Alþýðublaðið - 15.05.1966, Page 7
Matthías Johannessen:
FAGUR ER DALUR
Reykjavík, Almenna bókafé-
lagið 1966. 150 bls.
„Sálmur” segir orðabókin að
merki „trúarljóð, andlegt kvæði
til söngs við guðsþjónustu.” Lík-
lega er þessi skilgreining full-
nægjandi, minnsta kosti íslenzku
þjóðkirkjunni sem virðist telja
hvers konar sönghæf andleg ljóð
til sálma. Hvað um það? Sálmar
Matthíasar Johannessens á atóm-
öld, fyrsti þátturinn í nýrri ljóða-
bók haus, eru áreiðanlega ekki
ætlaðir til kirkjusöngs. En sem
„sálmar” hljóta þcir að fela í
sér einlivers konar guðfræðilega
útleggingu, persónulega trúarjátn-
ing skáldsins, eigin guðfræði hans
ef ekki vill betur til. Þetta eru
„andleg ljóð” á nútímavísu, skáld-
ið á einmæli við drottin sinn í
stað þess að tala til hans fyrir
munn trúandi safnaðar.
Sálmar á atómöld er flokkur 49
stuttra, órímaðra ljóða og hefjast
með þessu:
Líf mitt bátur
gisinn af sól og löngu sumri.
Og hafið bíður.
Án þess að eiga annars kost
sigli ég yfir hafið
í þínu nafni.
— en lýkur með þessu, einum 50
blaðsíðum síðar:
Eins og bráðin lamast í kjafti
villidýrsins
og skelfist ekki lengur,
þannig tekur þú frá okkur
óttann og kvíðann
þegar við liggjum varnarlausir
í gini dauðans
og bíðum —
Þessir einföldu textar reyna til
að gæða hversdagsmál og -athug-
anir einhvers konar Ijóðvídd, leita
sér að einstigi á mörkum ljóðs
og prósa i líkingu við það sem
Jóni úr Vör hefur tekizt í sínum
Ijóðstil; hinn einfaldi, einræði
stílsháttur Jóns hefur reynzt ýms-
um yngri skáldum sérlega áhrifa-
rikur. En ég fæ ekki séð að Matt-
liíasi Johannessen takist þessi til-
raun. Ég hlýt að játa að þessir
textar orka yfirleitt ekki á mig
sem skáldskapur né þykir mér
guðfræði þeirra áhugaverð; mér
virðist ljóðmál Matthíasar eirtatt
leysast upp í lakán prósa þar sem
hann íreistar „andlegra” átaka.
Beztur er hann þar sem hann
orðar nógu einfalda staöhæfingu
einföldum orðum, eins og í fyrra
dæminu sem hér var tilfært, en
hinar langsóttari lfkingar hans
verða oft furðu klúðraðar, svo
sem hugmyndin um dauðann sém
villidýrsgin drottins - hér að óf-
an. Matthías hefur glöggt auga
fyrir ýmsum aaglegum fyrirburð-
um, en það sem hann hefur að
segja berum orðum um guð sinn
og drottin sinn, afstöðu manns
og puðs innbyrðis, virðist sjaldan
ómaksins vert:
.... sii hugsun hefur hvarflað
að mér
að við séurn ekki vaxin upp úr
því
að umgangast þig eins og
ungbörn
pelann sinn.
Erum við maðkarnir
í mosa tilverunnar?
Samt er jörðin fegursta tréð
í garði þínum,
en þó gamalt fólk segi að við
séum gerð
í þinni mynd
hefur su hugsuit
hvarflað að mér
að við séum ormarnir
í laufinu.
Sálmatækni Matthíasar, fyrst
brugðið upp hversdagslegri mynd
eða athugun, en síðan lögð út and-
leg líking hennar, reynist honum
erfið í rrieðförunum; einatt væri
til bóta ef útléggingin væri klippt
aftan eða undin ofan af textan-
um. Þetta er til að mynda ekki
óskemmtileg hugmynd út af fyrir
sig:
Mér iíður illa ef ég mála ckki
segir ungur listmálari í blaða-
viðtali,
en mér líður illa ef hann málar
sagði' ég við sjálfan mig
og virti fyrir mér málverkin
hans.
En enginn málspartur er nokkru
nær þó þessu sé haldið áfram si-
svona:
Þannig er allt afstætt
og af engu í tilverunni
hægt að taka mið
eins og karlarnir gerðu
þegar þeir lögðu grásleppu-
netin
í stefnu á Jökulinn.
Allt er afstætt. nema mið
karlanna
og kærleikur þinn.
