Alþýðublaðið - 07.05.1966, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 07.05.1966, Qupperneq 1
Laugardagur 7. maí 1966 - 46. árg. — 102. tb!. - VERÐ 5 KR. Fær hún nýtt húsnæði? □ HANN VAR HVASS og kaldur á norð an í gærdag, þegar við heimsóttum Lilju Guðlaugsdóttur að Suðurlandsbraut 58 til að forvituast um. hvort hún hefði nokk- uð heyrt frá borgaryfirvöldunum, en forsíðu grein Alþýðublaðsins í gær um ástæður Lilju Vog barna hennar sjö vakti mikla athygli. í óvörðum timburskúr liafast átta manns við á gólffleti sem er minni en stofa í flestum húsum, — eða rétt um fimmtán fermetrar. — Nei, hingað hefur enginn komið og ég hef ekkert beyrt, sagði Lilja. Þegar það er eins kalt og í dag, er óverandi hér, þótt ég kynd’i eins og hægt er, þá hefur það sára- lítið að segja. Það er litlu hlýrra inni en úti, — eitt af börnum míniun er veikt, hélt hún áfram, og mér tókst ekki að ná í lækni, því ég komst ekki í síma fyrr en of seint. Ég næ vonandi í hann á morgun, en hér er heljarkuldi og óvært eins og alltaf er, þegar eitthvað kólnar. Þá hafði blaðið tal af einum talsmanni Reykjavíkurborgar, sem dálítið hefur haft með mál Lilju og barna hennar að gera. Hann sagði: Þetta mál er í afgreiðslu hjá okkur, og við vonumst til að geta leyst það. Alþýðublaðið vill bæta því hér við, að von- andi verður ekki Iöng bið á því, að Reykja- víkurborg taki á sig rögg og ráði á einhvern hátt fram úr vanda Lilju og barna hennar sjö. ÞETTA ER ENN ÞA TIL í REYKJAVÍK ' frbkíyhlo býr | j .Wrm. wj&jtx i r ufo llmmfón fá/twíftjr ] Alþjóðaþing jafnaðarmanna i Sviþjóð: ÁKÁFT FA Stokkhólmi. 6. maí. (NTB). Brezki Alþýðuflokkurinn lýsti í dag með skýrari og ótviræðari orðum þeim eindregna vilja sín- um að komast að samkomulagi við Efnahagsbandalagið. Aðalfulltrúi flokksins á alþjóðaþingi jafnaðar- manna í Stokkhólmi, George Brown varaforsætis- og efnahags- málaráðherra, sagði í ræðu á þing inu, að spurningin væri ekki leng ur sú, hvort Bretar ættu að ganga í EBE, heldur hvenær og með hvaða skilyrðum. Ræða hans er ÁHRIF FRÁ UMHVERFINU Oft heyrist því fleygt, að skólamenn sæki efni í dæmi sín í fjarskylda hluti og nemendum alls ókunna, eins og þegar þeir tala um járnbrautir, sem þjóta í gegn um jarð- göng eð.a eidflargar, sem geyisast til fjarlægra himin- hnatta. Nýiega barzt okkur í hendur reikningsdæmi úr igagnfræðaprófi frá i vor, sem óneitanlega byggist á hinu gagnstæða þar sem nánasta urtihverfi skólans er vafið á meistaralegan hátt inn í úrlausnarefnið, þannig að allar aðstæður verða nemendúþum ljóslifandi veruleiki. Segi menn svo, að kennarastéttin hafi ekki vákandi auga á um hverfi sínuí Gatan fyrir framan Gagnfræðaskóla verknáms var tví- vegis grafin upp á þessum vetri. í fyrra skiptið var meðal breidd 4 m og dýpt 1,80 m., 8 menn voru í 15 vikur að vinna við 80 m langan skurð. í síðara skiptið var skurðurinn 2 m á dýpt og 3 m á þreidd að meðaltali. Hve margar vikur voru 10 menn að vinna við jafn langan skurð? ras » txttylímX&.