Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir siáasfiiána nótt SAIGON: Menn úr 'hinu svokallaða flugriddarahcrfylkj Banda ríkjamanna felldu í gær 141 Vietcongmann á strandsvæði einu í miðhluta Suður-Víetnam. Sprengjuþotur af gerðinni B-52 gerðu loftárásir á svæði nokkurt skammt frá landamærum Kambódíu, sjötta daginn í röð. I Saigon skipaði Cao Ky forsætisráðherra formlega nefnd, sem á að undirbúa kosningar þær, sem stjórn in hefur heicið að efna til um miðjan september. Nefndin lióf fitarf sitt með því að fara þess á leit við innanríkisráðherrann og aðra embættismenn stjórnarinnar að þeir drægju sig út úr viðræðunum. DJAKATtTA: Mikil spenna ríkti í igær í Djakarta, og Slermenn stóðu vörð á götum borgarinnar, gráir fyrir járnum. Greinilegt er, að búizt er við nýrri stjórnmáladeilu í landinu þar sem „hinn sterki maður“ landsins, Suharto hershöfðingi, frestaði í fyrrakvöld fundi löggjafarbingsins, sem boðaður hafði verið í næsta viku. Talið er, að Suharto óttist að þingheimur klofni í tvær fylkingar, andstæðinga og fylgismenn Sukarnos forseta, en uppi hafa verið háværar kröfur um, að þingið taki völd Sukarnos og ákvarðanir hans til endurskoðunar. Bak við fjöldin togast Sukarno og Suharto á um völdin. GENF: Farandsendiherra Johnsons forseta, Averell Harri- man, sagði í Genf í gær, eftir að hafa ræzt við forseta Alþjóða Bauða krossins að hann vonaði að Rauða krossinum tækist að sjá svo um, að bandarískir stríðsfangar í Víetnam sættu góðri aneðferð. Harrimann sagði, að Rauði krossinn hefði ekki síður áhuga á að tryggja réttindi norður-víetnamískra fanga í Suður- 'Vietnam. Rauða krossinum hefur enn ekki tekizt að fá lista yfir bandariska fanga Norður-Víetnammanna og Víetcongmanna, og fulltrúum lians hefur verið meinað að heimsækja bandaríska fanga. SAIGON: Aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna í Saigon, Willi- am J. Porter, sagði í gær, aS Bandaríkjamenn sæktust ekki eftir herstöðvum í Víetnam og að allt sem byggt væri í Víetnam væri eign Víetnammanna. Auk þess sem Bandaírkjamenn veittu Saigon Stjórninni hernaðaraðstoð styddu þeir hana í mörgum ráðstöfun- um er hún hefði á prjónunum um að vernda líf og velferð íbúanna. LONDON: Brezkir embættismenn segja, að brezka stjórnin ihafi ekkert á móti því að aðalstöðvar NATO verði fluttar til London ef önnur aðildarríki bandalagsins eru samþykk því. Einn- ig vill brezka stjórnin, að hermálanefndin, í Washington verði á sama stað og fastaráð NATO, en Frakkar 'hafa ekki krafizt þess að fastaráðið verði flutt frá París. Brezkir embættismenn segja, að ■Bretland og fleiri NATO-ríki vilji að skipulag varna NATO verði einfaldað. ALEXANDRIA: Nasser Egyptalandsforseti og Tito Júgóslavíu fbrseti vilja ræða við frú Indira Gandhi, forsætisráðherra Ind- •lands, um erfiðleika hlutlausu ríkjanna, að því er sagt var í Alex andríu í gær eftir fund leiðtoganna. MEXICO CITY: Sendiherrar Chile og Perú í Mexíkó gáfu í skyn í gær, að stjórnir landa þeirra mundu slíta stjórnmálasam- bandi við Frakka ef þeir 'gera fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir á Kyrrahafi. Fleiri Suður-Ameríkuríki fara ef fil vill að dæmi þeirra. Barátta fyrir rétt- línustefnu í Kina Hong-Kong, 6. maí. (NTB-Reut- er). — Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá því í dag, að það sem helzt væri til fyrirmyndar i kín verskum listum og bókmenntum væru höggmyndir, sem sýna mann vonzku landeigenda og skáldsögur sem eru gegnsýrðar kenningum Mao Tse-tungs. Fréttastofan birti útdrátt úr ádeiluræðu, sem liið 75 ára gamla skáld, Kuo Mo-jo, hélt í einni nefnd þingsiru fyrir einum mánuði og hrundið hefir af MOSKVA. 6. maí. (ntb-afp). Tólftu skákinni í einvígi Pet- rosjans og Spasskys um heims- meistaratitilinn í skák lauk í dag með jafntefli. Petrosjan er með 7 vinninga, en Spassky 5 eftir 12 skákir. 