Alþýðublaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ:
Guðrún Eirlksdóttir
verkakona
Kristín Magnúss er leikstjóri og hefur einnig þýtt leikinn í samvinnu við Odd Björnsson
V
FerSaleikhúsið :
TÓNASPIL OG HJÓNASPIL
eftir Peter Shaffer.
Þýðendur : Kristín
Magnús, Oddur Björnsson.
Leikstjóri: Kristín Magnús
Leikmyndir : Þorgrímur
Einarsson.
FERÐALEIKHÚSIÐ er fyrirtæki
þriggja ungra leikara í Reykjavík
sem undanfarið hafa sýnt þessa
tvo einþáttunga á nokkrum stöð-
um sunnanlands; það hafði fyrstu
sýningu sína í Reykjavík í Lind-
arbæ á sunnudagskvöld. Ekki
þekki ég par til Peter Shaffers
að þessari sýningu frátalinni. En
hún var alls ekki óskemmtileg —
þó vísast gæfi hún til kynna að
leikirnir útheimti til muna fág-
aðri meðferð til að njóta sín rétti-
lega.
Mér þótti fyrri þátturinn, Tóna-
spil, sýnu markverðari í meðför-
Um Ferðaleikhússins. Það er
skáldlegur þokki yfir þessu verki,
skop og skilningur fara fallega
saman í lýsing leiksins á einmana-
leik og einangrun mannlegfa til-
finninga í býkúpu stórborgarinn-
ar. Leikendur eru aðeins þrír og
fara allir furðu-snoturlega með
hlutverk sín, þó skáldskapur leiks-
ins mundi, sem fyrr segir, sjálf-
sagt njóta sín betur í leiknari með-
förum. Álitlegastur þótti mér
Sverrir Guðmundsson í hlutverki
Bobs, hins misskilda tónsnillings
og hérvillings í hópi félaganna;
Sverrir býr ugglaust yfir verulegri
skopgáfu og hann lék með tilfinn-
ingu fyrir alvöru lilutverksins. —
Kristín Magnús, sem einnig hefur
sett báða þættina á svið, sýndi
skopleg tilþrif í lýsingu Doreen-
ar; sjálft gervi hennar var yfir-
gengilegt; en Leifur ívarsson var
tæpast fyllilega sannfærandi sem
veraldarmaðurinn Bob.
Líkast til hæfa hlutverk brezkra
skrifstofuungiínga leikendum bét-
ur út af fyrir sig en hreinræktaðar
„týpur” seinni þáttarins, krump-
inn yfirstéttarmaður (Leifur ív-
arsson), lífsglöð alþýðustúlka af
my-f air-lady-gerðinni, (Kristín
Magnús), og það sérvitra kynja-
menni, sem hér er einkaspæjari
(Sverrir Guðmundsson); minnsta
kosti varð þremenningunum miklu
minna úr Hjónaspili. Langhelzt
var gaman að Sverri Guðmunds-
mundssyni í upphafi þáttarins, en
þau Leifur og Kristín náðu litl-
um tökum á sínum ósamstæðu
hjónakornum. Mórall leiksins,
sjálfsagt góður og gegn, að menn
skuli leggja af sér helsi vanans
og njóta lífs síns opnum augum
og huga, varð nú heldur óskáld-
legur í meðförum þeirra félaga
— hversu sem er um hann elleg-
ar. Amböguleg þýðing spillti einn-
ig fyrir þættinum.
Framhald á lu. siou.
SEYTJÁNDA þessa mánaðar
lézt hér í Reykjavík níutíu og
fjögurra ára að aldri Guðrún Ei-
ríksdóttir, verkakona. Hún giftist
ekki og var alla tíð einhleyp. Hún
var dóttir hjónanna Þóru Jóns-
dóttur frá Arakoti á Álftanesi og
Diríks Eiríkssonar, Haugakoti í
Sandvíkurhreppi í Árnessýslu,
eitt af þrettán börnum þeirra
hjóna, sem þá og síðar bjuggu að
Haugakoti.
Þegar Guðrún var aðeins tólf
vikna gömul veiktist móðir henn-
ar og var telpan þá tekin í fóst-
ur til hjónanna að Ásakoti og
ótti ekki afturkvæmt í foreldra-
húsin. Var hún þar og síðar í
Austurkoti, þar til hún var tuttugu
og sjö ára gömul, en þá yfirgaf
hún æskustöðvarnar og fluttist út
á Seltjarnarnes, í Melshús. Þar
var hún vinnukona í fjögur ár,
en' fluttist þá til Reykjavíkur. Var
hún þá hjá bróður sínum, Eiríki
og konu hans, Sesselju Guðmunds-
dóttur, á Holtsgötu 14. Næsta sum-
ar fór hún að vinna við fiskvinnu
í Viðey, en þá var Árni Jónsson
verkstjóri þar. Þegar Thor Jensen
stofnaði útgerðarfélagið Kveldúlf
réðst Árni til hans sem verkstjóri
og réð hahn Guðrúnu til sín. Mun
hann fljótt hafa komízt að raun
um frábæran dugnað hennar,
skyldurækni og vandvirkni. Upp
frá því vann hún árat. saman að
fiski hjá Kveldúlfi í fiskhúsum
hans við Skúlagötu og síðar og jafn
framt í Melshúsum, eða þar til
brezki herinn tók Melshús í stríðs
byrjun og vinna lagðist þar niður
af þeim sökum.
Enginn veit, nema sá, sem séð
hefur og reynt, hvernig kjör fisk-
verkunarkvenna voru á fyrri tíð.
