Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 10
Múrisiíi Framhald úr opnu. uuð þær um það bil 30,000 krónur. í dag mun verðið vera eitthvað á milli 108 og 150 þúsund krónur allt eftir tegund bílsins, Jenko hélt samt áfram ferðum sínum yfir mörkin næsta mánuðinn, einu sinni til tvisvar á dag. Hann hafði loftfimleikabúnað sinn í aft ursætinu á bílnum. Brátt þekktu hann allir lögregluþjónar alþýðu - lýðveldisins á Checkpoint Charlie 4ega kveðju og spurðu hann um . Jega kveðju og spurðu han num ■átvinnu hans. Og í hvert skipti |var einhver flóttamaður í bílnum. I HANDTEKINN í FYRSTU I TILRAUN. í Þegar Jenko hafði farið tvö ’iliundruð sinnum yfir hernáms- 'mörkln, ákvað hann að setja á .^stofn eigið fyrirtæki. Hann fékk Isér BMW bfl, breyttj honum — ; og var handtekinn af alþýðulög -reglunni í fyrstu tilraun sinni. Austui^býzku eftirlitsmennirn- •Jlr í Checkooint Chariie voru for fvitnir, fyigdu honum eftir og komu Jhonum í opna skiöldu, þegar hann 'ývar í þann veeinn að koma flótta ;manni fvrir í ievnihólfinu. í dag í situr hann í fangelsi í Austur- Berlín. MADURINN VAR OF FEITUR. Smám saman var hert á eftirlit inu við hernámsmörkin og flótta mannabílarnir urðu stöðugt betur útbúnir, þau atvik, sem átt hafa sér stað í bílum þessum gleymast ekki svo auðveldlega. — Einu sinni áttum -við að sækja hjón, segir Wordel, konan komst auðveldlega fyrir í bíln lim, en maðurinn var of feitur. Bílstjórinn taldi, að flóttinn yrði of áhættusamur, en maðurinn . krafði t þess að verða með. Hann sagði: „Ýtið bara nógu fast á, ég bít bara saman tönnunum, og svo var honum troðið niður í hólfið en þegar við tókum hann aftur úr því, flaut allt í blóði. Innri brún loksins hafði rist langan skurð á líkama hans. Hann hlýt ur að hafa liðið hræðilegar kvalir. Þetta gengur ekki alltaf eins og í sogu. Marga felustaðánna hefur atþýðulögreglan fundið og bílstjórarnir hafa hlotið margra ára fangelsisvist. En starfsemin hættir ekki af þeim sökum. Bíl stjórarnir vita á hverju þeir eiga von verði þeir staðnir að verki. En fyrir hverja velheppnaða flóttatlilraun fá þeir allmyndar lega fjárfúlgu. Kurt Wordel fær fleiri beiðnir en hann getur ann að. Sjálfur lifir hann í stöðugum ótta við að verða numinn á brott af austud- þýzkum útsendlurúm., Um tíma bar hann alltaf vopn á sér, en svo var hann dæmdur í 2000 króna sekt fyrir að vera vopn aður skammbys u. Og því hefur hann nú fengið sér hálfvilltan schaefrhund til að gæta sín og fjölskyldu sinnar. Sólböð Framhald af S. sfðn. púðri og make-up væru mildir eðlilegir litir og varalitirnir væru mest í „orange”. Hún sagðist yfirleitt hafa séð vel snyrtar konur hér, en eitt sagði hún, að væri áberandi, að íslenzkar konur hefðu of þurra húð. Síðast á fundinum sýndu svo sérfræðingar fegrunarvörur og þess háttar frá fjórum þekkt- um fyrirtækjum, og þótti öll- um, er fundinn sátu, fengur að. Fræðslufundurinn tókst í alla staði mjög vel, og væri gaman að fá fleiri slíka. For- maður Sambands ísl. fegrun- arsérfræðinga er Margrét Hjálmtýsdóttir. Frímerki Framhald úr opnu. ^agn Hjálpræðishersins heitir „Herópið“ og kom það fyrst út haustið 1895. Þá er og þess að geta, að „Herinn“ hefur rekið um langt skeið Gesta- og sjómanna heimili, þar sem er Herkastalinn við enda Aðalstrætis. Er það ó- dýrasta gistihúsið i borginni og hefur skotið skjól'húsi yfir marg an veglausan gestinn. Margvís- lega aðra líknarstarfsemi rekur Hjálpræðisherinn og má þar til nefna fatar og matargjafir til, fátækra. T.d. var það á Xsafirði frostaveturinn mikla 1918 að her inn