-XÍiÍináaa ■ i ílyw-. ~uuu 1. ÍyrXf tr í^zu f.:,: vrrwtáus >.ir trfrrrlR ,:r:,íin u[>(, á' , >'•.>*■>.. v:.í , i . .1 .**!> „kij.'l,*. >.:.* , >.f.*.;* í ö ífj'f t . :'C‘ í .15 v-ihna við r. Ifiúgttu %. t -Ni:f i<’i >■■■(.:■ -...l.uröurf í:n !■! w <1 ’óýút ay. r-:, 'ól'ifiú-ú l - vJÍ-M' vorti H> wnn <»•’> vihn<V vi<> P.ltttrð n talin einhver mikilvægasta stefnu yfirlýsing Breta í markaðsmálun- um. En þótt ræða Browns í umræð- unum um markaðsmálin vekti mikla athygli var ítalski vinstri- sósíalistinn Pietro Nenni maður dagsins. Laust fyrir 1950 var flokkur hans rekinn úr Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna vegna samstarfs hans við kommúnista og ágreinings hans við jafnaðar- menn. En nú hafa Nenni-sósíal- istar tekið afstöðu gegn kommún- istum og gengið til samstarfs með jafnaðarmönnum. Þetta samstarf hefur komið þeiin í stjórnarað- stöðu og leitt til þess að Pietro Nenni er orðinn varaforsætisráð- herra Ítalíu. Nenni-sósíalistum var því boðið til ráðstefnunnar sem bróðurflokki ásamt jafnaðar- mannaflokknum, sem er fullgildur meðiimur. Afturkoma Nennis í bræðralag jafnaðarmannaflokka heimsins var fagnað með gífurlegum fagn- aðarlátum af um það bil 200 full- trúum, sem þingið sitja. Þegar borgarstjóri Vestur-Berlínar, Wil- ly Brandt, sem var í forsæti ráð- stefnunnar í dag, gaf Nenni orð- ið og lét í ljós ánægju sína með þá samvinnu, sem tekizt hefur með jafnaðarmannaflokkum ítal- íu, ætlaði allt um koll að keyra. Nenni gaf þinginu skýrslu um gengi flokksins síðan stríðinu lauk, afstöðu lians til kommún- ista annars vegar og jafnaðar- manna hins vegar. Ein af ástæð- unum til að hann sagði skilið við alþjóðasambandið hefði verið sú, að hann hefði ekki viljað hætta við hugmyndina um að sameina alla andstæðinga fasista á Ítalíu eftir stríðið, þar á meðal komm- únista, og hin ástæðan væri sú, að flokkurinn var andvígur aðild ítala að NATO. En hins vegar hefur margt gerzt á undanförnum 20 árum og í dag er flokki okkar Framhald á 10. síffu. Voru dæmd í ævi- iangt fangelsi Chester, Englandi. 6. maí. (ntb-reuter). — Hinn 28 áta gamli skrifstofumaður Ian Brady og hin 23 ára gamla unnusta hans, Myra Hindley, voru í dag dæmd í ævilangt fangelsi fyrir morgto á Edward Evans, 17 ára, og Les- ley Ann Downey, 10 ára. Brady var auk þess dæmdur fyrir morð- ið á John Kilbride, sem var. 12 ára gamall. Fenton Atkinson dömari sagði, að skötuhjúin hefðu gerzt „ek um viðurstyggileg, vandlega yfirveguC og grimmdai-leg morð með köldu blóöi. Við Brady sagði hann: — Ég dæmi yður þyngsta dómi, sem lögin leyfa, það er að segja þris- var sinnum ævilangt fangelsi. Dauðarefsing fyrir morð var a£- numin í Bretlandi í fyrra. SNYRTING SAMBAND íslenzkra jegrz tmarsérfræöinga hélt ný- lega íræðslufund. í Átthnga- salnum i Hótel Sögu. — Er- lendur fegrunarsérfræðing- ur flutti þar erindi og frú, María Valberg sýndi kröld- snyrtingu. Það segir nánar frá þessum fundi á blaðsíðu þrjú l dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.