Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1966, Blaðsíða 3
Erlendur Hansen Guðbrandur Frímannsson Jón Karlsson Friðrik Friðriksson Aðalheiður Þorvaldsdóttir Listi Alþýðuflokks- ins á Sauðárkróki LISTI Alþýðuflokksins á Sauðár- króki við bæjarstjórnarkosníng- arnar 22. maí er þannig skipaður: 1. Erlendur Hansen rafvirkja- meistari. 2. Guðbrandur Frímannsson raf- virki. 3. Jón Karlsson verkamaður 4. Magnús Jónsson verkamaður 5. Birgir Dýrfjörð rafvirki 6. Friðrik Friðriksson sjómaður 7. Aðalheiður Þorvaldsdóttir verkakona 8. Einar Sigtryggsson húsasmið- ur 9. Haukur Þorsteinsson vélstjóri 10. Herdís Sigurjónsdóttir, frú 11. Sigmundur Pálsson húsgagna- smiður 12. Jón Stefánsson verkamaður 13. Friðrik Sigurðsson verkamað- ur 14. Magnús Bjarnason kennari Ægir fer í dag í vorleiðangur sinn HINN árlegi vorleiðangur Ægis hefst í dag, laugardaginn 7. maí. Tilgangur leiðangursins er eins og að undanförnu að kanna göngur eildarinnar inn á miðin norðan- lands og austan. Auk þess verða 1 leiðangrinum gerðar víðtækar sjórannsóknir svo og athuganir á plöntu og dýrasvifi. í fyrsta áfanga leiðangursins verður kannað svæðið vestur og norður af land- inu svo langt sem ís leyfir, en síð- an lialdið á djúpmið norðaustur og austur af landinu. Þátttakend- ur leiðangursins af hálfu Hafrann- sóknastofnunarinnar verða: Hjálm ar Vilhjálmssson leiðangu. sstjóri, Dr. Svend Aage Malmberg haf- fræðingur, Egill Jónsson, Birgir Halldórsson, Guðmundur Svavar Jónsson, Geir Magnússon og Vil- borg ísleifsdóttir. Skipstjóri á Ægi er Sigurður Árnason. Hinn 5. maí hóf leitarskipið Hafþór sildarleit á djúpmiðum austur og norður af landinu. Skip- stjóri á Hafþór er Benedikt Guð- mundsson. Magmís Jónsson Birgir Dýrfjörð WMWWWWmWWmWWMMMWWWMWMWWWMMMMWWMWWWWWMMMWVWWWW ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. maí 1966 3 FARIÐ VARLEGA SOLBÖD SAMBAND íslenzkra fegrun- arsérfræðinga hélt nýlega fræðsíufund á Hótel Sögu. — Sóttu fundinn bæði félagskon- ur og gestir þeirra og var fundurinn bæði gagnlegur og fræðandi. Sæmundur Kjartans son, læknir, sérfræðingur í sjúkdómum hélt fróðlegt er- indi. Hann talaði um ýmsa al- genga húðsjúkdóma, einnig um sólböð. Læknirinn sagði, að sólböð mætti ekki taka of geyst, þó að ekki væri mikil hætta á þvl hér á landi, að sólböð skemmdu húðina eða réttara sagt bandvefinn undir húðinni. Þó að húðin flagni af of mikilli sól myndast fljót- lega aftur ný húð, en þá hafa ef til vill orðið skemmdir á bandvefnum undir húðinni, en þær sjást ekki, fyrr en seinna. Frít Þórdís Árnadóttir, eigandi Valhallar, og Annick Robie, fegrunarsérfræðingur frá Coryse Salomé. Annick Rcbie: íslenzkar konur liafa þurra húð. Á fólki, sem hefur verið of mikið í sól, verður húðin ó- eðlilega snemma hrukkótt og slöpp, en það er vegna skemmda, sem bandvefurinn undir húðinni hefur orðið fyr- ir, þó að slíkt sjáist ekki strax. í sambandi við ýmis konar útbrot á húð, gat læknirinn þess, að oft kæmu fyrst fram á húðinni ýmiss konar sjúk- dómar í innri líffærum, t. d. ef um sykursýki væri að ræða. Þá gætu komið fram á fótum gulbrúnir blettir, sem ekki yllu miklum óþægindum, og því drægju sjúklingar oft að leita læknis. I-Iann minntist einnig á fæð- ingarbletti og sagði, að fólk skyldi varast að snerta þá mikið, þar sem erting gæti skapað hættu á að bletturinn yrði illkynjaður, þó kæmi slíkt aðeins fyrir í einu tilfelli af þúsund, svo að ekki væri á- stæða til að óttast slíkt, þó um bletti væri að ræða. Að loknu fróðlegu erindi læknisins, hélt frú María Dal- berg sýnikennslu í kvöldsnyrt- ingu með fegrunarvörum frá Max Fatcor. Síðan kom Annick Robie, sem hér er stödd á vegum Valhallar í Reykjavík, og leið- beinir konum um val fegrunar- vara Coryse Salomé. Ungfrú Robie sagði, að helztu litir í Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.