Hafa þó sögur verið sagðar af því,
þegar þær urðu að brjóta klakann
af fiskkörunum á vetrum og standa
við fiskþvottinn allan daginn. —
Slitnuðu margar konurnar þá illa
og fengu þá til dæmis sinaskeiða-
bólgu í hendur og úlfnliði, sem
þær losnuðu aldrei framar við. En
það var töggur í þessum konum
og brýn nauðsyn knúði þær áfram.
Framhald á 15. síðu
Guð'rún Eiríksdóttir
KVIKMYNDÍR KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR
MARNIE. — Gerð 1964 fyrir
Unwersal-lnternational. Myndin
er gerð eftir skáldsögu Winston
Graham. Handrit: Jay Presson
Allen. Kvikmyndataka: Robert
Burks. Tónlist: Bernard Hermann.
Klipping: George Tomasini. Aðal-
hlutverk: Tippi Hedren, Sean
Connery, Diane Baker, Martin
Gabel. Leikstjóri: Alfred Hitch-
cock.
Hitchpock stjórnaði sinni fyrstu
kinkmynd árið 1921 og hét hún:
„Númer þrettán,” en hann lauk
aldrei við hana. Síðan hefur hann
lokið við þær myndir, sem hann
hefur byrjað á, og komið með
eina t.il tvser myndir á markað-
inn á ári. Þetta gildir til ársins
1960. Það ár kemur „Psycho” á
markaðinn og eftir hana ekkert í
þrjú ár. Þessi þrjil ár hlýtur
meistarinn að hafa verið ákaflega
alvarlega hugsandi, þvi að árið
1963, þegar „Fuglarnir” komu á
markaðinn (sýnd í Hafnarbíó í
september 1964), kveður við allt
annan tón hjá Hitchcock en í fyrri
myndum hans. Marnie er framhald
og útvikkun á þessari nýju stefnu
hans. Marnie er listaverk, kvik-
myndalega séð, þótt efnið sé ekki
stóffenglegt. Én það 'merkilega við
myndina er, að Hitchcock getur
látið efnið líta stórfenglega út í
augum áhorfenda. Hann getur,
með mikilli nærfærni og án þess
að við tökum eftir því, fært okkur
svo nálægt Marnie, að við höfum
meðaumkun með henni og viljum
að hún sleppi frá öllum þjófnuð-
um, jafnvel þó að við vitum öll,
verið ráðin hjá Rutland fyrirtæk-
inu verður Mark Rutland, eigin-
legur forstjóri fyrirtækisins, hrif-
inn af henni. Hún stelur og flýr,
hann finnur hana', segist ætla að
giftast henni og lækna hana. —
Mark gengur síðan að því með
oddi og cgg að afla sé upplýs-
inga um bernsku hennar og kemst
MARNIE
hve andstyggilegt það er að stela.
Efnið er í stuttu máli þetta: Ung
kona með einhvern óþekktan kom-
plex barna ræður sig hjá ýmsum
fyrirtækjum, rænir álitlegri pen-
ingafúlgu eftir smátíma, hverfur,
skiptir um nafn og byrjar aftur.
Eftir hvern þjófnað fær hún sér
útreiðartúr á hesti sinum, Fóríó,
en hann er það eina, sem karl-
kyns er, sem hún elskar, því karl-
menn getur hún ekki elskað. —
Einnig heimsækir hún móður sína
í Baltimore, gefur henni þá gjaf-
ir, en péninga sendir hún henni
reglulega. F.ftir að Marnie hefúr
að hinum hræðilega leyndardómi,
sem Marnie var búin að gleyma.
En síðustu atriði myndarinnar
sýna áliorfendum, að jafnvel þó
að leyndardómurinn hafi vérið
grafinn upp,'er ekki um fullan
bata að ræða. Það sést bezt á
þ\:í, að Hitchcock fellur ekki í þá
gildru, að láta mæðgurnar fallast
í faðma, eftir að leyndardómurinn
hefur verið upplýstur og halda
síðan veizlu á eftir. Þvert á móti,
þegar Marnie leggur höfuð sitt i
keltu móður sinnar, þá teygir móð-
irin að vísu fram höndina til þess
að strjúka hár hennar, en hættir
við, dregur hana til baka aftur ag
segir það sama og hún sagði fyrst
í myndinni: „Marnie, mind my
leg.” Marnie ris upp, en Mark
strýkur hár hennar mjúklega.
Mynduppbyggingin er ekki síð-
ur cftirtektarverff en næmleiki
Hitchcock’s í smáatriðum. Lítum
til dæmis á „endurminninga”-at-
riðin. Hver einstök endurminrdng
byggir upp atburðinn, sem hvílir
suo þungt á undirmeðvitund Mar-
nie. Augljósust eru þau atriðin,
þar sem Marnie missir rautt blek
niður á hvíta blússuna, rauðdopp-
ótt blússan knapans og eldrauðpr
jakki veiðimannsins. Mismunuf-
inn á Mark, hinum heilbrigða, og
Marnie, liinni sjúku. er oft sterkt
undirstrikaður. Hitchcock missir
aldrei tökin á uppbyggingú mynd-
arinnar. Og ég held að hann hafi
fengið það út úr hverjum leikarq,
sem hann ætlaði sér. Þeir leika
allir með ágætum.
Því miður hef ég séð of lítið af
myndum eftir Hitchcock til þess
að geta dæmt um hvort þetta e.r
bezta mynd hans en þó nógu margt
ar- til þess að geta sagt, að þéttif
er ein af vönduðustu myndiml
hans. ' |
Sig. Sverrir Pálsson.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
27. apríl 1966 J