Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 4
Bitatjárar: Gylfi Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. — Rltetíi5m»rfuU- trúi: ElBur Guðnaaon. — Slmar: 14900-14003 — Auglýeingasíml: 1490«. ASsetur Alþýðuhiialð vlð Hverflsgötu, Reykjavlk. - PrentsmiOJa AlþýOu bUOalna. — Aakriftargjald kr. 95.00 — I lausasölu kr. fi.00 clntakKÍ. Utgefandl AlþýOuflokkurlnH. ALÞÝÐUMAÐURINN, blað jafnaðarmanna á Akureyri, ræðir úrslit kosninganna og segir meðal annars svo: „Jafnaðarstefnan vann glæsilegan sig- ur í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum. Um það verður ekki deilt. Enginn afflutningur andstæðinga Alþýðuflokksins breytir þeirri staðreynd. Myndarleg ast tóku jafnaðarmenn á í Ólafsfirði, Akureyri og Reykjjavík, en nær alls staðar var um fylgisaukn- ingu aö ræða. Að sjálfsögðu eru það stefnumörkin og starfs- aðferðirnar, sem hér hafa skilað bezt fram, en miklu hefur og valdið, að um langa hríð hefur ekki ríkt slík eining og sóknarhugur í röðum jafnaðarmanna og nu, né tekið í árina fyrir Alþýðuflokkinn j'afn- margt af ungu, sigurvissu fólki. Merkin sýna verk „in. . J.Ó>. '{ "j f : En engum er fjær en jafinaðarmönnum að of methast af unnum sigri, einum af óteljandi á- föngum. Þeir vita vel, að fylgisaukning við kosn- íngar er aðeins áskorun og hvatning þeirra, er treysta þeim, til að vinna enn betur en fyrr, leggja jgig eun betur fram í þágu almennings, vinna að heill hans og hag. 'j ■ ) í ~ - í' Að vorri hyggju táknar sú fylkisaukning, sem ' Aiþýðuflokkurinn hlaut við afstaðnar kosningar vfyrst og fremst það, að kjósendur hafa vottað úrræð :Um jafnaðarstefnunnar aukið traUst og því sóknar- 'liði, er ber uppi merki hennar.“ r ' y. ri \ 1 Flugflotinn vex i SÍÐASTLIÐINN laugardag bættist Flugfélagi ís Jlánds enn nýr og glæsilegur farkostur, önnur flug- „<vél af gerðinni Fokker Friendship. Er þetta liður í áætlun félagsins til að endurnýja þær flugvélar, sem annast innanlandsflugið. í athugun er að kaupa þriðju vélina af sömu gerð og áður hefur verið sagt frá ráSagerðum félagsins um þotukaup. Er því ljóst, afi aldrei hefur verið meiri gróska í starfsemi Flug félags íslands og ber að fagna því. j; * -m% ----*4—---------------------------------------- J Áskriftasíminn er 14901 í :: * ; ■ I Auglýsingasíminn er 14906 I 1. júní 1966 - ALÞÝÖUBLAÐIÐ ■ v\ Franco einræðisherra Spánar reynir a'tf ná á sitt vald klettavirkinu Gibraltar á suðurodda Spánar, fbúðr Gíbraltar hafna Franco Bretland og Spánn hófu nýlega | samningaviðræður í London um framtíð Gíbraltar. Ekkert bendir þó til þess að þessar fyrstu viðræður utanríkisráðherra Bret lands, Michael Stewart, og utan ríkisráðherra Spánar, Maria Ca tiella, muni bera í skauti sérNneina skjóta lausn á þeim mörgu vandamálum sem tengd eru þessu enska virki víð innsigl inguna í Miðjarðarhafið. Fyrstu skrefin í átt til samn ingaviðræðnanna voru tekin, eftir að SÞ komu með þá ákvörðun í desember í fyrra, að löndin yrðu að fara samningaleiðina til lausn ar vandamálanna. Brezk stiórnvöld hafa oftsinn- is undirstrikað að þau viðurkenni ekki rétt Spánar til Gíbraltar Bretar lögðu klettaskagann á suð urströnd Spánar undir sig árið 17 04 og eerðu hann að brezkri krúnunýlendu árið 1839 eftir að 'liafa fengið hann framseldan með sáttmála árið 1713. Sþánverjar leggja áherzlu á, að það sé óeðlilegt að Bretland skuli eiga„ nýlendu á evrópskri jörð“ á miðri 20. öld. Ein af óskum Breta við samn- ingaviðræðurnar er, að slakað verði á hinni ströngu landamæra gæzlu, sem minni á styrjaldará stand — og Spánverjar hafi komið á við landamæri Spánar og Gíbraltar. Bretar fullyrða að Snánn hafi sett Gibraltar í beina efnahagslega herkví, með því að hindra eðlilega umferð um landa mærin. Þess er vænzt, að viðræðurnar muni færast yfir á herðar em bættismanna. eftir að þeir utan ríkisráðherrar hafi átt með sér nokkra fundi. Bretland hefur þegar lýst yfir að bað muni ekki ræða um yfir ráðaréttinn á Gibraltar, meðan haldið er fram ,að það sé stærsta áhugamál Spánverja. íbúar klettaskagans, sem eru rúmlega 25 þúsund, hafa skorað á Breta að láta Spánverja ekki fá yfirumráð í hendur, með þeirri tilvísun að þeir vilji ákveðið lialda sambandinu við Bretland annaðhvort í frjálsu bandalagi eðá með beiniii innlimun. Sigurgeir Sigurjóusiðit hæstaréttárlögmaður Málaflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4 - Síml 11043.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.