Alþýðublaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 1
Sunnudagur 26. júní 1966 - 47. árg. - 141 tbl. - VERÐ 5 KR. Sjónvarp í Grænlandi? Þeim fjölgar stöðugt þjóðunum er starfrækja sjónvarpsstöðvar Við íslendingar munum innan skamms eignast okkar eigið sjón varp, og líkur eru til, að nágrann ar okkar á Græniandi þurfi ekki að bíða mörg ár þar til þeir geta horft á innlent sjónvarp. í nýafstaðinni ferð Jens Otto Kragh, forsætisráðherra Danmerk ur, um Grænland, boðaði hann víðtæka rannsókn á bættri fjöl miðlunarþjónustu í Grænlandi, einkum með það fyrir augum, að hefja mætti sjónvarpssendingar þar í landi. Þetta táknar e}cki, aði græn lenskt sjónvarp sé á næsta leiti En rannsókn er að minnsta kosti ákveðin í málinu, sagði forsætis ráðherrann á lokafundi með blaða mönnum í borð í varðskiplimi „Ingólfur". — Það er ekki hvað sízt komið undir kostnaðarhlið inni, hvo’.'t hægt verður að koma á fót grænlenku sjónvarpi í öll um stærri bæjum landsins, sagði ráðherrann að lokum. Sýningu Sverris framlengd Sýning Sverris Haraldssonar í Menntaskólanum verður enn fram lengd og verður nú opin til sunnu dagskvölds. Sýningin er opin kl. 3 — 11 e.h. Af 20 málverkum á sýningunni eru 14 seld. Hvenær hverf- ur óþefurinn? Illa gengur ólyktarframleið- endum að losa Reykvíkinga við peningalyktina þrátt fyrir marg ítrekuð loforð um að nú séu loksins að koma einhver ný og betri tæki til að eyða óþefn um úr fiskimjölsverksmiðjun um, sem af einstakri forsjálni voru á sínum tíma settar nið ur svo að segja við bæjardyrn ar. Þegar leyft var að setja nið ur fiskimjölsverksmiðjurnar var það sett að skilyrði að gerð ar yrðu fullnægjandi ráðstafan ir til að eyða óþefnum, sem óhjákvæmilega fylgir slíkri starfsemi. Hvernig sem á stend ur hefur þetta einfaldlega ekki verið gert og af hálfu borgar yfirvalda virðist það allt vera í lagi, hvað sem borgararnir segja. Faxaverksmiðjan í Örfirisey hefur brætt af fullum krafti undanfarið. Sem betur fer hef ur vindátt yfirleitt verið að sunnan eða austan en þegar svo bregður við að áttin breyt ist, sem gerist hreint ekki svo sjaldan, leggur fýluna yfir Mið og Vesturborgina og þykir öll um misgáð, en flestum vond. Reykvíkingar eru gjörsamlega varnarlausir fyrir óþverranum eða hvert á að snúa sér til að kvarta? Viðkomandi aðilar segja að eins að þetta sé peningalykt og að peningalykt sé góð, hvað sem hver segir. Eigendur þessara verksmiðja gefa alltaf öðru hvoru yfirlýs ingar þess efnis að verið sé að gera tilraunir til að losna við lyktina og er hart til þess að vita að lyktareyðingin skuli enn vera á tilraunastiginu eft ir öll þessi ár. Dýrasta tilraunin mun vera sá himinhái strompur, sem reist ur var við verksmiðjuna á Framhald á 11. síðu. Annir í um- ferðarmiðstöð Það var mikil bót fyrir Reyk víkinga að fá umferðarmiðstöð ina, eins og best má sjá um sum arhelgar. Kostir og gallar þess mannvirkis eru ræddir í dálkin um „Á krossgötum" á bls. 4 í blaðinu. Sex þeirra til sölu Reykjavílc —«®EG. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj an að Kletti hefur nú álcveðið að leggja öllum sínum fjókum togurum opr freista þess að selja þá. Þessir tograrar eru Askur, Geir Haukur ogr Hvalfellið. Þá eni tveir af togrurum Bæjarútgerðar Reykja víkur einníg til sölu, en það eru þeir Skúlí Magnússon og Pétur Halldórsson. Það eru ekki ýkja mörgr ár síð an hér á landi voru grerðir út sam tals' 45 togarar, en þeim hefur nú fækkað um helmingr ogr rúmlega það, þvi nú eru gerðir út héð an 21 togari. Fjórir eru gerðir út frá Akur eyri, þrír frá Hafnarfirði, tólf frá Reykjavík, einn frá Siglufirði og elnn frá Akranesi. Níu togurum hefur verið lagt og munu sumir þeirra vafalaust aldrei flytja fiíík að landi framar. Þessir togarar liggia í Revkiavík urhöfn, inn á Sunduiu í Hvalfirði og á Eyjafirði. Þessir toirarsr eru: Sólbcrg, Gvlfi, Norðlendingur, Skúli Magnús^on. Pétur Halldórs son, Neptúniis, Síríus og Akurey. F.iölmargiv tegarar hafa verið seldir undanfarin ár og má þar meðal annars á mínnastá: Júu' Ágúst, Anríl, Þnrstein Tngólfs- son, Bjama riddara. Fvlki, Jón forseta. Ólaf .T'>hatine<-sor\, og fsborein, sem breytt var í flutn ingaskip. Gott veður um hefgina Útlit er fyrir gott veður um allt land um helgina. Á Suðurlandi verður að vísu svolítil rigning, sem engan ætti að saka, enda verður vætan áreiðanlega vel þegin af ökumönnum, sem þá losna við rykið á vegunum. Yfir Norður- og Austur- landi er hæð og er þar þurrt veður og bjart. Áttin er að austan og suðaustan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.