Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.06.1966, Blaðsíða 13
Sautján Sytten) Dönsk litkvikmynd eftir hinni um töluðu skáldsögu hins djarfa höf undar Soya. ASalhlutverk: Ghita Nörby Ole Söltoft. BönnuS innan 16 árk. Sýnd kl. 7 og 9 Þögnin Bonnuö ínnan 16 árr. Sýnd kl. 7 og 91C. TrúEofunarhringar fijól afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðns í^orsteinsson grullsmiður Bankastræti 12. Hann langaði til að láta hana sitja á skrifstofu hans og þykj ast spyrja hana meðan hann beið eftir Benny en han.i vissi að það var ekki rétt Hann hafði þegar komist að þeirri nið urstöðu að þessi stúlka skildi ekkert tækifæri til að jafna sig ekki meðaumkvun, svo hann fór með hana niður stigann sem lá að fangaklefanum. Þeir voru tóm ir. Hann efaðist um að hún hefði nokkru sinni <séð fanga- klefa fyrr og í fyrsta skipti varð hún skelfingu lostin. — Þú ætlar þó ekki að stinga mér þangað inn! veinaði hún. — Skrattinn hafi það þú sagðist bara ætla að spyrja mig um eitthvað! — Ég ætla að gera það sagði hann rólega. — Þegar ég má vera að því. Hvernig vilt þú að ég hagi mér? Ég iæt þig bara bíða þarna þangað til ég hef tíma til að yfirheyra þig og þú verður ekki kærð fyrir neitt. Ef þú þrjóskast við læsi ég og held þér þar sem nauð-. synlegu en mótþróafullu vitni. Hún gekk að stiganum og hann hélt að hún myndi hlaupa. Svo skipti hún um skoðun og sagði bitur: — Ég skal bíða og hún gekk að einum klefan um. — Fangavörðurinn kemur eft ir smástund, sagði Masters. — Hann sækir kaffi handa þér, ef þú vilt það. Hún svaraði engu og hann gekk aftur upp stigann Dunn og Tom Danning voru á skrifstofunni. Masters glotti til þeirra. Þegar Dunn leit sþyrj andi á hann sagði hann: — Enn gengur allt vel. Ég þurfti ekki að halda henni. Hún ætlar að svara spurningunum af fúsum vilja. Hann leit á armbandsúr sitt. — Kortér í fjögur. Ég geri ráð fyrir að Benny verði kom- inn eftir svo sem hálftíma Ég þori að veðja við þig Bob að hann hefur lögfræðing með sér. Dunn hristi höfuðið. — Þú þekkir hann, en til hvers þarf hann lögfræðing þegar við höf- um ekki kært stúlkuna fyrir neitt? Masters tók upp pípu sína. — Hann veit það ekki, sagði hann og leit á Tom Danning. — Að hverju komst þú Tom? — Hvar hún var á sunnudags kvöldið, sagði lögregluþjónninn. — Hún var í Capitol leikhúsinu. Ég veit ekki hvenær hún fór á -fætur um morguninn, en hún ■snæddi morgunverð hjá Liggett handan götunnar. Afgreiðslu- maðurinn man eftir henni. Hún drakk þar kaffi á hverjum morgni. Hún fór í bíó rétt eft- ir eitt. Miðasalinn ma.i eftir henni af því að hún var vön að fara í bíó á hverjum sunnu degi. Allir muna eftir því að hún var í gulum kjól — einum af þessum æpandi skræpandi litum sem allir taka eftir. 20 — Jæja, sagði Dunn, Masters hafði steingleymt pípunni sinni — En eftir að hún fór úr bíóinu? spurði hann hvasst. Tom Danning hiústi höfuðið. — Ekki eitt spor. Ég hugsa að hún hafi farið til herbergis síns í Oceanus House og ég spurði afgreiðslumanninn þar Hann mundi hvorki af eða til. Dunn sem sat þannig að hann sá fram í forstofuna sagði: — Ég held að vinur þinn sé að koma Ed. Benny Zurich kom hálfhlaup andi inn í herbergið og á hælum hans var maður í brúnum föt- um. Hann var fölur og slappur að sjá og reyndi að sýnast ekki vera með Zurich. V Um leið og Benny kom yfir þröskuldinn hrópaði hann: — — Hvar er hún Mawterw? Þetta skaltu fá launað! Masters heilsaði manninum í brúnu fötunum rólega. — Góð an daginn Parker og svo leit hann á Zurich. — Hvar er hver Benny? — Þú veizt um hverja ég er að tala. Hazel King. Þú beiðst þangað til ég var farinn til að sækja hana. Allt í lagi, ég skal kæra þig fyrir ólögmæta hand töku. Komdu með hana