Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 12
ÆcoaioEDgíao) VORKULDAR — En sum lög okkar eru 'þannig vaxin og vansköpuð að mönnum finnst það synd að brjóta þau ekki . . . V í s i r . — Ég hitti kunningja minn úti á götu og hann spurði mig hvort ég væri ekki búinn að fá mér sjónvarp. — Nei, ég kvaðst ekki hafa gert það og ekki hafa áhuga á því. Þessar kvikmyndir hjá þeim eru allar bannaðar fyrir börn og við gamla fólkið höfum séð þær fiður . . . Kallinn var að lesa um kögglað varpfóður og þá spurði hann 8tellinguna hvort þessar nýju toflur, sem menn nota til að gera fjölskylduplön, væri ekki «ins konar ANDVABPFÓÐUK. M E Y er ekki sammála því, að ísiendingar drekki meira í Kaupmannahöfn heldur en hér heima. Þeir drekka nefnilega snest á leiðinni þangað . . . ÞAÐ kvað leika íshafsloft um landíð, eða svo var sagt í útvarpinu, Norðangjósturinn er með napr- asta móti, og það hvarflaði að mér, þegar ég var orðinn eldrauð- ur um nefið niðri í Lækjargötu, að það væri eiginlega slæmt, að borgaryfirvöldin réðu ekki yfir veðrinu líka. Þá væri nefnilega öruggt, að hlýindin héldust fram yfir kosningar. Við nánari athug- un féll ég þó frá þessari hugs- un, því að þá væri búið við, að hryssingurinn yrði fullmikill síð- ar, þ. e. eftir kosningar. Likleg- ast er það heppilegast að yfir- völdin hafi ekki stjórn á veðrinu, eins og sumu öðru, sem þau þó hafa enga stjórn á. Annars er veðrið fallegt, þrátt fyrir gjóstinn: sól skín í heiði og á kvöldin kemur sólin við í Skessusæti með birtu fram eftir, og það fer að verða útilokað að sofna, nema búa fyrst til gervi- myrkur með gluggatjöldum og öðru slíku. Okkur er oft sagt, að við búum í landi, sem sé næstum því heimskautaland og liggi á mörkum hins byggilega heims, en á vorin finnst samt varla betra land, — jafnvel þó að nefin verði rauð á fólki niðri í Lækjargötu. Það er nefnilega svo undarlegt með lönd, að í löndum þar sera alltaf er vor, eins og ferðaskrif- stofurnar segja, þar er aldrei vor. Og vorlausir gætu íslendingar trauðla verið. Það fylgir fleira vorinu en kuldi í sólskini. Þá er til dæmis þingi slitið. Þingmenn fá að fara heim í kjördæmi sín til að segja kjósendum, hve ákaflega vel þeir hafi haldið á málum þeirra suð- ur í Reykjavik um veturinn. Sjálf sagt trúa kjósendurnir því mis- jafnlega, en svo má brýna deigt járn að bíti, og þar sem þing- mennirnir þurfa ekki að fara suð- ur aftur fyrr en í október, vinnst þeim eflaust tími til að sannfæra svo marga, að þeir eiga endurkjör víst næsta vor. En fyrst farið er að minnast á þingið, þá sakar ekki að geta þess, að því var haldið fram við þingslitin, að alþingi liefði lokið störfum. En siðan kom í ljós, að það var alls ekki rétt. Óútrædd voru samkvæmt skýrslu forseta 50 frumvörp og 34 þingsályktunartillögur. Væri til of mikils mælzt, þótt liáttvirt alþingi afgreiddi þau mál, sem fyrir það eru lögð? spyr Baksíðan í einfeldni sinni. Hún er þess meira að segja fullviss, að menn fyrirgæfu þingmönnum það, þótt það kostaði að þeir yrðu að sitja um kyrrt í Reykjavík fram í júní eða jafnvel lengur. En slíkt kæmi að sjálfsögðu niður á róðrinum heima fyrir, svo að ekki er víst, að allir yrðu sammála, að alþingi tæki einhverri tíma upp á því að gera skyldu sína til hlítar. En það eru fleiri stofnanir, sem fá frí á vorin, en þingið. Skólarn- ir Ijúka störfum. Og alveg eins og í þinginu ljúka þeir störfum með prófi. Prófið í þinginu er all- ar atkvæðagreiðslurnar, sem þar fara fram síðustu dagana, en prófin í skólunum eru miklu al- varlegri. því að þar er spurt bæði um þekkingu og greind nemenda og hverniig þeir hafa rækt. starf sitt um veturinn. En það gildir hið sama um skólanemendur og þingmenn, að það gerir í sjálfu sér ekkert til þótt þeir falli. Þeir ná sér aftur á strik þrátt fyrir það. Það er komið vor, þrátt fyrir norðangjóstinn. Þegar öllu er á botninn hvolft, fer líklegast bezt á því að þingi skuli slitið á vor- in, þvi að á vorin er engin leið að standa í því að rífast. Og ætli kuldakastið núna stafi ekki bara af því, að menn hafa verið svo misvitrir að ákveða að efla til kosninga að vorlagi. Kosningar og allt það sem þeim fylgir, heyr ir bezt vetrinum til; þær ættu aldrei að vera nema á þorranum. — Skelfing ertu klossuð! sa — Heyrðu kollega, ég er með eina, sem er 93 kíló. Geturðu skákað þrí!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.