Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 4
EGÍStXD
Bttetjórar. Cylfl GrOndal (4b.) os Benedlkt Gröndal. — Kitat^Srnarfull-
trúl: ElBur GuSnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýaingaalml: 14906.
AOaéftur AlþýBuhúslð vlð Hverílsgötu, Reykjavflc. — PrentamlBJa Alþýðu
UaSalna. - Aakrlftargjald kr. 95.00 - 1 lauaaaölu kr. 6.00 tíntakKL
Utgefandl AlþýBuflokkurlnfl.
Ríki og borg
FJÖLDI MANNVIRKJA, sexn sveitarfélög reisa
til að rveita almenningi þjónustu er kostaður sameig-
inlega af ríki og sveitarfélögum. Þannig er til ,dæm-
is um skóla, hafnir, sjúkrahús, götur og margt fleira.
Núverandi ríkisstjórn hefur inn árabil fylgt
þeirri stefnu að auka stuðning sinn við sveitarfélög-
in. Framlög ríkisins til skólabygginga hafa til dæm
is vaxið hröðum skrefum. Þá var ákveðið að leggja
hluta af söluskatti í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. en
hann styrkir og styður sveitarfélög um allt land.
Einnig var tekin upp sú nýjung að láta hluta af tekj
um vegakerfisins renna til varanlegrar gatnagerð-
ar í kaupstöðum og kauptúnum, og fleira mætti
nefna.
Sem dæmi um hinn mikla stuðning ríkisins við
sveitarfélögin má nefna höfuðborgina, Reykjavík.
Samkvæmt framkvæmdaáætlun fær Reykjavík á
þessu ári frá ríkinu 16 milljónir til gatnagerðar,
23 milljónir til skólabygginga og 15 milljónir til
sjúkrahúsabygginga. Þetta eru ekki lítil framlög.
Hin trausta eyðslustjórn
MEGINATRIÐI í áróðri Sjálfstæðismannla í
Reykjavík er „hin trausta fjármálastjóm“ í borg-
inni. Nánari athugun sýnir þó, að rekstur borgar-
innar er mjög dýr, en of lítill hluti af tekjum henn
ar verður eftir sem varanleg eign.
Á árabilinu 1962 til 1965, aðeins fjórum árum,
voru tekjur Reykjavíkur í heild 2.128 milljónir
króna. En þessi fjögur ár var aðeins 435 milljónum,
eða liðlega einum fimmta hluta teknanna, varið til
verklegra framkvæmda. Er þá farið eftir tölum um
eignabreytingar í reikningum borgarinnar. Enda þótt
framlög til gatnagerðar séu þar talin rekstrargjöld,
er hlutfallið óhagstætt.
Sannleikurinn um fjármálastjóm borgarinnar er
sá, að reksturinn er óskaplega dýr og skortir fyrst
og fremst aukið aðhald á því sviði. Þar sést bezt,
að ráðamenn borgarinnar hafa of iítið tillit þurft
að taka til annarra og flokksleg sjónarmið hafa of
oft verið látin ráða á kostnað skattgreiðenda.
Það er alltaf óhollt að sami flokkur og sömu
menn fari of lengi með stjóm. Meginkostur lýðræð
isins er að skipta um menn, en kosningar og tilhugs
unin um hugsanleg sinnaskipti kjósenda er bézta
aðhald, sem unnt er að veita stjómendum. En hefur
þetta aðhald verið nógu sterkt í Reykjavík hin síð-
ari ár?
Sjálfstæðismenn dýrka samkeppni. Væri ekki
rétt að veita þeim örlítið meiri samkeppni í Reykja-
vík? Eða eiga þeir við einokun, þegar þeir tala um
samkeppni?
4 7. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SJÖTUGUR í DAG:
ÞÖRODDUR GISSURARSON
Þóroddurl Gissurarson Suður-
götu 21 í Hafnarfirði á sjötugs
afmæli í dag. Hann er fæddur 7.
maí 1896, sonur merkis og dugn
aðarhjónanna Margrétar Hinriks
dóttur og Gissurar Guðmundsson
ar bónda að Gljúfurholti í Ölvusi.
Þau hjón eignuðust 17 börn og
komust 14 þeirra til fullorðins
ára. Þrjú þeirra eru nú látin:
Ágúst, Guðbjörg og Guðmundur,
sem var um áraraðir einn af for
ystumönnum Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði. Öll voru þau systkin
in sóma og dugnaðarfólk, eins
og þau áttu kyn til.