hingað! Parker segir að hún hafi rétt á að tala við lögfræðing — Svona, svona, sagði Park- er kæruleysislega. — Ég er viss um að við getum lagfært þetta án nokkurra láta. Masters, sem vonaði að hróp in í Benny heyrðust ekki niður í klefana sagði: — Hazel King var einhver siðasta manneskj- an sem sá Lucy Carter á lífi. Við vitum að hún reifst við hina iátnu .... Benny igreip ákafur fram í fyrir honum. — Það var fyrir löngu, æpti hann. — Þú hlýt- ur að vita það fyrst þú veizt allt. Þú notar þetta sem ástæðu til að svíkja Hazel. — Lucy Cater og Hazel King, sagði Masters rólega — unnu saman þangað til fyrir hálfum mánuði og þær sáust á hverjum degi. Hann taldi dræmt og dró seiminn og gerði allt sem hann gat til að Benny sleppti sér og léti skapið hlaupa með sig í gönur. — Svo hætti Lticy og enginn veit ástæðurnar fyrir því. Benny greip aftur fram í fyr ir honum. — Masters þe?sar stelpur koma og fara. Þriár eða fjórar hafa komið og farið síð an að Lucy hætti. Og það á að eins tveim vikum. — Þetta er rétt, suðaði í Parker. — Þetta fólk er hrein ustu flakkarar. Við getum ekki gert Zurich ábyrgan fyrir gerð um þeirra. Hann hefur þegar hent okkur á hvernig þær koma og fara. - — En samt hefur enginn kom ið og bent á lík þeirra fyrr en nú, sagði Masters. Benny hristi höfuðið eins og reítt naut. — Della Masters. Þetta er allt della. Hann réðst að Parker — Þú átt að heita lögfræðingur og þú stendur og hlustar á þetta. Hann réðst aft ur að Masters. — Það er auð- velt fyrir þig að ráðast á fyrr verandi fanga og ungar stúlk ur .en þú ræðst ekki á náunga á borð við George Cox. Hann gæti barið á móti — ja nema þið skiptið mútunum jafnt. Parker lagði höndina á öxl Benny og reyndi að koma i veg fyrir að hann segði meira en Zurich ýtti honum frá sér. Mast ers reyndi jafn ákaft að finna leið til að fá Benny til að segja meira en komst að þeirri nið- urstöðu að reiði mannsins væri bezta leiðin. — Þú leyfir Cox að hafa út úr mér peninga og þú leyfir honum að komast upp með að beita alla í Clay City fjárkúg un og þú gerir ekkert við því en þú ræðst á stelpu eins og Hazel King. Ef þig langar til að vita hver drap Lucy Carter ■skaltu tala við Cox. Hún vissi eitthvað um hann sem hefði eyðilagt hann hérna ef það héfði komizt upp. Masters hristi höfuðið — Þú lýgur Zurich, sagði hann til að, fá manninn til að segja meira. Zurieh ætlaði að svara reiði- lega en hikaði við og leit f krinfí um sig. Þá sá hann Dunn og Danning sem biðu við dyrnar. Masters bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa sagt þessi þrjú orð. Þau höfðu auðsiáanlega verið það sem Zurich þurfti til að hafa hemil á skapi sfnu. Ég vil fá þetta á hreint, sagði hann. — Fyrir hvað hefurðu horgað George Cox? — Þér skulið ekki svara þesg ari spurningu hr. Zurich. sagði Parker taugaóstyrkur og leit á Masters. Þér megið ekki mis- skilja þetta lögreglustjóri. Við viljum vera samvinnuþýðir, en ég að gæta skyldv minn- ar gagnvart skjólstæðing mínum. Masters leit kuldalega é hann. — Zurieh og Hazel King eru bæði grunuð um morff, sagði hann. — Ég hef engar sannan ir og get því ekki handtekið hann núna. Það ‘viðurkenni ég. Ef Zurich gerði það ekki er ör uggasta leiðin fyrir hann að reyna að segja okkur hver gerði það. Hann leit á Zurich, sem eldmóðurinn hafði yfirgefið og var nú kominn með þrjózkusvip sem sýndi Masters að þýðingar- laust væri að spyrja hann frek ar. En hann varð að reyna og því sagði hann: — Geturðu sagt mér meira um þessa fjárkúgun Benny? Ekki getur það gert heið , virðum manni eins og þér neitt illt að segja frá öðru eins og því. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. júní 1966 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.