnig gera þeir húsmæðrunum það auðveldara að afla sér mennt- unar — álveg nýrrar pða annarr- ar en þær fengu áður en þær gift- ust. NÁMSKEIÐ FYRIR HÚS- MÆÐUR. Þeim er bæði gefinn kostur á byrjunarnámskeiðum og svo nýj- um sérnámskeiðum. Byrjunarnámskeiðin vara í sex vikur og þar fer m. a. fram kennsla i kerfisbundinni vinnu, iðnaðarhagfræði og vinnuvernd, svo dæmi séu nefnd. Þrjár fyrstu vikurnar fer kennslan fram í sér- stökum bóknáms- og æfingaskól- um, en síðustu þrjár vikurnar er dvalið á vinnustöðum. Hugmyndin er sú, að gefa kon- unum kost á víðtækara atvinnu- vali. Og þær fá fjárhagslegan ; stuðning á meðan á námskeiðinu stendur, fjölskyldustyrk, eftir stærð fjölskyldunnar, fríar ferð- ir, vinnufatastyrk og visst grunn- kaup. Þessi styrkur er skattfrjáls, og hann geta einnig fengið efn- aðar konur, þó ekki hómarks- styrk. Óski húsmæðurnar hins vegar frekari menntunar, geta þær sótt sérnámskeið fyrir fullorðna, sem byrja vilja á einhverju nýju. Þau eru líka fyrir karlmenn, sem orðn- ir eru leiðir á starfi því, sem þeir eru í. Þessi námskeið taka allt Framhald á 15. síðu £ 13. apríl 1966 - ALÞÝ0UBLAÐIO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.