Og nóg er úm hliðstæð dæmi1 í
flokknum — núnter 12, 22, 27,
28, til dæmis. Þetta eru, hvað
með öðru, dæmi þess að hin and-
lega viðleitnin sé ofaukin textan-
um; athugun jarðneskra hlutá óg
fyrirbæra lætur skáldinu betur
en íhugun og útlegging þeirra
eins og ýmsar hugmyndir, ath'ug-
anir, hendingar hans bera vitni.
Það má ætla að með hlífðarlauS-
um niðurskurði, cinbeitingu efn-
isins hefðu Sálmar á atómöld get-
að orðið álitlegri skáldskapur.
Matthías Johannessen er gefn-
ari fyrir að yrkja langt en skamnit,
Ijóðaflokka fremur en einstök
kvæðl. í Fagur er dalur eru tveir
samfleyttir flokkar aðrir en Sálm-
ar á atómöld, Goðsaga og Frið-
samleg sambúð nefnast þeir; og
hinir þrír þættir bókarinnar, Ó,
þetta vor, Myndir í hjarta mínu,
MatthiaiS Jáhannessen
Hér slær þitt hjarta, land, virð-
ast nónast brot eða drög slíkra
bálka. Af öllum þessum kveðskap
virðist mér Goðsaga sýnu mest og
markverðast kvæði og raunar
bezta verk Matthíasar sem ég hef
séð. Hér lánast honum til meiri
hlitar en í Jörð úr ægi, því skóld
verki sínu sem helzt nær móli
hingað til, að gæða Ijóð sögulegri
vídd, efla mál sitt fornri orðlist,
skírskota nútíð til fortíðar.
Við sem lifum
við sem þreyjum þessa löngu
ísöld
við' sem vorum send í kaupstað
og vitum ekki lengur hvað við
. áttum að kaupa,
kveður Mattliías við samtíð sína,
og hér eitt þessi orð ekki aðkomu-
glósa en lífræn ályktun kvæðis;
hér auðnast honum allt annað
hljómfall, máttugri og myndugri
hreimur málsins en ellegar í bók-
inni. Af einkunnarorðum Goðsögu
mó ætla að dulúðug mælska kvæð
isins, sem sker sig merkilega úr
bókinni, sé innblásin á einhvern
hátt af gríska nóbelsskáldinu Se-
feris; en þau tengsl er ég ekki
fa>r að meta. Hvað sem því líður,
og þrátt f.vrir dálitið brigðula
smekkvísi, tekst honum hér a?)
efla sér eigin skáldsýn úr sund-
urlausum efnivið ljóðmálsinS,
kynjuðu úr sögu og þjóðsögu,
handan "hg heiman, frá Hómey
og Njálu.
Eins og endranær yrkir Matthf-
as Johannessen margt um landiði,
íslenzkt landslag, land sitt og
okkar hinna. Lýsing þess hefui*
einatt hálfgildings túristablæ I
ljóðum hans, eins og kann aÍ3
vera eðlilegt um borgarbúa á
20stu öld; að þessu leyti er fróð-
legt að bera verk Matthíasaý
saman við kvæði annars skálds,
Þorgcirs Sveinbjarnarsonar será
einnig yrkir um landslag, innblás
inn af því. Tilfinning skáldsins ei*
samgróin landslaginu sem hann
lýsir, heimamaður þar, í ljóðum
Þorgeirs; hjá Matthíasi verður
landslagið einatt útleggingar-
efni, vísað til þess að staðfestá
meinta tilfinningu skáldsins. En i
Fagur er dalur fer hann að vísu
H*:.
haglegar með landslagsstefið en
oft áður, ti! að mynda í Friðsanx:
legri sambúð, þriðja ljóðaflokkn-
um í bókinni. Hann mun eiga atj
fjalla um „tímann” á svipaðari
hátt og fyrsti flokkurinn fjalli um
„guð”: en ekki fæ ég séð að
Matthías skyggni samtíð síná
skáldlegri skilningi þar en guðj
dóminn áður. Hins vegar eru i
þessum þætti bókarinnar einstök
kvæði betttr ort en hinum fyrr||
fastari í formi þó meiri öguri
mundi ekki skaða skáldið frémuf
en fyrri daginn. En liér er fallegí
ur skáldskapur saman við:
i'
Landið vaknar, |
hríslurnar opna
græn augu, ■[
sólin speglar sig
í syfjuðum firðinum |
frameftir kvöldi,
koílan lúrir íi
k
í notalegum sandinum
og blikinn eins o'g hrúðraði|
steinar j
í meinlausu fjöruborðinu, \
landið vaknar,
sjór gjálpar við strönd, sumS
arlegur j
þytur í mónum.
Löng nótt að baki.
Framhald á 10. síðu. j
hvert sem þér faríð
ferðatrygging
ALMENNAR
TRYGGINGAR W
PÓSTHÚSS.TRÆT1 9
SÍMI 17700
•ÁLÞÝÐUBLAЮ - 15. maí 1966 7