Alþýðublaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 4
IE0£ÍIHP RfóstJSrar: Cylfl Grðndal (ib.> og Benedlkt Gröndal. — Rlt*tÍ5m»rtuU. trúl: JflBur Gutínason. — Slmar: 14900-14903 — Auglýslngaalml: 14900. AÉaeVur AlþýCuhúalO,vlS Hverflsgötu, Reykjavflt. — PrentsmlOJa Alþýöu WnÖs'na. — Aakrlítargjatd kr. 95.00 — 1 lausasölu kr, 6.00 elntakHL Utgefandl AlþýOuflokkurinrt. Síðari raunin ÞÓRARINN BJÖRNSSON skólameistari á Akur- eyri er vitur maður, sem oft kveður !nemendur sína með ræðum, sem verða þeim og öðrum minnisstæðar. Við skólaslit um þjóðhátíð ávarpaði meistari nýstúd- enta og sagði meðal 'annars: „En eitt skuluð þið muna, að hvert viðfangsefni, hvort heldur er nám eða annað, færir ykkur að jafn- aði ekki annað en það, sem þið gefið því sjálf, hvorki meira rné minna. Það fer eftir örlæti ykkar sjálfra, hversu viðfangsefnin virðast ykkur frjó. Þið getið haft fyrir satt, sem þið hafið eflaust reynt í náminu, mörg ykkar, að það nám eitt, sem við leggjum sál okkar í, færir okkur ánægju og ávöxt. í hverju starfi eru það fyrst og fremst við sjálf, sem við fyrirhitt- um. Þess vegna er það ekki meginatriði, hvert starf- ið er, heldur hitt, hvernig það er rækt.” I í ræðulok sagði skólameistari: 7 „Vegur erfiðleikanna, í margvíslegu gervi þeirra, er vegur þroskans, hefur löngum verið sagt, en þó því aðeins, að menn eigi þrekið til að takast á við vandann. Áður var vandi íslendinga sá, „að láta ekki basl- ið smækka sig”, eins og Stefán kvað. Nú er vand- inn hinn, að láta ekki velsældina gera okkur litla. Fyrri raunina stóðst þjóðin. Það hefur hún sýnt með bjartsýni og framtaki síðustu áratuga. Síðari raunina óttast ég meira. Hættur allsnægtanna eru viðsjálli en hættur vöntunarinnar. Þær læðast að okkur, oft í glæsíu gervi. En vöntimin skapar drauminn, og draumurinn er efniviður allra framtíðar dáða. Þar sem draumurinn hverfur og eltingaleikur við stund- argaman og stundarþægindi kemur í staðinn, er framtíðin í hættu.” Aukin samkeppni [ SÍLDVEIÐAR eru í fullum gangi og góðar vonir úm, að þær verði þjóðarbúinu jafn gjöfular og und- anfarin ár Hins vegar eru ýmsar blikur á lofti, sem íslendirgar verða að gera sér grein fyrir. Undanfar- in' ár má segja, að íslendingar og Norðmenn hafi aetið einir að hinni nýju síldveiðitækni, sem er meg- inpstæða hins mikLa afla. Nú eru fjölmargar aðrar þjóðir að taka upp sömu aðferðir, og fara Bretar þar á vundan. Fyrstu stóru síldveiðiskip þeirra, útbúin í Noregi eins og skip okkar, eru að hefja veiðar. Þá hugsa ýmsar þjóðir sér stóraukna síldveiði og munu Kauadamenn til dæmis gera ráð fyrir að margfalda sílidarafla sinn á komandi árum. Þessi þróun getur haft alvarlega áhrif á síldarstofnana og verðlag af- urðanna. 4 ALÞÝOtJBLAÐIÐ — 26. júní 1966 Reykiö allar 7 filter tegundirnar og pér finniö aö sumar eru of sterker—aörar of léttar. En Viceroy méS 'deep weave’ filter gefur bragðiö, sem er eftir yöar hæfi. því getiö pér treyst. íSiSS öííííí:::::: KINGSIZE ein mest selda filter tegund Bándaríkjanna í ★ TÖFRAR UMFERÐARINNAR. Það eru einkennilegir töfrar sem fylgja umferðarmannvirkjum. Hvort sem við erum siálf að ferðast eða fylgja öðrum af stað, er jafnt heillandi að koma í ys og þys flugstöðva, umferðar miðstöðva eða járnbrautastöðva. Hreyfingin, eftír- væntingin, mannþröngin og dynur flugvéla hafa seiðmögnuð áhrif á þá lukkunnar pamfíla, sem þjást af ferðarómantík og geta ferðazt. Umferðamiðstöðin okkar hefur ör- iítið af þessum töfrum við sig, enda þótt hún sé hálfgerð og hvergi nærri eins glæsileg og hún lík- lega verður fullbúin. Annars er skömm að því, hve lengi við höfum verið með það mannvirki. Fyrst var beðið alltof lengi með að byrja á því og svo stóð það liálfkarað misserum saman, áður en unnt var að taka það í notkun. ★ AF HVERJU OPIN BÍLASTÆÐI? • i Það er ýmislegt myndarlegt við þessa umferðarmiðstöð og salurinn verður líklega Framhaid á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.