Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 3
r I sesss a BERSLXN, 31. maí (NTB- Reuter). — Allt bendir til þess, að borgarstjóri Vestur-Berlínar Willy Brandt, verði endurkjörinn formaður Jafnaðarmannaflokks V estur-Þýzkalands á landsfundi flokksins, sem hefst í Dortmund á morgun. Enda þótt flokkurinn tapaði fylgi undir forystu Brandts í kosningunum 1961 og 1965 ógn ar greinilega enginn völdu.m hans í flokknum. Um 300 fulltrúar sitja lands- Rektor Háskólans i Leiden flytur fyrirlestra hér Rektor Háskólans í Leiden í Hollandi, prófessor D. J. Kuenen, dvelst hér á landi frá 30. maí til 5. júní í boði Háskóla íslands. Prófessor Kuenen er kunnur dýra fræðingur, og hefir hann verið á hrifamikill um mótun stefnumiða í Ihollenzkum háskólamáluni eftiir styrjöldina. Á stúdentsárum sín Um dvaldist prófessorinn sumar langt liér á' lándi fyrir" styrjöld ina. ,Hanri heldur hér tvo fyrir lestra í Háskólanum, liinn fyrri miðvikudaginn 1. júní kl. 5,30'e. li. og,- hjnn síðari föstudaginn 3. júní kl. 5.30. Fyrri fyrirlesturinn nefpist „IJolienzkir, liáskólar .éftir heimsfyrjöldina siðari- óg hinn síð ari v.Maðurinn "og úmhverfi hans frá liffræðilegu sj.ónartniði-:!1 > * " . Fyrirle'strarnir verða fluttir á ensku, og er.öllum hftinjill aðgang ttr. • ' • ■ ■ fundinn, sem stendur til 4. júní. Ýmsar hliðar Þýzkalandsmálsins munu bera hæst á fundinum. Meðal annars verður rætt um það á fundinum hvort vestur- þýzkir jafnaðarmenn og austur- þýzkir kommúnistar skuii skipt ast á ræðumönnum einhvern tíma í júlí nk. eins og um hefur verið rætt. Ráðgert hefur verið að halda opinbera fundi í Karl-Marx- Stadt (áður Chemnitz) í Austur- Þýzkalandi 14. júlí og í Hannov er í Vestur-Þýzkalandi 21. júlí. Willy Brandt hefur verið skipað ur aðalræðumaður flokks síns á báðum stöðunum. Samstarfsmenn hans, Berbert Wehner, varafor- maður fiokksins og Fritz Erler eiga einni-g að halda ræður á fund iinum. Enn er ekki ljóst hvort vestur- þýzk yfirvöld leyfi austur-þýzkum ræðumönnum að mæta á fundin um í Hannover. Samkvæmt vest- ur-þýzkum lögum ber að hand taka þá um leið og þeir fara yfir landamærin og stefnj þeim fyrir rétt. Ef af fundunum verður verð úr 'þe(ttá í fyrsta skipti frá styrjöldárlokum sem' austur- þýzkii- kommúnistar og vestur- þýzkir jafnaðarmenn únætast op- inbetlega' á fundi.' v Antiað mikilvægt rrtál, sem tek ið verður til Umræðú á lánds- fundinum er væntanlegar fylkis st jórnarkosningar í ' Nordrheiii- Westfalen 10. júlí. IJér er um áð ræða stærsta fylki Vestur- Þýzkalands og horfur éru á því að jafriaðarmenri vinni irieírihluta. Flokkurinn hefur nú meirihluta ■í' fimm fylkjum. Kampavínsflöskunni komið fyrir á snarfaxa, rétt eftir að vélin lenti. (Mynd: JV.) Hyggjast kaupa F riendship-véliua Reykjavik. — ÓTJj GLÓFAXI gamli Áóð heiSurs- vörð,þegar hin nýja FSkkcr Friend ship vél Flugjélags Ísínds ók upp að jlugskýll númer 4 -sl. taúgar- dag. Og þegar jrú Ágústa Vignis- dóttir. braut kampawnsjlöaku á neji hennar og skírði hana Snar- faxa, dríindi í hreyflum Dakota- vélarinvar. •Margt' gesta fagnaðt nýja far kostinum, og ræður ftuttu Birgir Kjaran, formaður stjórnar F. í,, Ingólfur Jónsson, fiugmálaráð- herra og.-Örn Ó. Johnson, forstjóri AMHtMUMMtútM'ktWtWUMMUUMMUMW MWUHIUMMMHMtWMMWHtMMMtMMtMi ■ r sjonvarp Reykjavík. — OÓ. Óðum líður að því áð íslenzka sjónvarpið taki til starfa. — Varla hefur farið fram hjá blaðalesendum að mikið hefur verið starfað að undirbúningi þess. Fjölmargir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið er- lendis lengri og skemmri tíma við nám og byggingafram- kvæmdum miðar óðum áleiðis. Enn mun ekki ákveðið hvenær stöðin hefur starfrækslu en öruggt má telja að það verður i haust eða fyrri hluta vetrar. En það eru fleiri en starfs- menn sjónvarpsins sem búa sig undir sjónvarpssendingar. Þeg- ar er lögin um starfrækslu sjón- varpsins voru samþykkt var á- kveðið að drýgja tekjur stofn- unarinnar með auglýsingaút- sendingum. Og þessar auglýs- ingar verður að búa til. Sjálfsagt eru nokkrir aðilar á íslandi sem taka að sér að gera auglýsingar fyrir sjónvarp, en Alþýðublaðið sneri sér til þriggja manna er fyrir nokkru sendu væntanlegum auglýsend- um bréf og buðu fram þjón- ustu sína. Þessir menn eru Ás- geir Long, Ragnar Páll