útbýtti yfir 7 þúsund máltíð- um af kjarnafæðu. Einnig tók her inn að sér rek'-tur elliheimilisins þar, og rak það fyrir bæinn í nokkur ár. í þeild má segja það, að Þau málefni, sem Hjálpræðis herinn berst fyrir, eru góð mál- efni, og má því undrast það hve oft hann hefur orðið fyrir háði og spéi í ísl. bókmenntum. Yfir- leitt má þó fullyrða að borgar búum, bæði hér og annarsstaðar, er fremur hlýtt til hersins og mundu ógjarnan vilja missa hann úr svipmynd borgarinnar. Sennilega hafa einhverjir fleiri þjóðir en Englendingar gefið út frímerki í tilefni 100 ára afmælis hersins, en eins og áður er sagt, þá er þetta brezka afmælisfrí- merki fallegt frímerki og ættu safnarar ekki að láta hjá líða að festa það inn í albúm sín. Stjómarfundur Framhald af 2. síðu. Neytendasamtakanna mjög þakk- láta fyrir heimsókn þessara manna og einkar gagnlegt að skiptast á hugmyndum og reynslu á þessu sviði. „Við erum fyrst og fremst þiggjendur, sagði Sveinn, „en vandamálin eru þau sömu hvort sem löndin og samtök þeirra eru stór eða smá.“ Forseti Alþjóðasambands neyt- endasamtaka, Colston E Warne frá Bandaríkjunum, hefur verið forseti síns heimasambands frá upphafi, eða í 30 ár og forseti A1 þjóðasambandsins frá stofnun þess. Hann rakti nokkuð sögu og tilgang Neytendasambands Banda ríkjanna og lýsti starfsaðferðum þess. Hann kvað upplýsingartt sambandsins sent 950,000 manns árlega. Þar sem dreift væri upp- lýsingum um prófanir og saman- burð á hinum fjarskildustu vöru tegundum. Samanburður þessi væri gerður af mikilli nákvæmni og algerlega hlutdrægnislaust. Þetta hefur tvímælalaust ýtt und ir stóraukin gæði fjölda vöruteg unda“,‘ saigði Warne. Við reynum hvað við getum til að þroska smekk fólks og auka þekkingu þess á vörum og hagsýn) í inn- kaupum. Æðsta markmið okkar er bætt lífsafkoma fólksins betri vörugæði, hagkvæmari innkaup, sannverðugar auglýsingar og um búðir og allt það annað, er lýtur að >betri skiptum kaupandans við framleiðandann. Bezta tæki okkar- enn sem komið er, er eyðublað meö fjölda spurninga, sern dreift er meðal fólks. Um 150.000 svör berazt okkur árlega og á þeim byggjum við starf okkar að miklu leyti'. Við erum ekki að revna að vinna sigur í einhverri vinsælda samkeppni, heldur erum við að reyna a® vernda umbjóðendur okk ar“, sagði' Warne að lokurn Peter Coldman frá London lýsti bví, hvernig smærri hópur neyt- enda hefðu þar í landi tekið að sér að gera samanburð á vörum og þjónustu í sínu næstg. um- hverfi og haft þann;g mikil áhrif á kaupmenn og ýmsa pjónustu til góðs, með því að dre'fa upp lvsingum sínum meðal neytenda. Norðmaðurinn Björn Gulbrand sen lýsti starfseminni í sínu heima Iandi ög lagði ríka áherzlu á sam vinnu hinna ýmsu landa" varðandi gagnkvæmar upplýsingar jg gagn kvæm not af rannsóknum. J. H. van Veen frá Hollandi taldi reynzlu Norðurlandaþjóða. ekki sízt hinna smærri, m'kilvæga fyr ir þær þjóðir, sem skemm c. væru komnar í almennri vöruþekkingu, svo sem hinar vanþróuðu þjóðir. Og að sjálfsögðu kom það í liós, að félagatala í Neytendasam tökum íslendinga er 1-nghæst allra landa — miðað við fólks- fjölda. —• GbG. Er ungt fólk ekki hvað sízt hvatt til að sækja námskeiðið. Umsækj- endur gefi sig fram fyrir 20. maí við Víking Jóhannesson, skóla- stjóra í Sykkishólmi, eða dr. Kó- bert Abraham Ottósson, Rvík. (POOOOOOOOOOOOOOOðOOOOOOó&0000000000<xx>0000000000 útvarpfð Laugardagur 7. maí. 7.00 Míorgunútvarp. 1200 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalog sjúklinga Kristín Anna Þórarinsdótttt kynnir lögin. 