Alþýðublaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 6
 Valdimar Sveinbjörnsson leikfimikennari 03 iiornið sem honum var ffert að gjöf. KVIKMYNDIR Brezk frá 1963. United Artist. Leikstjóri: Terence Young. Framleiðendur: Harry Saltz- mann og Albert R. Broccoli. Handrit: Richard Maibaum eftir samnefndri sögu Ian Flemmings. Kvikmyndataka: Ted Moore, BSC. Tónlist: John Barry, Monty Norman og Lion- el Bart. íslenzkur texti. Tóna- bíó. 110 mín. 007 — James Bond er aftur kom- inn á kreik. „From Russia with Iove” er svipuð ,,Dr. No” og senni- lega eru næstu myndir, „Gold- finger” og „Thunderball,” svip- aðar hinum fyrri. En það skiptir ekki máli. Það er aðeins James Bond, sem fólk vill fá að sjá. Ein- kenni mynda hans er hröð at- burðarás, stuttar setningar, oft mjög gamansamar, fláráðar konur og harðsnúnir njósnarar, atvinnu- morðingjar og gáfaðir glæpamenn, leyniþjónustur og glæpahringir. Og til þess að bæta upp það, sem persónurnar vantar, eru notuð mjög nýtízkuleg vópn, sem komið er fyrir á ólíklegustu stöðum. — Eitraðir rýtingar í skóm, henging- arreimar í armbandsúrum og hag- 0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1966 lega gerðar vopnatöskur gegna stóru hlutverki í myndinni. Það er enginn vafi á því, að James Bond (leikinn af Sean Connery) er vinsælasta hetjan á kvikmyndatjaidinu í dag. Enda er það engin furða. Hvaða karlmaður vill ekki, innst inni, vera eins og James Bond, skjótráður og djarf- ur, lenda í lífshættulegum ævin- týrum um allan heim og sífellt umkringdur af fallegum stúlkum? Það má segja, að Bond sé persónu gervingur frumhvata mannsins, þeirra hvata, sem bældar eru nið- ur í nútímaþjóðfélagi. Leikstjóri Bond-myndanna, Ter- ence Young, nýtur sín greinilega betur hér lieldur en við farsa- kenndar gamanmyndaeftirhermur eins og Moll Flanders. „From Russia With Love” er tæknilega vel gerð, enda engu til sparað. Hröð atburðarás, snöggar klipp- ingar og spennandi söguþráður heldur áhorfandanum föngnum. Gamansemi myndarinnar byggist mikið á stuttum setningum, sem Bond læðir út úr sér við ótrúleg- ustu tækifærj. Um leið og hann lemur einhvern sveinstaulann nið- ur á hann til að segja „afsakið”, eins og hann hafi gert þetta alveg óviljandi. Og alltaf er Bond í sparifötunum og bindið er ná- kvæmlega á réttum stað, sama á hverju gengur. Aflagist fötin eitt- livað í ryskingum er það hans fyrsta verk eeftir að hafa lamið andstæðinginn „út” eða slétt úr hrukkunum og lagfæra bindið. „From Russia With Love” var mest sótta kvikmyndin í Bret- landi 1964, og þó að hún risti ekki djúpt og margt sé með ólík- indum í henni er það skemmtileg dægradvöl að horfa á hana. Sig. Sverrir Pálsson. Koparpípur oje Rennilokar, Fittings, Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell byggingarvöruverzlu*, Héttarholtsvegi S. Síml 3 88 40. r VALDIMÁR SVEINBJÖRNS- 'SON,- r leíkfimikennari,1 hætti;nú i' vor fyrir aldurs salur kennslu við Menntaskólann -í Reykjavik - eftir 38 ára starf þar. Alþýðublaðlð hitti hann að máli nýlega og rabb- aði við hann um starf hans, en Valdimar hefur unnið mjög mik- ið að íþróttamálum almennt. — Þú hefur StUndað leikfimi- kennslu lengi, Valdimar. — Ég byrjaði að kenna leik- fimi árið 1919 við Miðbæjarskól- • fræðideild, og-,þá kenndi, ég-öllum. stúlkum ieikfimt lika.