13. skákin verður tefld á mánudaginn. Bragi sýnir BRAGI ÁSGEIRSSON, listmál- ari, opnar í dag sýningu í Lista- mannaskálanum. Myndirnar sem liann sýnir þar, eru allt olíumynd- ir, flestar nýmálaðar. Nokkrar myndanna eru þó fárra ára gaml- ar. Á sýningunni eru 66 myndir, bæði stórar og litlar. Sex ár eru nú liðin síðan Bragi hélt stóra sýningu, var hún einnig í Listamannaskálanum. Síðan hef- ur liann haldið minnl sýningar, í Snorrasal sýndi hann fyrir nokkr- um árum svartlistarmyndir og síð- ar hélt hann sýningu í Gallerý 16. Auk þessa liefúr hann tekið þátt í samsýningum heima og erlendis undanfarin ár. Sýningin verður opnuð í dag kl. 2 fyrir boðsgesti og kl. 6 fyrir hvern og einn. Mun liún standa yf- ir til 15. þessa mánaðar. Stjórn Alþjóðasambands neyt- endasamtaka heldar íund hér Reykjavík Sveinn Ásgeirsson, formaður ís . | STJÓRN Alþjóðasambands neyt lenzku neytendasamtakanna, endasamtaka. sem nú er stödd i Reykjavík, bauð blaðamönnum til fundar að Hótel Borg í gær. kynnti hina góðu gesti og til- gang þeirra og ástæður fyrir heimsókn til íslands. Hann kvað . Hverfisstjórar Alþýðuflokksins j Áríðandi fundur verður laugardag kl. 3, Surðurlands- *| i braut 12, kosningarskrifstofu A-listans. Þár eru beðnir aö § mæta hverfisstjórar úr Lauganesskóla, Langholtsskóla, $ Breiðagcrðískola, Álftamýrarskóla. Hverfis^tjórar úr Sjómannaskólanum Austurbæjarskól- g anum eru beð'nir að mæta laugardaginn kl. 3 á kosningar | rskrifstofu A-listans Brautarholti 20. ý komu þeirra- að öðrum þræði he:msókn til hinna íslenzku sam taka, en þau eru meða. stofn- enda. Alþjó.ðasamhandsins. sem stofnað var í Haag fyrir 6 árum. „íslenzku neytendasamtökin hafa á margan bátt notið góðs af störf úrh Alþjóðasambandsins, sem og samstarfi við önnur. aðildarsam bönd“, sagði Sveinn. Hann minnti á þá skyldu neytendasamtaka, að sjá hvert öðru fyrir upplýsingum um, hvað þau eru að gera og hvað þau liyggjast gera í við- leitni si-nni til að framkvæma ætl unarverk sitt á meðal neytenda og fyrir þá. Hann kvað stjórn Framhalú a 10. síðu. stað baráttu, er miðar að því að siðbæta ritliöfunda og mennta- menn. Kuo Mo-jo hyllir í ræðu sinni skáldsöguhöfund og myndhöggv- ara, sem í verkum sínum endur vekja stéttarmeðvitund og bera j vitni um staðgóða þekkingu á kenningum Maos. Bók sú, sem Kuo vísar til, er eftir mann. sem af eigin reynslu lýsir því hvað það þýðir að vera ataður blóði og for á vigstöðvum á ökrum. Höfundi þessum, Chin Ching-mai tókst að flétta kenningar Maos inn í áhrifamikla lýsingu af her manni, sem týnir lífi eftir að hafa komið í veg fyrir járnbraut arslys. Myndhöggvarinn Kuo Mo-jo sá ástæðu til að lýsa mannvonzku landeiganda nokkurs er hann inn heimtir skatta af leiguliðum sín- um. Margir, sem virtu fyrir sér listaverkið, en það er af fólki í eðlilegri líkamsstæðr, grétu því að það minnti það á fortíðina, •segir Kuo Mo-jo. Þetta mikThæfa stílbragð, sem markar tímamót í höggmyndalist, er árangur já- kvæðrar rannsóknar og beitingar á kenningum Maos, sagði .-káldið, og bætti því við að þrátt fyrir há an aldur væri hann reiðubúinn að ata sig for meðal bænda og blóði meðal hermanna. Námskeið í SÖNGMÁLASTJÓRI þjóðkirkj- unnar, dr. Róbert Abraham Ottós- son, heldur kirkjusöngsnámskeið fyrir starfandi og verðandi kirkju orgelleikara og kirkjusöngstjóra í Framhald á 10. síðu. C OOOOOOOOOO <><><><>OOOOOOOOOOOOOOOOOi KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUFLOKKSINS AKRANES: Skrifstofan er í félagsheimilinu Röst, sími: 1716. Opið kl. 13—22 alla virka daga; á sunnudögum ki. 14—18. AKUREYRI: Skrifstofan aff Strandgötu 9, sími: 2-14-50. Opiff kl. J0—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14—18. HAFNARFJÖRÐUR: Skrifstofan er I Alþýffuhúsinu, símar: 5-23-99 og 5-04-99. Opiff kl. 10—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 15-18. KELAVÍK: Skrifstofan er aff KÍapparstig 7 (rétt hjá Félagsbíói sími 1866. Opið kl. 17—22 alla v.irka daga; á sunnudögum kl. 14—18. KÓPAVOGUR: Skrifstofan er aff Auðbrekku 50, sími: 4-11-30. Opiff kl. 14—22 alla virka daga; á sunnudögum ki. 14—18. REYKJAVTK: Skrifstofan er aff Hverfisgötu 8—10, símar: 1-50-20, 1-95-70 og 1-67-24. Opiff kl. 10—22 alla virka daga; á sminudögiun kl. 14—18. VESTMANNAEYJAR: Skrifstofan er aff Heimagötu 4 (Berg), sími‘ 1085. Opiff kl. 10—22 alla virka daga; á sunnudögum kl. 14—18. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Hafiff samband viff kosningaskrifstofur Alþýffuflokksins og gefiff starfsfólki A-listans upplýsingar um þaff Alþýffuflokks (&fólk er verður aff heiman á kjördegi. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCxXJí 2 7. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.