Alþýðublaðið - 26.05.1966, Page 8

Alþýðublaðið - 26.05.1966, Page 8
■X. ■ * ■ ■ Það er ekki amalegt að fá fallega mynd af sér. VOR. Fyrstu fíflarnir eru núna fyra t að koma í ljós á túmmum, þó að júní sé næstum kominn, og þegar þessi gulu, fallegu blóm opna krónur sínar, vitum við að sumarið er að koma. Og það er svo margt annað, sem boðar sumarið. Lítil, nýfædd lömb hoppa og skoppa um túnin. Sum eru hvít, sum svört, sem eru bæði hvít og svört, kápótt, flekkótt. Lömbin virðast ímynd sakleysisins eins og allt ungviði. í augum þeirra speglast traust, sakleysi og forvitni, þegar þau horfa til félaga sinna, mannanna, sem hafa svo mikil afskipti af þeim. Við Breiðholtsveg í Reykjavík rétt fyrir ofan Blesugrófina er lít- il ,,borg“, sem heitir Fjárborg Gata liggur þar í gegn og til beggja hliða eru lítil hús, fjárhús. Afgirt svæði er í kringum húsin. íbúarnir í Fjárborg eru fé borg- arbúa. í góða veðrinu á mánudag- inn fórum við í heimsókn í Fjár- borg. Strax og komið var að neðstu fjárhúsunum við götuna, sáum við einmitt það, sem við fórum sér- staklega til að sjá, litlu, nýfæddu lömbin. Þau voru mörg og voru að hoppa um túnið fyrir utan fjárhúsin. Sum lágu í grasinu hjá mæðrum sínum og nutu góða veð- ursins. Alltaf öðru hvoru þurftu þau að fá sér að drekka og sugu mæður sínar í ákafa, en þær gættu vel hver að sínum barnahóp. Þegar við gengum upp götuna, komu alltaf nokkrar forvitnar kindur út að girðingunni til þess að fylgjast með, hverjir væru á ferð. En ef við.komum nær, voru margar snöggar í burtu frá girð- Þetta litla, hvíta lamb lá í makindum undir liúsvegg og kærði sig koilótt um gestina í Fjárborg. ingunum aftur. í einu innsta húsinu við götuna, hittum við Hjalta Benediktsson, brunavörð, en hann á um 20 ær í Fjórborg, og var nú kominn til að huga að fénu. Við fengum að líta inn í fjárhús- ið og komum einmitt í þann mund, er ein ærin var að bera. Hún var tvílembd og var fyrra lambið þegar komið í heiminn. Bæði voru lömbin hvít með svört- um flekkjum og hvort tveggja hrútar. I öðru horni í fjárhúsinu var Lambið í burðarliðnum. Ærin hugar að afkvæmi sínu eftir burðinn. '■!6. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.