14.30 í vikulokin, þáttur undir stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00 Á nótum æskunnar Jón Þór Hannesson og Pétur Steingríms- son kynna létt lög. 16.30 Veðurfregnir. — Umferðarmál. 'Þetta vil eg heyra Gunnlaugur Þórðarson dr juris velur sér hljómplötur. 17.35 Tómstundaþáttur barna Og unglinga Jón Fálsson flytur. 14.45 19.30 20.00 20.20 20.45 2).30 22.00 22.15 24.00 Comedian Harmonists syngja lagasyrpu og Jane Froman aðra. Tilkynningar. Fréttir ítölsk þjóðlög: Licia Albanese syngur. ,,'Hví brjóta menn rnyndir", smásaga eftir Karel Capek Þýðendur: Séra Kári Valsson og Karl Guð- mundsson, sem les söguna. Franska tónskáldið Auber Hildur Kalmann segir frá æviferli hans og kynnir fáein lög eftir hann. Leikrit: „Sá á kvölina, sem á völina“ eftir Alan Alexander Milne. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Fréttir og veðurfregnir. Danslög. Dagskrórlok. Nenni Framhald af 1. síðu kleift að starfa innan NATO því að friðurinn er helzta baráttumál okkar, sagði Nenni. Honum var fagnað með dynj- andi lófataki er hann fullvissaði þingheim um, að eining sósíalista og jafnaðarmanna á Ítalíu væri ekki lengur aðeins von heldur veruleiki. Við verðum að skapa raunverulega aðra leið en komm- únisma annars vegar og kapítal- isma hins vegar, sagði hann. Hin langa yfirlýsing George Browns um viðhorf Breta í mark- aðsmálunum hafði ekki að geyma neinar vísbendingar um róttæka breytingu á stefnu Breta, en kunn- ugir segja að engar fyrri yfirlýs- ingar Breta í málinu hafi verið eins nákvæmar og glöggar. Brown lagði mikla áherzlu á, að Bretar teldu sig tilheyra Evrópu og hann lagði einnig á það mikla áherzlu, a@ skilningurinn á þessu væri mikill og vaxandi meðal brezku þjóðarinnar. Skemmtun fyrir aldrað fólk Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur sína ár- legu skemmtisamkomu fyrir aldrað fólk næstk. mánu- dagskvöld, 9. maí í Iðnó. Sezt verður að sameigin- legri kaffidrykkju kl. 8.00. Skemmtiatriði: íslenzk kvikmynd. Ræða. Séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðs- vörður. Sýndir þjóðdansar. Að lokum verður stig- inn dans. Hið vinsæla RONDÓ-tríó leikur fyrir dansinum. Aldrað fólk sem áhuga hefur á að sækja þessa skemmtun, hringi fyrir helgi í eitthvert eftirtalinna símanúmera : 10-488 Aldís Kristjánsd., 12-496 Kristbjörg Eggertsd. 16-724 Kristín Guðmundsd. □ Barnaheimilið Vorboðinn Rauðhólum. Tekið verður á móti umsóknum fyrir börn ttt sumar- dvalar í dag og morgun kl 2—6, báða dagana, á skrifstofu Verka- kvennafélagsins Framsókn;.r í Al- þýðuhúsinu Ingóífsistrætismegin. Aðeins eru tekin börn úr Reykja vík 4—5 og 6 ára. (000OO<v wxxxXiOOOOOOðOOOC OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOC V3 ^rlU'Hn Námskei® Framliald af 2, síðu. Stykkishólmi 4. til 12. júní. Hafa þrjú slík námskeið verið haldin áður, í Skálholti, á Akureyri og Eiðum. Á námskeiðinu verður veitt tilsögn í söng, organleik og söng stjórn. Söngmálastjóra til aðstoðar verða þau Hanna Bjarnadóttir og Guðjón Guðjórisson, stud. theol. Kennslan fer fram í kirkjunni, tón listarskólanum og barnaskólanum á staðnum. Gert er ráð fyrir, að þátttakendur búi á sumarhótelinu í Stykkishólmi, og er náms- og dvalarkostnaður 1000 krónur á mann. Fæði er innifalið. • Námskeiðið er einkum ætlað fólki á Snæfellsnesi og úr nær- sveitum, en aðrir eiga kost á að komast að, meðan húsrúm leyfir. Höfum ávallt til vinsælasta Iljartagarnið í miklu litavali. Sendum gegn póstkröfu um land allt. HOF Laugavegi 4, sími 16764. 3,0 7. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.