Alþýðublaðið - 05.07.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1966, Síða 4
Rörtlrtrsr: Gylfl Gröndal (4b.) Oí Benedlkt Gröndal. — RltstÍ5m»rfull- tttU: EHJur GuBnason. - Slmar: H900-14903 - Auglýslngaslml: 14906. ABast^r AlþýBubúalB vlfl Hverflagötu, Reykjavflc. - PrentsmlBJa Alþýflu bUSclns. - Aakriftargjald kr. 95.00 — 1 lauaasölu kr. 6.00 ElntaklfL Utgefandl AlþýBuflokkurfmL RÁÐHERRANN OG AÐMÍRÁLLINN SAMTÖK UM VESTRÆNA SAMVINNU buðu fyrir helgina til fundar í hátíðarsal Háskólans. Þar voru rnættir erlendir fulltrúar Atlantshafsríkja á ráð stefnu, sem hér var haldin, en efni þessa fundar var að ræða um stöðu íslands milli Evrópu og Ameríku. Margir heimsþekktir menn voru þama komnir og var fróðlegt að hlýða á mál þeirra. Franskur pró- fessor og tveir brezkir stjórnmálamenn fluttu ræð- ur og höfðu margt að segja um heimsmálin. En um stöðu íslands var aðallega fjallað í tveim ræðum, og voru báðar athyglisverðar fyrir Íslendinga, þótt þær væru að vonum gerólíkar. Var önnur flutt af forsæt- isráðherra, Bjarna Benediktssyni, en hin af Poland aðmírál, sem er einn af yfirmönnum Atlantshafs- bandalagsins á austanverðu Atlantshafi. Forsætisráðherrann ræddi viðhorf íslendinga til umheimsins og vopnleysi þeirra. Minnti hann á, að við hefðum gengið í Atlantshafsbandalagið með skil- yrðum sem stöfuðu af sérstöðu okkar og las hann þá yfirlýsingu, er þar var gefin. Að vísu hefðu ger- breyttar aðstæður Kóreustríðsins leitt til þess. að við féllumst á dvöl varnarliðs hér á landi, en það kæmi alltaf öðru hverju upp í huga íslendinga, hvort ekki væri svo friðvænlegt í heiminum, að chætt mundi að láta varnarliðið fara. Bjarni kvað Íslendinga eiga um þrjá kosti að velja, varnarleysi, varnarlið eins og hér hefur verið, eða íslenzkt varnarlið. Poland aðmíráll talaði sem hernaðarsérfræðing- ur og ræddi ítarlega hlutskipti íslands. Kvað hann landið hafa meginþýðingu fyrir varnir Atlantshafs- bandalagsins, þar eð héðan mætti fylgjast með mik- ilsverðum hluta Atlantshafsins. Mundi vamarlaust ís- land alvarlega veikja varnarmátt Atlantshafsbanda lagsins, en það væri trú sín, að veiktist þessi varnar- máttur mundi stríðshætta aukast á ný. Poland að- míráll lýsti hreinskilnislega þeirri skoðxm sinni sem bernaðarsérfræðings, að varnarlið þyrfti að vera á íslandi á friðartímum. Án bess að vita hvor um annars ræðu fyrirfram drógu ráðherrann og aðmírállinn fram tvö öfl, sem skapa eitt mesta vandamál þjóðarinnar og móta afstöðu hennar. Annars vegar var hið kalda, óper- sónulega mat hernaðartækninnar. Hins vegar voru draumar íslendinga um að fá að lifa í friði, einir í landi sínu. Sú utanríkisstefna, sem fylgt hefur verið, er raun hæft mat á óhjákvæmilegum staðreyndum. Enn hef- ur ekki þótt gerlegt að gera landið varnarlaust með öllu, en hið erlenda varnarlið er eins lítið og inni- lokað og unnt er að búast við. 4 ALÞÝPUBLAÐIÐ - .5. júlí 1966 Pússningasandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerölr af pússningasandi heim- fluttum og btósmun lnn Þurrkaðar vikurplörur og einangrunarplast Sandsalan við Elliðavog s.f. Elllðavogi 118 afml S01S*. Vinnuvélar til leigu. