Alþýðublaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 14
ib
lis
w>
iií'
ite
B
FUNDARBOÐ
Aðalfundur Hjartaverndar, samtaka hjarta-
og æðaverndarfélaga á íslandi,
verður haldinn laugardaginn 30. apríl kl. 14.00 í fundar
sal Hótel Sögu.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnarinnar um starf síðastliðins árs.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til sam-
þ.vkktar og úrskurðar.
2. Stjórnarkosning.
4. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.
Stjórnin.
Athygli borgarbúa
er hér með vakin á Iþví, að- Slysavarðstofu Reykjavíkur
er ekki ætlað annað hlutverk en að sinna fólki, sem orð-
ið nefur fyrir slysum.
Með sérstöku tilliti til ríkjandi skorts 'á laeknum í
Slysavarðstofunni er brýnt fyrir borgarbúum að leita
ekki til hennar í öðrum sjúkdómstilvikum. Bent er á
heimilislækna og aðra starfandi lækna í borginni.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Lausar lögregluþjónsstöður
2 lögregluþjónsstöður í lögregluliðl Hafnarfjarðar og
Gullbrir.gu- og Kjósarsýslu (vegna Garðahrepps) eru
lausar til umsóknar.
Byrjunarlaun samkv. 13. flokki launasamnings opin-
berra starfsmanna auk 33% álag á nætur- og helgi-
dagavaktir. — Upplýsingar um starfið gefur undirrlt-
aður og skulu umsóknir, sem greina, aldur, menntun
og fyrri störf hafa toorizt honum fyrir 15. maí nk. —
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, sýslumaður-
inn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
23. apríl 1966.
Áskriftasíminn er 14901
Loftbardagar
Framn af bls. 1
Phantom-þotan flaug ekki svo
nálægt óvinaflugvélinni að ein-
kennisstafir hennar sæjust, að því
er sagt er í Saigon. Fyrir skömmu
fengu Norður-Vietnam 15 þotur af
hinni sovézku gerð. Kínverjar eiga
einnig nokkrar þotur af þessari
gerð, og ekki er talið útilokað að
það hafi verið kinversk þota, sem
skotin var niður í dag, en þetta
hefur ekki verið opinberlega stað
fest.
Phantom-þotur og MIG-þotur
hafa tvisvar áður barizt í lofti, á
laugardaginn og mánudaginn, en
án þess að nokkur þeirra væri
skotin niður. MIG-21þotur er einn
ig hægt að útbúa flugskeytum,
en ekkert bendir tU þess að þær
hafi beitt slíkum vopnum í loft
bardögum yfir Norður-Víetnam.
Bandarískar flugvélar fóru 65
árásarferðir yfir N-Víetnam síðast
liðinn sólarhring og var meðal
annars ráðist á ffugskeytastöð
norðvestur af Binh í suðurhluta
Norður-Víetnam. í Suður-Víetnam
eru stöðug átök milli Vietcong
manna og stjórnarhermanna á
ýmsum stöðum og talsvert mann
fall varð í liði stjórnarhermanna
í átökum um 140 km. norður af
Saigon í dag.
Forsætisráðherra N-Víetnam,
Pham Van Dong, sagði í ræðu í
Hanoi í dag að því lengra í norður
sem bandarísku árásarflugvélarn
ar færðu sig því meiri áfölllum
yrðu þær fyrir Hann kvaðst líta
björtum augum á ástandið í N-
Víetnam, sagði að mikið hefði á-
unnizt I baráttunni gegn Banda-
ríkjamönnum og hélt því fram að
lífskjör almennings hefðu batnað.,
í Washingtöh hvatti formaður
hermálanefndar öldxmgadeildar-'
inar, Richard Russel til þess I dag
að loftárásir á Norður-Víetnam
yrðu auknar og hafnbann sett á
Haikong
Gervihjarta
Framhald af 2. siðu
ir slíka meðferð. Deruddere varð
65 ára gamall. Dánarorsökin er
talin vera sár í lungnapípum eða
barka.
Þótt Derudder llfði ekki af að-
gerðina, verður hans minnst í
sögu læknisvísindanna fyrir það
að lifa lengur en nokkur annar
sjúklingur eftir skurðaðgerð af
þessu tagi, að því er sagt er í
(OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC
útvarpið
Mlðvikudagur 27. apríl
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
17.40 Þingfréttir. .
18.00 Lög á nikkuna:
Francone, Turpeinen o.fl. leika.
18.45 Tilkynningar.
19.30 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir
20.00 Daglegt mál
Árni Böðvarsson flytur þáttinn.
00000000000000000000600C
20.05 Efst á toaugl
Björgvin Guðmundsson og Björn Jóhannes
son tala um erlend miálefni.
20.35 Raddir lækna
Karl Strand talar um þáttaskil í sögu geð-
spítala.
21.00 Lög unga fólksins
Gerður Guðmundsdóttir kynnir.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 „Bréf til Hlina“, saga eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur
Höfundur flytur (2).
22.35 Belgísk tónlist.
a. Paulette Stevens leikur á píanó „Tafl-
svítuna" eftir Jean Absil.
b. Liége-tríóið leikur Strengjatríó op. 49
eftir Francis de Bourguignon.
23.10 Dagskrárlok.
fOOOoooooooooooooooooooocoooooooooooooooooooooooo
Vö óezt
«SSh
Houston. Derudder lifði f rúmlega
fimm sólarhringa, en fyrra „met
ið” var fjórir sólarhringar.
Söfnun ....
Framhald úr opnu.
að skoða sýninguna, þá er það
von þeirra, sem að sýningunni
-standa, alð sem flest börn og
unglingar gætu komið að skoða
hana og lært af því, sem þeir
sjá þar. Sýningarmunum er hag
anlega fyrir komið í sýningar-
kössum, sumir sýningarkassarn-
ir eru eins og áður segir, frá
fyrstu iðnsýningunni á íslandi
árið 1911.
Þegar við gengum um sýning
una var þar margt manna,
bæði böm og fullorðnir. Minnstu
börnin náðu varla upp fyrir
sýningarkassana, en þau reyndu
að teygja sig til að sjá betur
og greinilegt var að þetta
vakti áhuga þeirra, enda ekki
á hverjum degi, sem þau sjá
skeljar og steina í öllum regnbog
ans litum, ýmiss konar þörunga
og margt fleira forvitnilegt.
Lesið Alþýðublaðið
Enskar kápur
☆
Sumarkjólar
Vordragtir
Markaðurinn
Laugavegi 89.
Nýjar sendingar:
Grá flannel
með hvítum röndum
☆
Ensk dragtaefni
meira úrval en nokkru sinni fyrr
☆
Einlit ullarkjólatau
yfir 20 litir
☆
Kápuefni
mikið úrval
Markaðurinn
Hafnarstræti 11.
14 27. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