Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 9
UPPSKRIFTIR KJÖTRÉTTIR Skinkurúllur. Kartöflusalat. 120 gr. rifinn ostur , 8 sneiðar af skinku, kartöfluflögur. Blandið helmingnum af ostin um saman við kartöflusalatið og setjið það síðan ofan á hverja skinkusneið og vefjið þær þétt sam an. Setjið í ofnfast mót og setjið afganginn af ostinum yfir, einnig kartöfluflögurnar. Hitið í ofni. Bor ið fram með tómatsósu. Kjötbúðingur með osti 12-—14 þunnar sneiðar kjötbúðing ur, 5—6 stórar sneiðar af osti, dálítið smjör og krydd eftir smekk. Komið kjötsneiðunum f.yrir í ofn föstu fati og setjið ostinn jafnt of an á þær. Hitið í vel heitum ofni um 15 mínútur. Borið fram með agúrkum salatblöðum og grænum baunum. Danskur pylsuréttur. 8 pylsur, lifrarkæfa, 4 stórar flesksneiðar. Kljúfið pylsurnar og fyllið með lifrarkæfu. Flesksneiðarnar eru skornar í tvennt og vafið þétt utan um hverja pylsu. Hitað í um 5—7 mín. í grillofni, en um 15 mín. í venjulegum ofni. Borið fram með hrærðum kartöflum. Ávaxtaréttir: Blandaðir ávextir. 3 epli, safi úr einni sítrónu, nokkur vínber, 2 appelsínur, . ananas úr lítilli dós, nokkur jarðai'ber (úr dós eða fi-ysti) ca. peli af appelsínusafa, sykur eftir smekk. Skerið eplin í fjórðunga og flysj- ið þau. Setjjð í ávaxtaskál og hell ið sítrónusafanum yfir. Skerið vín berin í helminga og takið stein ana í burtu. Takið börkinn af appelsínunum og skiptið þeim í rif. Blandið öllum ávöxtunum saman í eplaskálinni. Hellið appelsínusaf anum yfir og bætið sykri í hann eftir smekk. Appelsínur með karamellubráð. 4 appelsínur, 120 gr. sykur, ca. hálfur peli af köldu vatni, ca. hálfur peli af sjóðandi vatni, þeyttur rjómi. Rífið niður um 1 matskeið af appelsínuberki. Takið börkinn af appelsínunum og skerið þær í þunnar sneiðar. Setjið þær ásamt berkinum í ofnfasta skál. Hitið sykurinn og kalda vatn ið, þar til sykurleðjan verður ljós brún. Takið þá af hitanum og hellið varlega saman við sjóðandi vatn ið. Setjið aftur yfir hitann til að karamellubráðin leysist upp. Hellið síðan sjóðandi karamellu sósunni yfir appelsínusneiðarnar Berist fram hvort sem er heitt eða kalt með þeyttum rjóma. Grape-ávaxta og vínberja salat. Takið börkinn af þremur grape- ávöxtum. Skiptið í rif og setjið í ávaxtaskál. Hitið rúman pela af vatni og 120 grömm af sykri, lát ið sjóða í 1—2 mínútur. Látið aðeins kólna, áður en sykursós unni er hellt yfir grape-ávextina. Skerið í helminga nokkur vínber og takið úr steinana. Bætið vín- berjunum við grape-ávextina. Bor ið fram með þeyttum rjóma. OLGLERAUGU Ilér á litlu myndunum sjást ýmsar gerðir af sólgl sraugum, en nú er mikiff um það, að sólgleraugu séu kringlótt. Fleiri gerðir eru þó að ryðja sér til xúms eins og sjá má á myndunum: Hótel Selfoss Ferðafólk — Starfsmannahópar Munið okkar björtu og vistlegu veitinga- sali fyrir 40 og 70 manns. — Höfum einn- í ig veitinga'- og samkomusali fyrir 150 manns. Gerið svo vel og pantið með fyrirvara. HÓTEL SELFOSS Sími 19. Selfossi. Gangstéttarhellur Stærðir: 50x50 cm, 25x50 cm og horn. Litaðar gangstéttarhellur, gular, rauðar, grænar og svartar. Stærðir: 50x50 cm. Vikurplötur stærðir: 50x50 cm. Gjallplötur stærðir: 50x50 cm. Opið til kl. 10 á kvöldin. Sendum heim. HELLUVER Bústaðabletti 10. — Sími 41516. Til sölu er V/S STRAUMUR GK. 302 ! stærð 20 rúmlestir, smíðað úr eik 1964, með 120/ 130 ha. Albin-dieselvél. Upplýsingar gefa Guðni Jóhannsson í síma 17662 milli kl 19 og 20 og Axel Kristjánsson í | síma 24310 á skrifstofutíma. Fiskveiðasjóður íslands. Til sölu er V/S HARALDUR SF. 70 stærð 35 í'úmlestir, smíðað úr eik 1962, með 295 ha. Rolls-Royce vél. Upplýsingar gefa Guðni Jóhanns- son í síma 17662 milli kl. 19 og 20 og Axel Krist- jánsson í síma 24310 á skrifstofutíma. Fiskveiðasjóður íslands. FORSLUND VÖKVALYFTIKRÁNINN er LÉTTBYGGÐUR FYRIRFERÐARLÍTILL FJÖLIIÆFUR AUÐVELDUR Hæfir flestum tegundum vörubifreiðá.- Margar tegundir af hjálparverkfærum. * GUNHAR ÁSGEERSSON H/F ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. júní 1966 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.