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Vatnsdælur . mJl. LEIGAN S.F. Sími 23480. Bifreiðaeígendur sprautum og réttum Fljót afgreiffsla. Bifreiðaverkstæðið Vesturás h.f. Sfðumúla 15B, Siml 35740. Frá Þjóðleikhúsinu Leiklistarskóli Þjóðleikhússins tekur á móti nýjum nemendum í haust. Námstími er 3 ár, 2 til 3 klukkustundir á dag. Inntökuskil- yrði: Lágmarksaldur 16 ára, gagnfræðapróf éða sambærileg menntun. Prófskírteini, læknisvottorð, ásamt meðmælum frá leiklist arkenhara sendist með umsókn fyrir 1. sept embern.k. Inntökupróf verður um mánaða- mót sept.—október. Leikhúskjallarinn. Frá og með 1. janúar 1967 er Leikhúskjall- arinn laus til leigu ásamt húsgögnum fyrir 250 manns, borðbúnaði, dúkum og eldhús- tækjum. Þeir, sem hug hafa á því að leigja kjallar- ann sendi Þjóðleikhússtjóra tilboð fyrir 1. sept. n.k. Sælgætis- og gosdrykkjasala Tilboð óskast í gosdrykkja- og sælgætissölu leikhússins næsta vetur. Tilboð sendist Þjóð leikhússtjóra fyrir 1. september n.k. Þ j óðleikhússt j óri. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 krossgötnm Sólin lokkar og á vinnustöðum dreymir menn um að komast út í náttúruna með konu og krakka. En það er dýrt að fara í sumar- leyfi, ekki sízt fyrir þá, sem strita við að greiða niður íbúð eða bíl eða hvort tveggja. Sumir geta ferðazt ódýrt með því að gista í tjöldum, en það er aðallega unga fólkið. Fyrir heilar fjölskyldur er tjaldlífið sjaldan lausn á vandanum. ★ ÓDÝRARA SUMARLEYFI. Fyrir tveimur eða þremur árum bentum við í Alþýðublaðinu á leið til ódýrra sum- . arleyfa fyrir heilar fjölskyldur. Nú er rétt að minna á þetta ráð á nýjan leik, ef einhverjir vildu reyna það. Ráðið er þetta: Tvær fjölskyldur, sem helzt þurfa að þekkjast, og búa hvor á sínum stað á landinu, skiptast á íbútSum i viku, hálfan mánuð eða jafnvel lengur. íslenzk heimili eru undantekning- erlaust á mjög háu stigi, þar eð íslendingar leggja meiri hluta tekna sinna í íbúðir og innbú borið saman við flestar aðrar þjóðir. Af þessum sökum hefur yfirgnæfandi meirihluti fjölskyldna svo góðar íbúðir, að þær geta tekið þátt í slíkum skiptum. ★ SUMARLEYFI - í REYKJAVÍK. Þessi leið byggist á þeirri hug- mynd, að Reykvíkingar vilji komast burt frá Reykjavík í sumarleyfi sínu, en að fyrir fólk úti á landi, sem sjálft býr nærri náttúrunni allan árs- ins hring, sé Reykjavík eftirsóknarverður sumar- leyfisstaður. Segjum svo, að reykvísk fjölskylda þekki fjölskyldu á svipuðum aldri t d. á ísafirði, Þingeyri, Hólmavík, Stykkishólmi eða í Höfðakaup- stað. Ef tveir heimilisfeður geta tekið sér frí á sama tíma, er ekið á milli og búið við ágætar aðstæður í fríu húsnæði allt sumarleyfið. Að vísu má segja, að húsmóðirin fái ekki mikið frí, ef hún á að sjá um eldamennsku og allt það, en það gerir hún livort eð er í sumarbústað. Henni er ekki hægt að veita frí nema með gistingu á hóteli, en hugmynd- m okkar byggist á því, að fólk liafi illa ráð á gisti- hússdvöl. Hins vegar gætu eiginmenn sem skiptust á íbúðum, látið sér nægja sumarkost og svo boðið frúnni út að borða öðru hverju til að létta af henni stritinu. Það er annars óleyst mál, hvern- ig hægt verður að tryggja húsmæðrum viðunandi sumarleyfi í framtíðinni án þess að flytja þær úr einu eldhúsi í annað.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.