Einafs son og Ólafur Ragnarsson. — Munu þeir i sameiningu vinna að gerð auglýsingakvikmynda fyrir sjónvarp, og eru þegar byrjaðir á nokkrum verkefn- um. _ Þeir þremenningarnir vinna eingöngu að gerð sjónvarpsaug- lýsinga, og taka ekki að sér að vinna auglýsingar fyrir kvik- myndahús eða blöð. Hafa þeir unnið að undirbúningi þessa siðastliðið ár og komið sér upp tækjabúnaði sem gerir þeim kleift að framleiða bæði leikn- ar myndir og teiknimyndir, nema að hvorttveggja sé. Þá setja þeir einnig tón og tal inn á myndirnar og skila þeim að öllu leyti tilbúnum til útsend- inga. Þá munu þeir ganga frá handritum auglýsingamynd- anna í samráði við auglýsendur. Ásgeir mun að mestu sjá um tæknilega hlið kvikmyndagerð- arinnar og Ragnar mun jöfnum höndum teikna og sjá um tón- list. Auglýsingar í sjónvarpi hafa möguleika á að vera mun fjöl- breyttari en útvarpsauglýsingar og munu þeir félagar taka að Framhald á 14. afffn ttVMMMMtMMMMtUMttWmMMMVWVMMtt iMMMMMMWMMMMMMMMMMMMMttMMt* F.. í. Birgir Kjaran sagði m. a. að þótt kalsi væri i veðri, væri vor í hjörtum þeirra Flugfélags- manna, þvi að þeir teldu að enn hefði verið stigið spor í rétta átt. Fyrstu spofin hefðu verið stigin fyrir næi- þremur áratugum er Flugfélagið vá'r stofnað. Þótt ekki væri staður né stund til að rekja sögu félagsins væri'þó fróðlegt að þera sámán ýmsar tölur. Þannlg hefði-. txlr Högfiotinn i fyrstu' getað f-lutt þrjá farþega. í dag gæti hann flutt- 453. Hluthafar fycsfu árin', hefðu verið tæpléga 20, nú væru þeir yfir þúsund. Ög að fýrstu' árin var veltan inrian við fimiritíu þúsurid krónur, en ár- ið 1965 var hún 220 milljónir. Að lokum sagði Birgir: Góðar sam- göngur i lofti, á láði og legi eru mikil þörf þjóð, sem byggir víð- áttumikið land, og þær eru lífs- nauðsyn þjóð, sem býr á afskekktri eyju í órafjarlægð frá öðrum lönd um Sltk er staða okkar Tii þessa liggja ekki aðeins efnahagsleg rök, heldur og menningarleg og mannleg. Bættar samgöngur kynna þjóðir og einstaklinga. — Þær auka gagnkvæman skilning milli mannfólksins og eyða mis- klíð og fordómum og stuðla þann- ig að aukinni vináttu'milli þjóða. Það er ósk mín að þessi nýja Friendship vél megi og eiga sinn þátt í slíkri þjónustu. Ég óska þessum glæsilega farkosti giftu- ríks starfs. Ingólfur Jónsson, flug- málaráðherra sagði m. a. að nefnd hefði verið skipuð til að gera loka tillögur um flugvallamál Reykja- víkur og væru þær væntanlegar í sumar. Væri það haft fyrir satt að nefndin væri sammála um að flugvöllur skyldi áfram vera í svæði borgarinnar. Væri líklegt að hún legði til að Reykjavíkur- flugvöllur yrði endurbættur og notaður áfram næstu árin. Ef hins vegar færi svo, að ákveðið yrði að leggja völlinn niður, þyrfti að sjá fyrir fuilnægjandi aðstöðu í næsta nágrenni Reykjavíkur. Hefur nefndin rannsakað ýmsa staði í þessu tilliti, og þá einkum Álftanes utanvert. Teldi harin lík- legt að nefndin legði xil að.tekið yrði frá lándrýnii á þeim stað und- ir framtíðarflugvöll o'g að svó heppilega vildi til að ríkið ætti það land. Örn Johnson sagði í ræðu sinni m. a. að þegar Fiug- félagið hefði ráðist í að kaupa fyrstu Friendship vélina hefðu starfsmenn félagsins verið sann- færðir um að verið væri að gera rétt. Miklar vonir hefðu verið bundnar við Blikfaxa og hún hefði heldur ekki valdið vonbrigðum. Því væri nú komin önnur, og ljóst væri að nauðsynlegt yrði að kaupa þá þriðju. Hefði félagið forkaups- rétt að henni. Á þvi rúma ári sem Blikfaxi hefði verið í förum, hefði hann flutt um 55000 farþega og rekstrartekjurnar næmu um 40 milljónum króna. Hefði reksturinn borið sig vel, þrátt fyrir 8 millj- ón króna afskriftir. Öm sagði og að það væri samróma álit flug- manna og flugvirkja félagsins að Friendship vélarnar væru mjög góðar og fullkomnar, enda jiefðu þær farið sigurför um allan heim, og verksmiðjurnar geta ekki full- nægt eftirspurninni. Snarfaxi er í öllum meginatrið- um eins að frágangi og búnaði, nema hvað í honum eru radar- tæki og eru það þau fyrstu sem sett eru í vél sem einkum er ætl- uð til innanlandsflugs. Sams kon- ar tæki munu og sett 1 Blikfaxa, á hausti komanda. Að ipkum Frainhald á 14. sfðú. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. júní 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.