^Rut Hans- son - kenndi þeim reýndar. fyrsta árið, sem ég kenndi þár, en ég kenndi svo stúlknahekkjunum, allt þar til Friða Eyfjörð kom að skólanum. Eirikur Haraldsson kom svo al skólanum 1956—‘57 og nafni minn Örnólfssoh ‘57-‘58 og þeir hafa verið síðan báðir. Síðan þeir komu að skólanum hef ég aðeins kennt þriðja bekk, og voru það þó tuttugu tímar á viku, enda er þriðji bekkur nú mann- ann, og þar kenndi ég eiginlega þangað til 1935, og árið 1928 hóf ég leikfimikennslu við Mennta- skólann, svo að ég kenndi í 7 ár við báða skólana, tók við kennslu í Menntaskólanum af Birni heitn um Jakobssyni. Fyrsta árið mitt við Menntaskólann kenndi ég og í Kenaraskólanum, en það hafði áður ;verið sama starfið, íþrótta- kennarastaðan við Menntaskólann og Kennaraskólann. — Og leikfimihúsið, sem nú er notað, er það sama og þú hófst kennslu í, er það ekki? — Leikfimihúsið er það sama, en það hefur oft verið lagfært, fatageymslurnar voru t. d. byggð- ar eftir að herinn sleppti skólan- um, áður var fatageymsla aðeins eitt herbergi og baðkrókur var þar irm af. Þar var aðstaða mjög slæm. ! — Hvar lærðir þú til kennara- starfsins? — Ég lærði fyrst í Kennaraskól anum hérna og síðan var ég á íþróttaskóianum í Kaupmanna- höfn, Statens Gymnastik Institut 1920—1921. Reyndar kenndi ég eitt ár áður en ég fór þangað. — Hafa kennsluaðferðir í leik- fimi breytzt? — Þær eru náttúrlega alltaf að breytast. Það, sem var einna mest breyting, var þegar boltaleikirnir voru teknir upp í leikfimitímun- unr. Áður fyrr þekktust engir boltaleikir í skólunum. Ég tók sér- stakt námskeið í leikjum eftir að ég lauk íþróttakennaraprófi og byrjaði á að kenna boltaleikina. Þegar þrír tímar voru í viku, þá hafði ég yfirleitt boltaleik í einum tímanum, en undanfarna tvo vetur hafa aðeins verið tveir leikfimitímar í viku hjá hverjum bekk og þá ekki tími til leikja nema endrum og eins. — Það hefur orðið mikil breyt- ing á fjölda nemenda, síðan árið 1928? — Já, nemendafjöldi hefur auk izt mjög. Ég held, að þegar ég byrjaði, hafi aðeins verið tveir bekkir í máladeild og einn í stærð fleiri en skólinn allur var, er ég kom að honum fyrst. í vetur voru 15 deildir í þriðja bekk. — Keppa ekki bekkirnir árlega sín á milli í handbolta? — Jii, bekkjakeppnin í hand- bolta er enn við líði. Meðan ég hafði svolítið rýmra í húsinu, æfði ég handboltaflokka og þeir urðu margir mjög sterkir, — og bekkirnir kepptu svo sín á miili. Leikfimisálurinn er þó of lítill fyrir handboltakeppni og hef ég þurft að breyta reglunum aðeins til að samræma leikinn og húsið. Menntaskólanum ríður mjög á að fá nýtt og gott leikfimihús af hæfilegri stærð. Aðstaða í gamla húsinu er alls ekki nógu góð til að hægt sé að leika réttan hand- bolta, og einnig vegna annarra íþrótta. — Margir menntaskólanemend-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.