Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 8
Rétt mataræöi er mikilvægt Sérfræðingar frá L'Oréal, RÉTT MATARÆÐI. Það sem þú borðar, hefur áhrif á heilsuna, útlitið, líf þitt. Allir vita að tii þess að lifa verðum við að borða. En okkur hættir til að gleyma því að heilsan er að miklu leyti komin undir því, hvers konar mat við borðum. Fæð an er eldsneyti líkamans, og meö því að borða veitum við líffærum og vefjum líkamans þau næringar efni, sem gerir þeim fært að starfa á réttan hátt. Þegar tekið er til lit til þessa, er furðulegt, hversu kærulaus við erum oft um næring arefni líkamans. Stundum borðum við óhóflega mikið, stundum að eins snarl. Stundum allt of mikið af þeim mat sem okkur finnst góð ur, en hugsum ekki um hvort hann er jafn hollur. Og þá er ekki aö undra þó þreytan segi til sín. Á hverjum degi þörfnumst við bæti efna til vaxtar og viðhalds vefjum og til orku. Það vita sjálfsagt flestir, að rétt mataræði er mjög mikilvægt, fyrir góða heilsu og almenna vel líðan. Ofát getur verið hættulegt og sama er að segja um vannær ingu. Ýmiss konar vanlíðan getur stafað af eða aukizt við skort á nauðsynlegum efnum í fæðunni og sérstaklega á vorin þjást marg ir af vítamínskorti. Og jafnvel þó að við reynum að hafa rétt matar æði, getur t.d. í eftirfarandi nefnd um tilfellum, þurft meira en venju lega af ýmsum næringarefnum. GIGT fylgja ýmiss konar óþæg indi, og oft erfitt að vísa henni á bug, en rétt mataræði getur átt mikinn þátt i að hindra tilkomu hennar og að ráða bót á henni. ef húu er tilkomin. Hefur þá m:k ið, að segja að nevtq aukaskammt ar af E og C vítamíni. C- vítamín er sér taklega gagnlegt sé það feng ið úr fæðunni, svo sem í græn meti og ávöxtum ,einnig í kart öflum. Appelsínur og sítrónur eru sérlega góðir Cvítamíngjafar, og sellerey og aspargus einnig. BLÓÐLEYSI. Með blóðleysi er annaðhvort átt við, að líkaminn hafi of lítið af blóði eða að haemoglobin blóðlit arefnið, sem ber súrefni til vefj anna, sé af skornum skammti. Konum hættir sérstaklega til blóð leysis, og hver sem þjáist af blóð leysi ætti að sjá til þess að neyta járnríkrar fæðu. Járn er mikið í mögru kjöti, lifur og nýrum, eggj um, kókó og karrý. Einnig verð ur þá að borða aukaskammt af C vítamíni til þess að líkaminn eigi auðveldara með að nota járn- skammtinn. SLÆMAR TAUGAR. Með því er átt við taugaspennu stöðuga þreytu og svefnleysi m. a. Ef að þessi einkenni segja til sín þarfnast líkaminn auka- skammts af B vítamínum, sem aðallega er að finna í korni, eggj um, mjólk, osti, lifur nýrum_ baun um. Líkaminn þarfnast þá einnig calcium. Það hefur góð áhrif á taugarnar og vöðvana og vinnur á móti svefnleysi. En calcium kem ur ekki til án D vítamíns, sem er aðallega í lifur og mjólkurvörum og sem við einnig fáum við áhrif sólargeislanna. Mikið af calcium er í mjólk. OF HÁR BLÓÐÞRÝSTING- UR OG VEIKLANIR Á HJARTA. geta oft orsakast af cholestrol, sem kemur slagæðum til að þykkna og þrengja t. Þess vegna er álitið að slíkt sé hægt að hindra með réttu