Þóroddur mun hafa dvalið hjá
foreldrum sínum til ársins 1920
en þá brugðu þau búi að Gljúfur
holti,- Einu ári síðar fluttust þau
til Hafnarfjarðar og bjuggu þar
síffaji meðan heilsa og 'kraftar
leyfðu. En árið 1922 fluttist Þór
oddur svo til Hafnarfjarðar og
hefur búið þar síðan.
Árið 1934 gekk Þóroddur að
eiga Guðbjörgu Einarsdóttur,
myndar og dugnaðarkonu. Eignuð
ust þau 4 börn, sem öll eru á lifi
og hafa 3 þeirra stofnað sitt eig
ið heimili. Konu sína missti Þór
oddur árið 1952, en tók því með
karlmennsku og festu, þrátt fyr
ir sáran söknuð, sem ástríkt hjóna
band skilur eftir þá leiðir skilja.
Síðan hefur Þóroddur haldið
heimili með Ingibjörgu systur
sinni.
Skömmu eftir komu sína til
Hafnarfjarðar gekk Þóroddur í
Verkamannafélagið Hlíf. Var hann
þar ötull og áhugasamur félags
maður og var m.a. varaformaður
þess um skeið.
Jón Finnsson hrl.
Lögfræðiskrifstofa.
Sólvhólsgata 4. (Sambandshúsið)
Símar: 23338 og 12343.
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
bifreiðina.
BlLASKOÐUN
Skúlagötu 34. Sími 13-100
Látið okkur ryðverja
og hljóðeinangra
bifreiðina með
TECTYL!
RYÐVÖRN
•Skúlagötu 34. Sími 13-100
Áskriífasíminn er 14900
Þegar Raftækjaverksmiðjan h.f.
(Rafha) var sett á stofn gerðist
Þóroddur starfsmaður hennar og
hefur verið það síðan. í stjórn
Þóroddur Gissurarson
Iðju, félags verksmiðjufólks í
Hafnarfirði, hefur Þóroddur átt
sæti í áraraðir og verið fulltrúi
þess á Alþýðusambandsþingum. Þá
hefur hann átt sæti í fulltrúaráð
um Alþýðuflokksins og verkalýðs
félaganna í Hafnarfirði. Hann hef
ur . tekið virkan þátt í starfi A1
þýðuflokksins hér í Hafnarfirði
og gegnt þar ýmsum trúnaðar-
störfum.
Þóroddur er að eðlisfari hlé-
drægur og ekkj fyrir að trana
sér fram. En þar sem hann hefur
snúið sér að verki, hefur hann
ætíð þótt með afbrigðum góður
starfskraftur, hvort sem um hef
ur verið að ræða verkleg eða fé
lagsleg störf, því maðurinn er
mjög félagslyndur, enda lætur
hann fá mál framhjá sér fara
án þess að kynna sér þau
og kryfja til mergjar, séu þau
þess eðlis, að Þau mættu, ef vel er
á haldið, verða alþýðu þessa lands
til heilla og velfamaðar.
Þóroddur er á því aldursskeiði,
að hann hefur komizt í snertingu
við gamla og nýja tímann — man
vel af eigin raun upp á hvað
gamli tíminn bauð alþýðu þessa
lands og svo hvað nýi tíminn
býður henni. Þá er honum ekki
síður kunnugt hverjir hófu merki
fyrir kjarabaráttu alþýðu þessa
lahds fyrir 50 árum og hafa léitt
hana til þess farsæla áfanga sem
nú er náð.
Um leið og ég færi Þóroddi mín
ar beztu hamingjuóskir, á þess
um merku tímamótum f lífi hans
vil ég fyrir hönd Alþýðuflokks
félags Hafnarfjaröar þakka hon
um margþætt og jákvæð störf
sem hann hefur innt af höndum
Alþýðuflokknum til velfarnaðar.
Einnig færi ég honum mínar per
sónulegu þakkir fyrir trausta vin
áttu og stuðning í áratugi, með
ósk um að hann megi ætíð vera
umleikinn birtu og að heill og
hamingja fylgi honum og störf
um hans um ókomin æviár.
Þórður Þórðarson.
Þóroddur dvelur í dag hjá dótt
ur sinni Rannveigu og tengdasyni.
Rafni Sigurðssyni Smyrlalu-auni
23 Hafnarfirði.