mataræði. Forðast skyldi að borða mjög feit an mat, en borða mikið af B víta mínauðugum mat. Það er álitið að eitt af því sem B-vítamínið gerir sé að hjálpa líkamanum við vinnslu fitu og hindra það að slag æðar. stíflist vegna kekkja í blóöi Skortur á B, vítamíni (thiamine) getur orsakað óreglulegan hjart sjátt og þreytu fyrir hjarta. E- vítamin er álitið mjög gott við hvers konar hjartveiki, þar á með al kransæða-tíflu og hvers konar öndunarerfiðleikum. Einnig þarf nóg af C-vítamíni, þar sem það styrkir æðaveggina. ☆ koma hingað Laugardaginn 4. júní n.k. koma hingað til landsins á vegum hins heimsþekkta hárgreiðsluvörufirma L'Oréal de Paris 2 sérfræðingar í hárgreiðslu og háralitun frá Norð urlandadeild firmans í Kaup- mannahöfn, en þeir eru herra H. E. Vesterg&rd, sem veitir forstöðu kennsludeild L‘Oréal í Kaup- mannahöfn og herra Eigil W. Lar sen, mjög þekktur danskur hár greiðslumeistari. Ennfremur verð ur í för, með þeim forstjóri Norð urlandadeildar L'Oréal í Kaup mannahöfn Frakkinn Georg Sales. Þessir menn munu dvelja hér í 3 daga á vegum Meistararfélags hárgreiðslukvenna, og munu kenna þeim og starfsfólki þeirra nýjung ar í hárgreiðslum, háralitun og klippingum. Það hefir ennfrem ur verið ákveðið að gefa almenn ingi kost á að kynnast þessu, og sunndagskvöldið hinn 5. júní verð ur haldin að Hótel Sögu almenn sýning á nýjustu hárgreiðslum, háralitun og klippingum. Þarna koma fram 10—12 sýningardömur. sem ennfremur sýna kjóla frá Verzluninni BEZT hér í bæ. Má gera ráð fyrir að margan langi til þe-s að sjá þetta. og verður aug lýst nánar um þetta í blöðum næstu viku. L'Oréal de Paris er eins og áð ur var tekið fram heimsþekkt á laugardag firma í hárgreiðsluvörum, sem hef ir deildir um allan heim, en að alstöðvar þess eru í París. Vörur þeirra eru taldar einhverjar þær beztu, sem fáanlegar eru, en þær eru Permanent olíur, hárlagninga vökvar, hárlakk, hárnæring hára litir og fl. Flest af framleiðsluvör um þeirra má eingöngu nota á hár greiðslu tofum, og er það gert til þess að fyrirbyggja misnotkun, enda heldur L'Oréal uppi nám skeiðum og skólum fyrir hár- greiðslufólk í flestum þeim lönd um, sem þeir hafa deildir í. Sumt af framleiðslu L'Oréal de Paris er þó selt í verzlunum, og má þar til nefna mest selda hár lakkið í Evrópu í dag ELNETT SATIN, hárlagningarvökvann PLIX og REGE hárnæringu og enn fremur TRAITAL shampoo, en þetta eru ailt mjög vel þekktar vörur hér. Vorið 1965 hóf L'Oréal einnig framleið lu á sólbruna-kremi, Ol iu og skumi undir vörumerkinu AMBRE-SOLAIRE og náði vara þessi þá þegar metsölu í Evrópu. AMBRI-SOLAIRE er nú væntan legt hingað til lands. Umboðsmenn L.Oréal ' hér á landi er SUNNUFELL hf. Höfða túni 10, Reykjavík. Frétt frá Meistarafélasi hár- greiðslukvenna. Sumarkjólar Á myndunum sjást tveir sumarkjólar. Einliti kjóllinn er teikn- aður af Pierrs Gardin og er hálsmálið sérstaklega fallegt. Rós ótt'i kjóllinn er hvítur í grunninn með bláum og grænum rósum. 8 1. júní 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.